Fréttablaðið - 09.03.2017, Síða 44
Grindavík - Njarðvík 73-72
Stigahæstar: Angela Marie Rodriguez 21/8
stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir
19/12 fráköst - Carmen Tyson-Thomas
46/20 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9.
Keflavík - Skallagr. 72-51
Stigahæstar: Ariana Moorer 21/11 fráköst,
Birna Valgerður Benónýsdóttir 10/5 fráköst
- Tavelyn Tillman 22/4 fráköst, Jóhanna
Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst.
Stjarnan - Valur 72-68
Stigahæstar: Danielle Victoria Rodriguez
31/8 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir
23 - Mia Loyd 24/17 fráköst, Elín Sóley
Hrafnkelsdóttir 11/4 varin skot.
Haukar - Snæfell 60-75
Stigahæstar: Þóra Kristín Jónsdóttir 19/7
fráköst/5 stolnir, Rósa Björk Pétursdóttir
13/7 fráköst - Aaryn Ellenberg 26/6 stoð-
sendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 13.
Efri
Snæfell 40
Keflavík 38
Skallagrím. 36
Stjarnan 26
Neðri
Valur 20
Njarðvík 20
Haukar 12
Grindavík 8
Nýjast
Domino’s-deild kvenna
Dortmund - Benfica 4-0
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang (4.), 2-0
Christian Pulisic (59.), 3-0 Aubameyang
(61.), 4-0 Aubameyang (85.).
Dortmund komst áfram, 4-1 samanlagt.
Barcelona - PSG 6-1
1-0 Luis Suárez (3.), Layvin Kurzawa, sjálfs-
mark (40.), 3-1 Lionel Messi, víti (50.), 3-1
Edinson Cavani (62.), 4-1 Neymar (88.),
5-1 Neymar, víti (90+1.), 6-1 Sergi Roberto
(90+5.).
Barcelona komst áfram, 6-5 samanlagt.
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, seinni leikir
17.55 Rostov - Man. Utd. Sport 3
17.55 FCK - Ajax Sport 5
19.00 Valspar Ch. Golfstöðin
19.00 Slaktaumatölt T2 Sport
19.00 Þór Þ. - Njarðvík Sport 2
19.05 ÍR - Keflavík Sport 4
20.00 Schalke - Gladbach Sport 3
20.00 Lyon - Roma Sport 5
Domino’s-deild karla:
19.15 ÍR - Keflavík Seljaskóli
19.15 Þór Ak. - Snæfell Höllin
19.15 KR - Stjarnan DHL-höllin
19.15 Haukar - Tindast. Ásvellir
19.15 Grindav. - Skallagr. Grindav.
19.15 Þór Þ. - Njarðvík IG-höllin
Olísdeild karla:
18.30 ÍBV - FH Vestmannaeyjar
19.30 Stjarnan - Fram TM-höllin
19.30 Selfoss - Afturelding Selfoss
Í dag
Fh getur Farið á toppinn
Þrír leikir fara fram í olís-deild
karla í kvöld. Fh getur skotist á
toppinn með sigri á ÍBV í eyjum.
afturelding, sem hefur ekki unnið
leik eftir áramót, sækir Selfoss
heim. Þá mætast Stjarnan og
Fram í afar mikil-
vægum leik í
fallbaráttunni.
Fram, sem var
nálægt því að
vinna hauka í
síðustu umferð,
fer upp úr
fallsæti og jafnar
Stjörnuna að
stigum með sigri
í kvöld.
Kraftaverk á Nývangi
Stórskostleg endurkoma Barcelona er komið áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sögulega endurkomu gegn PSG. Frönsku meistar-
arnir unnu fyrri leikinn 4-0 en Börsungar gerðu hið ómögulega, skoruðu sex mörk gegn einu og tryggðu sig áfram. Þegar tvær mínútur voru eftir var
staðan 3-1 en Barcelona skoraði þrjú mörk á ótrúlegum lokamínútum. Sergio Roberto skoraði sjötta og síðasta markið. NORDiCPHOTOS/GETTy
Afrekssjóður Vinnuhópur sem
framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði í
september á síðasta ári skilaði af sér
skýrslu með tillögum um breytingar
á reglum afrekssjóðs ÍSÍ í vikunni.
Skýrslan var kynnt fyrir formönn-
um sérsambandanna í fyrradag og
fyrir fjölmiðlum í gær.
Vinnuhópinn skipuðu Stefán
Konráðsson, formaður Íþrótta-
nefndar ríkisins og fyrrverandi
framkvæmdastjóri ÍSÍ, dr. Þórdís
Lilja gísladóttir, íþróttafræðingur
og fyrrverandi afrekskona í frjáls-
íþróttum, Friðrik einarsson, fyrrver-
andi formaður afreks- og Ólympíu-
sviðs ÍSÍ og fyrrverandi formaður
Skíðasambands Íslands, og andri
Stefánsson, sviðsstjóri afreks- og
Ólympíusviðs ÍSÍ.
Stærsta breytingin, verði tillög-
urnar samþykktar á íþróttaþingi í
maí, er sú að vinnuhópurinn vill að
sérsamböndunum 32 verði skipt
upp í þrjá flokka.
Setja sér langtímamarkmið
Í skýrslu vinnuhópsins skipa átta
sérsambönd efsta flokkinn sem
kallast afrekssambönd og tólf eru
í flokknum alþjóðleg sambönd og
önnur tólf í flokknum Þróunarsam-
bönd. efsti flokkurinn á að fá 45-70
prósent af hverri úthlutun, alþjóð-
legu samböndin 35-45 og neðsti
flokkurinn 10-15 prósent.
Langmestu kröfurnar verða
gerðar til þeirra sambanda sem eru
í efsta flokknum og eiga að fá mesta
peninga. Stefnt er á að þau sæki um
styrki til fjögurra ára í einu því mikil
orka og vinna fer í umsóknina hverju
sinni. Sérsamböndin í miðflokknum
sækja um til tveggja ára í einu og
neðsti flokkurinn til eins árs.
Öll sambönd eiga að vera með
sína afreksstefnu og eins og í öðru í
skýrslunni eru mestar kröfur gerðar
til afrekssambandanna. gildistími
stefnu þeirra á að vera til átta ára,
fjögurra í næsta flokki og til tveggja
ára í síðasta flokknum.
Stefán Konráðsson, sem kynnti
skýrsluna fyrir fjölmiðlum í gær,
sagði að eftir að hafa skoðað afreks-
stefnu allra sérsambandanna hafi
komið í ljós að hún væri óraunhæf
hjá þeim mörgum. Sum sérsam-
bönd eru með háleit markmið en
hafa ekki bolmagn til að ná þeim
árangri sem þau vonast til og þetta
þarf að laga.
Vinnuhópurinn vill að sérsam-
böndin og afrekssjóðurinn vinni
saman að því að laga afreksstefnu
sérsambandanna en sums staðar
þurfi að hófstilla hana.
Verða að hafa pung
Vinnuhópurinn leggur til að hvert
sérsamband fái lögfræðing til að
fara yfir sinn samning og að meira
aðhald og eftirfylgni verði með
peningunum en áður. Þar sem
meiri kröfur verði gerðar til sér-
sambandanna verður afrekssjóður
að gera meiri kröfur til sjálfs sín og
það þýðir einfaldlega að meiri vinna
leggst á herðar ÍSÍ.
reglurnar eru að stórum hluta
settar til fækka matsatriðum afreks-
sjóðs þegar kemur að úthlutun en
þessi vinnuhópur var skipaður
vegna gríðarlega aukinna fjármuna
sjóðsins á næstu árum. eftir tíma-
mótasamning við mennta- og menn-
ingamálaráðuneytið hækkar framlag
ríkisins í sjóðinn úr 100 milljónum í
400 milljónir frá 2016-2019.
gegnsæið verður meira en áður
en tillaga vinnuhópsins er að sjóð-
urinn verði með heimasíðu þar sem
hver einasta úthlutun er rökstudd á
opnum vettvangi. aðhaldið verður
meira og matsatriðum fækkar en
sjóðsstjórn verður samt alltaf að
taka erfiðar ákvarðanir.
„Sjóðsstjórn verður að hafa pung
til að taka ákvarðanir og standa við
þær en rökstyðja gegnsætt,“ sagði
Stefán Konráðsson á fundinum í
gær. Ítarlega fréttaskýringu um
reglubreytingarnar sjóðsins má
finna á Vísi. tomas@365.is
Meiri kröfur til sérsambanda
Tillögur um breytingar á reglum Afrekssjóðs voru kynntar í gær. Sérsamböndunum 32 verður skipt í þrjá
flokka því þau sem gera mest eiga að fá mest. Meiri fagmennska þarf að vera hjá öllum sérsamböndum ÍSÍ.
Andri Stefánsson, Þórdís Gísladóttir og Stefán Konráðsson, starfsmenn
vinnuhópsins, með skýrsluna sem þau unnu fyrir ÍSÍ. FRéTTABLAðið/EyÞóR
Tillaga að flokkaskipt-
ingu vinnuhópsins:
Afrekssambönd
Frjálsíþróttir, fimleikar, golf, hand-
bolti, körfubolti, kraftlyftingar,
fótbolti, sund.
Alþjóðleg sambönd
Blak, badminton, dans, fatlaðir,
íshokkí, júdó, karate, keila, hestar,
skíði, skylmingar, skotfimi.
Þróunarsambönd
Akstursíþróttir, borðtennis, glíma,
lyftingar, tennis, taekwondo,
skautar, mótorhjól og snjósleðar,
siglingar, hnefaleikar, þríþraut,
hjólreiðar.
Man. City - Stoke 0-0
Enska úrvalsdeildin
9 . m A r s 2 0 1 7 f I m m T u D A G u r32 s p o r T ∙ f r É T T A B L A ð I ð
sport
0
9
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
6
9
-E
0
B
4
1
C
6
9
-D
F
7
8
1
C
6
9
-D
E
3
C
1
C
6
9
-D
D
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K