Fréttablaðið - 09.03.2017, Page 50

Fréttablaðið - 09.03.2017, Page 50
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, Ingvi Rafn Flosason rakari, Víðilundi 24, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 4. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð. Karlína Ingvadóttir Marinó Marinósson Ingvi Þór, Sævar Óli, Eva María og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hafsteinn Þorbergsson rakarameistari, Hríseyjargötu 18, Akureyri, lést 6. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. mars kl. 13.30. Innilegar þakkir til starfsfólks á Skógarhlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Ingibjörg Kristinsdóttir Hulda Hafsteinsdóttir Júlíus Jónsson Helga Hafsteinsdóttir Þórunn Hafsteinsdóttir Guðni Þór Jósepsson afa- og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Lúðvíksdóttir Strikinu 12, Garðabæ, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 23. febrúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 10. mars klukkan 15.00. Sigríður Jóna Friðriksdóttir Hlynur Árnason Haukur Friðriksson Sigríður Anna Ragnarsdóttir Hrönn Friðriksdóttir Pétur Friðriksson Sigurlína Gísladóttir Áshildur Þorsteinsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Sigríður Benediktsdóttir Kirkjubæ 2, Kirkjubæjarklaustri, andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum sunnudaginn 5. mars sl. Útför hennar fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 11. mars kl. 13.00. Lárus Siggeirsson Jóhanna Lárusdóttir Martin Howarth Siggeir Lárusson Soffía Lárusdóttir Hjalti Jón Sveinsson Benedikt Lárusson Lilja Magnúsdóttir Njörður Lárusson Halla Lárusdóttir Guðmundur Gíslason Hrund Lárusdóttir Eiríkur Sigurðsson Sigurður Kristinn Lárusson Rúna Lísa Þráinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hvað er helst í fréttum? er fjölmenn- ingarleg þjónusta sem boðið er upp á á Borgarbókasafninu í Grófinni. Þjón- ustan fór fyrst af stað árið 2011 undir yfirskriftinni Lesum blöðin saman en með tilkomu aukinnar tækni er hægt að nálgast fréttir á svo fjölbreyttan hátt og því var nafninu breytt. „Þetta er nánast sama snið, en nýtt nafn,“ segir Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgar- bókasafninu, um verkefnið sem gefur fólki vettvang til að kynnast fjölmiðlum Íslands og fréttum. Þátttakendum er einnig bent á hvernig hægt er að taka virkan þátt í samfélaginu með því að koma á framfæri greinum og fréttum við íslenska fjölmiðla. „Þjónustan er sérstaklega hugsuð fyrir fólk sem er að ná tökum á íslenskunni eða að fóta sig í samfélaginu, hvort sem um er að ræða innflytjendur eða Íslendinga sem hafa búið lengi erlendis. Hérna getur fólk kynnst samfélagslegri umræðu á Íslandi og kynnst mismun- andi fjölmiðlum með hjálp sjálfboðaliða frá Rauða krossinum.“ „Þetta er sameiginlegt samfélags- verkefni Borgarbókasafnsins og Rauða krossins. Það eru þær Sigyn og Snæfríður Jónsdætur, sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum, sem taka á móti áhugasöm- um gestum og aðstoða þá við að fara yfir helstu fréttir.“ Kristín segir að þátttakendur geti sjálf- ir komið með fréttir og greinar sem þeir hafa áhuga á og þannig sniðið fræðsluna að sínu áhugasviði. „Þetta á fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir samtal á milli þátttakenda og sem leið til að nota íslenskuna á hagnýtan hátt og í óform- legu umhverfi. Fólk getur komið með til dæmis greinar sem það hefur verið að reyna að skilja sjálft og fengið sjálf- boðaliða til að útskýra málin,“ útskýrir Kristín. Hún bætir við: „Bókasafnið á að vera eins konar miðstöð mannlífs og menningar og þetta verkefni gengur út á að tengja fólk við fólk og tengja fólk út í samfélagið.“ Þess má geta að Hvað er helst í frétt- um? er haldið alla fimmtudaga kl. 17.30 í Borgarbókasafninu í Grófinni. Áhuga- samir geta svo kynnt sér fjölmenningar- starfið á Borgarbókasafninu í heild sinni á vef safnsins en þar er ýmislegt um að vera fyrir fjölbreytta hópa. gudnyhronn@365.is Læra um fjölmiðla og fréttir á bókasafninu Nýverið var verkefninu Hvað er helst í fréttum? ýtt úr vör á Borgarbókasafninu í Gróf- inni. Verkefnið snýst um það að sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti áhugasömum sem vilja fá innsýn í fjölmiðla og fréttir landsins. Þjónustan byrjaði árið 2011. Kristí n R. Vilhjálmsdóttur, Sigyn Jónsdóttur og Snæfríður Jónsdóttir. FRéttablaðið/anton bRinK Þjónustan er sérstak- lega hugsuð fyrir fólk sem er að ná tökum á íslensk- unni eða að fóta sér í sam- félaginu. Tveir menn fórust en tíu var bjargað þegar flutningaskipið Dísarfell sökk þennan dag árið 1997. Leki hafði skyndilega komið að skipinu þar sem það var statt um hundrað sjó- mílur suðaustur af Stokksnesi. Ekki varð við neitt ráðið en skipverjum tókst þó að senda út neyðarkall. Fjögur skip sem stödd voru í nágrenninu lögðu þegar af stað og einnig TF-Líf, þyrla Landhelgis- gæslunnar, sem kom fyrst á slysstaðinn. Þá var aðeins stefni Dísarfells upp úr en allir mennirnir komnir í sjóinn. Þeir höfðu sópast af skipinu þegar brot reið yfir og tíu þeirra héldu hópinn. Áhöfninni á TF-Líf tókst að ná öllum mönnunum nema einum. Einn hinna var látinn þegar hann kom í þyrluna. Þ etta G e R ð i St 9 . m a R S 1 9 9 7 Flutningaskipið Dísarfell fórst tF-líf tókst að ná öllum mönnunum úr áhöfninni nema einum. FRéttablaðið/ERniR 1799 Básendaflóðið. Mestu sjávarflóð sem sögur fara af verða um landið suðvestanvert. 1935 Staðfest eru lög um aldurshámark opinberra emb- ættis- og starfsmanna. 1964 Tunnuverksmiðjan á Siglufirði brennur til ösku og fjörutíu manns missa vinnuna. 1982 Hús Íslensku óperunnar við Ingólfsstræti í Reykjavík er vígt með frumsýningu á Sígaunabaróninum. 1986 Hafliði Hallgrímsson hlýtur tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verkið Poemi.  Merkisatburðir: 9 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r38 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð I ð tímamót 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 9 -B 4 4 4 1 C 6 9 -B 3 0 8 1 C 6 9 -B 1 C C 1 C 6 9 -B 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.