Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 56
ALVÖRU HÁGÆÐA SÚKKULAÐI „FAIR TRADE“ VARA STEVÍA Í STAÐ SYKURS BELGÍSK GÆÐI OG HANDBRAGÐ Belgískt fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 1996 Brautryðjandi í þróun á stevíu súkkulaði Trúbador, einsöngvarar, hljóð-færaleikarar og fjöldi kóra munu flytja fallega efnisskrá á stórtónleikum í Langholtskirkju á laugardaginn. Þeir hefjast klukkan 16. „Það er verið að afla fjár fyrir langveik börn. Gífurlegur fjöldi fólks tekur þátt og gefur sína vinnu,“ segir Sigurður Bragason barítón sem er listrænn stjórnandi tónleikanna. Hann er líka höfundur viðamikils tónverks sem verður frumflutt undir lokin og segir það samið fyrir þessa tónleika, þó í því séu líka eldri stef. „Verkið nefnist Passía Krists og er við ljóð Valdimars Lárussonar. Flytj- endur eru 220 manna kór og hinum megin í kirkjunni er bergmálskór. Karlatríó er í hlutverki prestanna og barnakór úr Háteigsskóla tekur þátt, auk píanó- og orgelleikara. Einsöngvarar eru Anna Jónsdóttir, Kolbeinn Ketilsson, Kristín Sig- tryggsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Viðar Gunnarsson. Svo koma Sólrún Bragadóttir, Diddú, Svavar Knútur og fjölmargir kórar með sitt framlag, þar fyrir utan.“ Þetta er í sjötta skipti sem Sigurður efnir til styrktartónleika sem hann samdi líka tónverk fyrir, þó að passí- an sé það stærsta. „Kveikjan að fyrstu tónleikunum var sú að einn af félögum í kór sem ég stjórnaði stórslasaðist þegar hann féll niður af húsi sem hann var að vinna við og varð eftir það mikið fatlaður. Þá voru haldnir styrktartónleikar fyrir fatlaða – það var upphafið,“ rifjar Sigurður upp. Hann segir ótrúlega vel hafa gengið að fá fólk til að koma fram. „Þó er meira en að segja það að æfa upp stór verk – eins og flutt er í lokin – verk sem fólk hefur aldrei heyrt eða séð áður.“ Hann bendir á að ekkert mundi þó aflast ef áheyrendur væru ekki tilbúnir að mæta og borga sig inn. „Það er bæði dýrmætt og gaman að fá marga til liðs við málstaðinn,“ segir hann. „Þeim fylgir mikill kraft- ur.“ gun@frettabladid.is Margir til liðs við góðan málstað Anna Jónsdóttir, Axel Kristinsson (einn prestanna þriggja), Sigurður Bragason, Kolbeinn Ketilsson, Krisztina Kalló Szklenár organisti og Viðar Gunnarsson. FréttABlAðið/Eyþór ÁrnASon Næ s t k o m a n d i laugardag opnar Sigtryggur Berg Sigmarsson einka-sýningu í Gallery Port við Laugaveg 23b. Titill sýningarinnar er En ég sé hlutina öðruvísi og sýnir Sigtryggur þar saman verk sem eru unnin á tveimur tímabilum en hann segir að eldri verkin séu frá þeim tíma þegar hann var búsettur í Gent í Belgíu. „Ég bjó í Gent í ein þrjú ár og þar sýndi ég verk í Galerie Tatjana Piet ers sem mig hefur lengi langað til þess að sýna hérna heima. Gent er gríðarlega falleg borg, gömul og ævintýraleg og meðan ég var þar þá fann ég að sem teiknari fékk ég allt annan og mjög ólíkan innblástur þeim sem ég fæ hérna heima. Ég fann líka að ég sá borgina með allt öðrum augum en heimamenn, ver- andi frá Íslandi, og þaðan kemur yfirskrift sýningarinnar. Þetta skil- aði sér fljótlega inn í teikningarnar og ég fór að teikna, að því að mér fannst, mjög væmnar myndir. Það var ekkert sem ég réð við sérstak- lega. Þetta kemur bara eins og það kemur og maður ræður ekkert við það sem maður gerir.“ Ásamt þessum verkum frá Belg- íu er Sigtryggur einnig með nýrri myndir sem hann leggur einn- ig til sýningarinnar. „Ég hef verið að teikna mikið síðan ég kom til baka og hef tekið eftir að það er allt annar gír í þeim myndum. Það er meiri keyrsla og frjálsræði og einhvern veginn allt önnur til- finning. Kannski er það einfald- lega vegna þess að þannig virkar bara þjóðfélagið hérna. Maður veit ekkert hvað er að fara að gerast á morgun, á meðan stöðugleik- inn er meiri í Gent. Allt er varanlegra þar meðan allt er lausara í reipunum hér.“ Hvað varðar efnis- tök segir Sigtryggur að hann hafi þann háttinn á að vinna á miklum hraða. „Maður vill komast í eitthvert ákveðið ástand. Það er oft þannig að ég þarf að teikna tíu til fimmtán myndir til þess að fá þessa einu sem ég vil svo nota, þannig að þetta er ákveðið ferli. Stundum koma dagar þar sem maður getur t e i k n a ð ka n n s k i fimm myndir sem manni finnst allar nothæfar, góðar og gildar en ég ræð ekkert við þetta. Það er oft tónlist sem leiðir mig áfram enda er vinnustofan mín alveg útsýnislaus. Þess vegna snýst þetta alfarið um hugarheiminn og þetta ástand sem ég næ að koma mér í. Þar kemur tónlistin sterk inn, þeir Beethoven, Bach og Brahms. Ég bara set B-in þrjú á fullt og þeir félagar sjá um að keyra mig inn í þetta teikningu eftir teikningu.“ Ég ræð ekkert við þetta En ég sé hlutina öðruvísi er einkasýning Sigtryggs Berg Sig- marssonar þar sem hann teflir saman teikningum sem hann vann ýmist í Gent í Belgíu eða hér heima á Íslandi. Sigtryggur Berg Sigmarsson opnar einkasýningu í Gallery Port við laugaveg á laugardaginn á teikningum frá Belgíu og reykjavík. FréttABlAðið/Eyþór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Maður vill koMaSt Í EitthvErt ákvEðið áStand. Það Er oft ÞanniG að éG Þarf að tEikna tÍu til fiMMtán Myndir til ÞESS að fá ÞESSa Einu SEM éG vil Svo nota, ÞanniG að ÞEtta Er ákvEðið fErli. 9 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r44 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð menning 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 9 -9 B 9 4 1 C 6 9 -9 A 5 8 1 C 6 9 -9 9 1 C 1 C 6 9 -9 7 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.