Fréttablaðið - 13.02.2017, Page 4
Fjármál „Við þurfum 300-400
milljónir á ári til að fara í þessar
tvær framkvæmdir sem eftir eru.
Það er ekki mikið miðað við stöðu
sjóðsins,“ segir Páll Björgvin Guð-
mundsson, bæjarstjóri Fjarða-
byggðar, en á bæjarráðsfundi sveit-
arfélagsins var lögð fram bókun
um að ekki sé nægt fjármagn á
fjárlögum til þess að halda áfram
byggingu ofanflóðamannvirkja í
Neskaupstað.
Í bókuninni segir að bæjar-
ráð telji það mjög mikilvægt að
þessum framkvæmdum verði
haldið áfram með tilliti til
öryggis íbúa. Mörg rök séu fyrir
því, meðal annars að nægt fé er
í sjóðnum eða um 15 milljarðar
króna. Hafsteinn Pálsson, starfs-
maður sjóðsins og umhverfis-
ráðuneytisins, staðfesti stærðar-
gráðuna. Sjóðurinn er geymdur
á reikningi og í hann fer meira en
tekið er út. Hann er fjármagnaður
með því að árlegt gjald er lagt á
allar brunatryggðar húseignir
og er upphæðin 0,3 prómill af
vátryggingarverðmæti.
Hafsteinn bendir á að fjárheim-
ildir sjóðsins séu ákveðnar af
Alþingi. Ekki megi nýta fjármuni
sjóðsins nema sem nemur þeirri
upphæð sem Alþingi ákveður.
Á bæjarráðsfundinum voru
lögð fram afrit af bréfum Páls
til þingmanna Norðausturkjör-
dæmis, fjárlaganefndar Alþingis,
fjármálaráðherra og umhverfis-
og auðlindaráðherra, en hann
hefur einnig fundað með ráð-
herrum vegna málsins. „Svörin
sem við höfum verið að fá eru að
þetta sé þensluhvetjandi og hluti
af útgjaldaramma ríkisins.
Það sem við höfum verið að
benda á er tvennt. Annars vegar að
þetta sé bundið í lög og snúist um
öryggi fólks og hins vegar að við
höfum verið í framkvæmdum. Það
er mikilvægt að það sé samfella
í svona verkum. Að það sé ekki
verið að byrja upp á nýtt. Það eru
verktakar hér að vinna í þessu og
þeir gætu séð hag sinn í að bjóða í
verkið sem væri hagur fyrir sveitar-
félagið og sjóðinn.
Þetta eru ekki peningar sem
eru að fara í heilbrigðismál eða
vegakerfið eða neitt slíkt. Þetta
snýst um að nýta peningana sem
eru ætlaðir beint í svona verkefni,
tekna úr sérstökum sjóði,“ segir
Páll.
Hann bendir á að verkin tvö séu
tilbúin undir hönnun og búið sé
að framkvæma umhverfismat. „Við
fylgjum þessu máli eftir og vonandi
eigum við góð samskipti áfram við
stjórnvöld því það er mikilvægt að
klára málið.“ benediktboas@365.is
Fá ekki 300 milljónir úr 15
milljarða króna ofanflóðasjóði
Ekki er til nægt fjármagn á fjárlögum til þess að halda áfram byggingu Ofanflóðamannvirkja á árinu 2017 í Nes-
kaupstað. Tvö verk eru eftir og er kostnaðurinn um 300 milljónir á ári en í ofanflóðasjóði eru um 15 milljarðar
króna og safnast fjármunir þar upp á meðan lögbundin verkefni er varða öryggi og eignir fólks eru látin bíða.
Ákveðið var á sínum tíma að varnargarðar ofan byggðar í Neskaupstað skyldu reistir í samfellu. MyNd/KristíN
Þetta eru ekki
peningar sem eru að
fara í heilbrigðismál eða
vegakerfið eða neitt slíkt.
Þetta snýst um að nýta
peningana sem eru ætlaðir
beint í svona verkefni, tekna
úr sérstökum
sjóði.
Páll Björgvin Guð-
mundsson, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar
SlyS Þyrla landhelgisgæslunnar var
kölluð til á öðrum tímanum í gær
vegna bráðaveikinda við Silfru á
Þingvöllum.
Erlendur ferðamaður missti með-
vitund eftir snorkl í Silfru og hófust
endurlífgunartilraunir á staðnum.
Þær báru ekki árangur.
Maðurinn var fluttur með þyrlu
á Landspítalann í Fossvogi og
úrskurðaður látinn. – jhh
Ferðamaður
lést í Silfru
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með
manninn við Landspítalann í Fossvogi.
FréttabLaðið/Gar
Náttúra Hrina jarðskjálfta fór af
stað á Reykjaneshrygg í gærkvöldi.
Fjórir skjálftar mældust rétt yfir
þremur stigum. Klukkan 19.27
mældust tveir jarðskjálftar, báðir 3,1
að stærð, og klukkan 20.10 mæld-
ust aðrir tveir skjálftar, báðir 3,2
að stærð. Á vef Veðurstofu Íslands
kemur fram að aðrir skjálftar í hrin-
unni hafi allir verið mun minni.
Þá mældust tveir skjálftar yfir 3
að stærð í Bárðarbungu um helgina.
Annar þeirra, 3,6 að stærð, mældist í
Bárðarbungu laust fyrir klukkan tíu
í gærmorgun. Hinn sem var 3,5 að
stærð, mældist í Bárðarbunguöskju
í Vatnajökli aðfaranótt laugardags.
– ae
Jörð skalf á
Reykjanesi
al m aN NaVar N I r Stjórnendur
Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyj-
um (VSV) hafa nýtt tímann á meðan
sjómannaverkfallið stendur yfir til að
ræða viðbúnað og öryggismál vegna
Kötlugoss.
Í liðinni viku var haldinn fundur
stjórnenda og skipstjóra með vísinda-
mönnum Jarðvísindastofnunar til að
fara yfir mögulegar afleiðingar Kötlu-
goss. Raunveruleg hætta er fyrir hendi
að hlaupvatn frá gosi geti komið af
stað flóðbylgu sem myndi ná landi í
Eyjum.
„Svona hlaup eru ekki algeng en
við viljum undirbúa okkur í fram-
kvæmd og vinnubrögðum ef þetta
kemur upp,“ segir Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson, framkvæmdastjóri
VSV. „Við höldum brunaæfingu
árlega og þá er upplagt að gera þetta
í leiðinni.“
Að fundi loknum lágu fyrir drög
að viðbragðsáætlun fyrir fólk í land-
vinnslu og viðbragðsáætlun gagnvart
skipum. „Allir skipstjórarnir voru á
fundinum og þekkja sitt hlutverk,“
segir Sigurgeir. Mannvirki VSV eru við
hafnarsvæðið sem færi að stærstum
hluta á kaf í slíkum hamförum. „Þar
eru allar okkar byggingar og allt okkar
fólk. Þetta snýst um öryggi þess, að
koma því upp í bæ og úr hættu.“
Frekari áætlanir eru í vinnslu fyrir
bæinn hjá almannavörnum. „Þetta
var fyrsta yfirferð. Við munum kíkja á
þetta aftur þegar jarðvísindamenn og
almannavarnir hafa lagt upp sín plön.
Þá munum við samræma okkur,“
segir Sigurgeir Orri. – jóe
Vinnslustöðin undirbýr viðbrögð við flóði af völdum Kötlugoss
Möguleiki er á því að hlaupvatn úr Kötlu geti myndað flóðbylgju sem skylli á Vest-
mannaeyjum. Vinnslustöðin hélt viðbragðsfund með stjórnendum og skipstjórum
af því tilefni. MyNd/ísLEiFUr arNar ViGNissON
sigurgeir brynjar
Kristgeirsson
1 3 . F e b r ú a r 2 0 1 7 m á N U D a G U r4 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð
1
3
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
7
-F
A
2
8
1
C
3
7
-F
8
E
C
1
C
3
7
-F
7
B
0
1
C
3
7
-F
6
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K