Fréttablaðið - 13.02.2017, Blaðsíða 8
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Mitsubishi Outlander hefur fengið frábærar viðtökur. Betur búinn fjórhjóladrinn fjölskyldubíll er
vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og nndu ánægjuna á öllum.
Mitsubishi Outlander
Sjálfskiptur, fjórhjóladrinn frá:
5.350.000 kr.
FYRIR HUGSANDI FÓLK
MITSUBISHI OUTLANDER 4x4
5 ára ábyrgð
ÁNÆGJA Á ÖLLUM
Bandaríkin Frá aldamótum og fram
til ársins 2010 er talið að nærri 248.000
barnabrúðkaup hafi farið fram í
Bandaríkjunum. Þetta er niðurstaða
rannsóknar Unchained at Last, banda-
rískra samtaka sem hjálpa konum að
sleppa úr hjónaböndum sem þeim
er haldið í nauðugum. Fraidy Reiss,
framkvæmdastjóri Unchained at Last,
skrifaði um rannsóknina á fréttasíðu
Washington Post.
Samtökin söfnuðu gögnum frá 38
ríkjum Bandaríkjanna og fengu þar
staðfest að rúmlega 167.000 barna-
brúðkaup hafi farið þar fram. Í nærri
öllum tilfellum var barnið sem gift var
stúlka og voru þær allt niður í tólf ára
gamlar. Í flestum tilfellum voru þær
giftar karlmönnum eldri en átján ára.
Tólf ríki, auk höfuðborgarinnar
Washington, afhentu samtökunum
ekki gögn um barnabrúðkaup. „Ef við
miðum við hlutfall barnabrúðkaupa af
fólksfjölda teljum við að heildarfjöldi
giftra barna í Bandaríkjunum á árun-
um 2000 til 2010 sé nærri 248.000,“
skrifar Reiss.
Í lögum flestra ríkja er kveðið á um
að einstaklingar þurfi að vera átján ára
til að gifta sig. Hins vegar eru gerðar
undantekningar í öllum ríkjum. Þær
eru háðar samþykki foreldra og/eða
dómstóla. Í 27 ríkjum er ekki kveðið
á um neinn lágmarksaldur í tengslum
við þessar undantekningar.
Reiss heldur því fram í pistli sínum
að ríkisþingin hafi ekki ráðist sérstak-
lega gegn barnabrúðkaupum „vegna
þess að þau telja ranglega að það gæti
brotið á trúfrelsi eða vegna þess að þau
telja brúðkaup það besta í stöðunni
fyrir óléttar unglingsstúlkur“.
Þá segir í pistlinum að mörg
barnanna hafi verið gift einstakling-
um mun eldri en þau voru sjálf. Að
minnsta kosti 31 prósent barnanna
var gift maka 21 árs eða eldri. Þó segir
í pistlinum að talan sé líklega hærri
þar sem sum ríkin hafi ekki gefið upp
aldur fullorðna einstaklingsins.
„Mörg ríkjanna gáfu upp aldur
barnanna í flokknum fjórtán ára og
yngri án þess að tilgreina nákvæm-
lega hversu miklu yngri sum barnanna
voru. Þannig eru tólf ára börnin sem
við fengum upplýsingar um frá Alaska,
Louisiana og Suður-Karólínu ekki
endilega þau yngstu sem voru gift
á tímabilinu,“ skrifar Reiss. Þá feng-
ust ekki upplýsingar um brúðkaup
bandarískra barna sem fóru fram utan
landsteinanna.
Upplýsingar sem Unchained at
Last fékk frá ríkjunum voru ekki per-
sónugreinanlegar og ekki var hægt
að greina hverrar trúar fjölskyldur
barnanna voru. „Unchained hefur hins
vegar vitneskju um barnabrúðkaup úr
nærri öllum bandarískum menning-
ar- og trúarsamfélögum, þar á meðal í
samfélögum kristinna, gyðinga, mús-
lima og trúlausra,“ skrifar Reiss.
„Af minni reynslu gifta flestir for-
eldrar börn sín af trúarlegum ástæð-
um. Þeir vilja stýra hegðun og kynlífi
barns síns,“ skrifar Reiss enn fremur.
thorgnyr@frettabladid.is
Hundruð þúsunda barna gefin
í hjónaband í Bandaríkjunum
Hundruð þúsunda barna voru gift í Bandaríkjunum frá aldamótum og fram til ársins 2010. Yngstu börnin
eru að minnsta kosti tólf ára. Þó er talið að yngri börn kunni að hafa verið gift. Framkvæmdastjóri samtaka
sem rannsökuðu barnabrúðkaup segir þingmenn ekki aðhafast því að þeir vilji ekki brjóta á trúfrelsi fólks.
Yngstu börnin eru tólf ára, jafnvel yngri. Nordicphotos/GettY
Ef við miðum við
hlutfall barnabrúð-
kaupa af fólksfjölda teljum
við að heildarfjöldi giftra
barna í Bandaríkjunum á
árunum 2000 til 2010 sé
nærri 248.000.
Fraidy Reiss, framkvæmdastjóri
Unchained at Last
Sjávarút veg u r Loðnuveiðar
norskra báta hafa gengið vel að
undanförnu og streymdu bátarnir
inn á Austfjarðahafnir til löndunar
fyrir helgi, eftir því sem fram kom á
heimasíðu Síldarvinnslunnar í Nes-
kaupstað.
Á fimmtudag og aðfaranótt föstu-
dags komu fjórir bátar til Neskaup-
staðar; Brennholm með 500 tonn,
Haugagut með 420 tonn, Gardar
með 400 tonn og Nordfisk með 400
tonn. Talbor kom til hafnar í gær
með 500 tonn.
Öll loðnan fer til manneldis-
vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnsl-
unnar og að sögn Jóns Más Jónsson-
ar, framkvæmdastjóra landvinnslu,
sem talað er við í frétt Síldarvinnsl-
unnar, er hráefnið miklu betra en
það var fyrir nokkrum dögum þegar
loðnan var full af átu.
Norðmenn fá 40.000 tonn af
57.000 tonna útgefnum loðnukvóta
í sinn hlut.
Hafrannsóknastofnun leitar
loðnu fyrir norðan – brátt skýrist
því hvort loðnuvertíðin er fyrir bí
eða ekki. – shá
Norskum gengur
vel á loðnu
Norskir bátar landa í Neskaupstað.
MYNd/KristíN s. hávarðsdóttir
1 3 . f e B r ú a r 2 0 1 7 M á n u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
1
3
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
8
-0
8
F
8
1
C
3
8
-0
7
B
C
1
C
3
8
-0
6
8
0
1
C
3
8
-0
5
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K