Fréttablaðið - 13.02.2017, Page 32
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, fósturfaðir, tengdafaðir
afi og langafi,
Kjartan Bjarnason
fyrrum bæjarverkstjóri Garðabæjar,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund
7. febrúar sl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi
fimmtudaginn 16. febrúar kl. 13.
Ragna Pálsdóttir
Kolbrún Kjartansdóttir Ásþór Ragnarsson
Páll Bjarni Kjartansson Þuríður Pálsdóttir
Hrafnhildur Kjartansdóttir Jón Þorvaldur Bjarnason
Hrefna Nellý Ragnarsdóttir Jón Sigurbjörnsson
Kristín Stefánsdóttir Jón Sverrir Erlingsson
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
María I. Jóhannsdóttir
(Lóló)
Hraunbæ 103, Reykjavík,
lést 28. janúar. Hún verður jarðsungin frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 14. febrúar
kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðrún María Jóhannsdóttir
Kristín Ingibjörg Jóhannsd. Jón Rafn Sigurðsson
Jens Pétur Jóhannsson Matthildur Róbertsdóttir
Hólmgeir Þór Jóhannsson Helga Georgsdóttir
og fjölskyldur.
Útför
Páls Flygenring
verkfræðings og fv. ráðuneytisstjóra,
Þorragötu 5, 101 Reykjavík,
fer fram í Neskirkju þriðjudaginn
14. febrúar 2017 kl. 13.00.
Þóra Jónsdóttir
Björn Flygenring
Kirstín Þ. Flygenring Sigurður R. Helgason
Elín Flygenring Finnbogi Jakobsson
Okkar elskaði
Helgi Jóhannsson
sem lést mánudaginn 6. febrúar
verður jarðsunginn í Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 15. febrúar klukkan þrjú.
Hjördís Bjarnason
Gunnar Fjalar Helgason Kristrún Kristjánsdóttir
Óttar Örn Helgason Þorgerður Arna Einarsdóttir
Hallur Már Helgason
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Hjálmar Guðmundsson
áður Melteigi, Keflavík,
er látinn. Útför hefur farið fram í
kyrrþey.
Albert B. Hjálmarsson Brynja Kjartansdóttir
Lísbet Hjálmarsdóttir Gunnar I. Kristinsson
Guðmundur Hjálmarsson Sveindís Skúladóttir
barnabörn og barnbarnabörn.
Ástkær sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
Ingeborg Linda Mogensen
Garðastræti 2, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
7. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
16. febrúar kl. 13.00.
Örn Á. Sigurðsson
Pan Thorarensen
Rúna Thorarensen
Guðrún Lárusdóttir
Helgi Egilsson
barnabörn og systkini hinnar látnu.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru
Jóhönnu Helgu
Guðmundsdóttur
frá Innstu-Tungu, Tálknafirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á
deild 13G Landspítala. Ykkar alúð var einstök.
Ársæll Egilsson
Kristín G. Ársælsdóttir Njáll Torfason
Hrefna Ársælsdóttir Steindór Andersen
Níels A. Ársælsson Sigurlaug Guðmundsdóttir
Tryggvi Ársælsson Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
Hlynur Ársælsson Hallveig Guðný Guðnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Rakel Garðarsdóttir, baráttumanneskja
fyrir bættum heimi, verður gestur Bóka
safns Seltjarnarness í dag þar sem hún
bendir á leiðir fyrir fjölskyldufólk til að
virkja dýrmætan tíma á sama tíma og
stuðlað er að minni matarsóun og um
leið hagsýnum rekstri innan veggja heim
ilisins. Hefst fyrirlestur hennar klukk
an 17.30 og er ókeypis inn. Umfjöllun
Rakelar er liður í fyrirlestraröð Bóka
safnsins undir heitinu Eldhúsdagar, þar
sem sjónum er beint að hagnýtum og
hollum ráðum fyrir alla.
„Fyrirlesturinn verður tengdur matar
sóun. Þegar ég kem svona fram þá er
bókin Vakandi veröld uppsprettan að
fyrirlestrinum,“ segir Rakel en hún vann
hana ásamt Margréti Marteinsdóttur. „Þó
umhverfisáhrifin, sem eru skelfileg, séu í
fyrirrúmi er ég líka að hugsa um hluti sem
snúa að vinnunni.
Eftir því sem maður verður eldri þá
heyrir maður á fólki að það er alltaf að
vinna og sumir eru jafnvel ekki einu sinni
í vinnu sem þeim líkar vel við. Og stór
hluti af þeim launum fer bara í ruslið, því
við notum svo mikið af peningum okkar í
mat sem endar í ruslinu. Í staðinn fyrir að
henda öllum matnum þá er hægt að spara
og nýta peningana til að fara til Spánar
eða eitthvað álíka. Þetta helst í hendur.
Meiri tími með fjölskyldunni og meiri
peningur. Sem er svo dýrmætt. Þess vegna
er fáránlegt að sóa þessum dýrmæta tíma,
freka ætti að nýta hann í eitthvað upp
byggilegra en að henda mat í ruslið.“
Rakel hefur verið ötul baráttukona
gegn matarsóun hér á landi í langan tíma
og er nánast andlit þeirrar baráttu. Hún
segir að Íslendinga skorti þor til að taka
næsta skref. „Okkur gengur ekkert sérlega
vel. Við erum enn að henda fullt af mat þó
það séu margir að vakna en okkur vantar
aðgerðir. Neytendur eru margir hverjir
að vakna og verslanir eru enn að henda
gríðarlegu magni. Borgaryfirvöld eru til
dæmis ekki enn komin með tunnu undir
lífrænan úrgang. Það er allt á stefnuskrá
en eftir hverju er verið að bíða? Við þurf
um að hætta að tala um hlutina og fara í
aðgerðir. Á meðan tikkar tíminn.“
Hún bendir á að skólar séu duglegir
að kenna börnum um skaðsemi matar
sóunar og það smitist inn á heimilið. En
betur má ef duga skal. „Það er mikilvægt
að þetta sé í skólunum. Þar er kennt um
skaðsemi plasts og frauðplasts til dæmis
sem er ekki hægt að endurvinna. Það
er til dæmis góð spurning. Af hverju er
engin verslun eða búð að segja, komið
að versla hjá mér – við erum ekki að nota
frauðplast. Það eru nefnilega ótal tækifæri
beint fyrir framan okkur.“
benediktboas@365.is
Þurfum að hætta að tala
um hlutina og fara í aðgerðir
Fyrirlestur Rakelar Garðarsdóttur um matarsóun og leiðir til að virkja tíma og spara
peninga fer fram í dag í Bókasafni Seltjarnarness. Rakel vill minna mas og meiri aðgerðir.
Rakel Garðarsdóttir. FRéttablaðið/Valli
1 3 . f e b r ú a r 2 0 1 7 M Á N U D a G U r16 t í M a M ó t ∙ f r É t t a b L a ð i ð
tímamót
1
3
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:1
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
3
7
-F
A
2
8
1
C
3
7
-F
8
E
C
1
C
3
7
-F
7
B
0
1
C
3
7
-F
6
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K