SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 7

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 7
7 lega. Oddur Ólafsson, yfirlæknir á Reykjalundi var ráðinn yfirlæknir Múlalundar. Haft var eftir Oddi að stefnt væri að því að Múlalundur yrði fullkomnasti og besti verndaði vinnustaður norðan Alpafjalla. Framkvæmdastjóri Múla- lundar fyrstu missirin var Gísli Friðbjarnarson. Hann lét af því starfi árið 1960 og við tók Jón Tómasson. Árið 1963 var að fullu gengið frá innréttingu þriðju hæðar verksmiðjuhússins á Múlalundi. Fékkst þar m.a. geymsla á fullunnum varningi, afgreiðsla og pökkunarsalur. Jafnframt var sagt upp leiguhúsnæði sem Múlalundur hafði haft að Hjarðarhaga 24. Árið 1964 tók Sigurður Hannesson við sem framkvæmdastjóri Múlalundar og árið 1967 tók Árni Einarsson framkvæmdastjóri Reykjalundar við yfirstjórn, með Guðjón Einarsson að aðstoðarmanni. Flutt í Hátún 10 Um 1970 var þriggja hæða verksmiðjubygging, sem góð þótti í upphafi, orðin starfseminni fjöt- ur um fót. Það var því orðið brýnt að leita eftir stærra og hagkvæmara húsnæði fyrir starfs- emina. Á stjórnarfundi SÍBS árið 1978 kom fram sú hugmynd að leita yrði eftir samstarfi við Öryrkja bandalag Íslands og óskað leyfis til að vinnustofur fyrir öryrkja yrðu reistar á lóð bandalagsins við Hátún. Hugmyndinni var mjög vel tekið. Á 21. þingi SÍBS í septem- ber 1978 var stjórn sambandsins falið að láta reisa nýja verksmiðjubyggingu og semja við ÖBÍ um lóðina. Formlega var gengið frá samn- ingum milli SÍBS og ÖBÍ um staðsetningu fyrirhugaðrar verksmiðjubyggingar við Hátún 10 í aprílmánuði 1979. Hafist var handa við undirbúning byggingarinnar og hófust fram- kvæmdir í júní 1980. Árið 1981, á ári fatlaðra, varð byggingin fokheld, en í maí mánuði 1982 var hún fullgerð og tekin í notkun - 1200 fermetrar á einni hæð. Seinna komu fram hugmyndir um að byggt yrði ofan á húsnæði Múlalundar og farið var í undirbúning þess verkefnis. Ekkert varð af þeirri framkvæmd en teikningar liggja fyrir. Árið 1974 gerðist Steinar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri að Múlalundi og gegndi því starfi til 2002 þegar Helgi Kristófersson, núverandi framkvæmdastjóri Múlalundar tók við. Enda þótt hin nýju húsakynni í Hátúni væru bæði bót og aukning frá því sem verið hafði í Ármúla, kom brátt í ljós að þau full- nægðu ekki þörfinni. Stöðugt þurfti að bæta við nýjum vélum og þær þurftu mikið hús- rými. Því var tekið á leigu 350 fermetra hús- næði í Skeifunni 3 og var þar opnað eins konar útibú í ágúst 1988. Þangað fluttist þá tölvumöppu- og bréfabindaframleiðslan. Starfsmenn Fram að flutningi í Hátúnið voru starfsmenn Múlalundar um 45-50. Eftir flutninginn fjölg- aði þeim í 75-80 og fjölgaði síðan reglulega og urðu 115 þegar mest var – en að meðaltali voru starfsmenn um 90 allt fram undir árið 2000. Í dag eru engir fyrrverandi berklasjúklingar starfandi í Múlalundi, en í stað þeirra eru ein- staklingar með geðræn vandamál stærsti ein- staki hópurinn, þá hjarta- og æðasjúklingar og öryrkjar af völdum slysa. Heildarfjöldi starfs- manna Múlalundar er nú 45. Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn sem koma til vinnuþjálfunar á Múlalundi komi frá Vinnumiðlun höfuðborgar- svæðisins. Rekstrarvandi Árið 1988 var gerður þjónustusamningur við félagsmálaráðuneytið, um að ráðuneytið greiði fyrir 15 stöðugildi ákveðna fjárhæð til styrktar starfseminni. Nú eru stöðugildin 20. Sá styrkur nægir þó hvergi nærri til að starfsemin standi undir sér og hefur Múlalundur verið rekinn með nokkru tapi flest árin frá stofnun. Múlabær Þegar að því kom vorið 1982 að starfsemi Múla- lundar gæti flutt í ný og vegleg húsakynni við Hátún, losnaði í Ármúla 34 allmikið húsnæði,

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.