SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 16

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 16
16 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 83 13 05 /2 00 5 semi fyrir fatlaða er enn ekki til hér. Það eru almenn mannréttindi að íþróttir séu fyrir alla. Íþróttahreyfingin á Íslandi gæti unnið þjóð- nytjastarf með því að skipu- leggja íþróttir fatlaðra.“ Sama ár skrifar Oddur í árs- ritið Reykjalund, sem ætíð kom út í oktober á Berkl- avarnardeginum greinina Íþróttir fyrir fatlaða og lýkur henni með þessum orðum: „Íþróttir eru mikil- virkur liður í endurhæfingu fatlaðra. Tilgangur endur- hæfingar er að rækta einstaklinginn andlega og líkamlega. Að endurheimta það heilsufar og þá orku sem unnt er og líta fyrst og fremst á það sem eftir er af manninum, en einblína ekki á það sem tapast hefur. Liður í endurhæfingunni sem oft vill verða erfiður viðfangs er að endur- nýja hið félagslega viðhorf, koma á eðlilegum samskiptum við umhverfið og efla manngildi einstaklingsins. Þarna koma íþróttirnar til hjálp- ar. Þær skapa aukin kynni og félagsskap, hrífa hinn fatlaða burt frá einangruninni og von- leysinu, út í hið iðandi mannlíf, með spennu og ánægju íþróttaiðkananna. Aðrir þættir endurhæfingarinnar, svo sem lækn- ishjálpin, sjúkraþjálfunin, sjúkraleikfimin og vinnuþjálfunin fara ýmist á undan eða eru sam- fara íþróttaiðkununum. Augljóst er að íþrótta- iðkanir fatlaðra verður að framkvæma með gát. Fullkomið lækniseftirlilt er nauðsynlegt og einn- ig skyldi að jafnaði iðka íþróttir undir umsjá sjúkraþjálfara. Hér á landi er óplægður akur á sviði íþrótta fyrir fatlaða. Fjöldi einstaklinga bíður færis að mega njóta þeirrar heilsubótar, ánægju og örvunar sem íþróttaiðkanir veita.“ Það er ánægjulegt að vita til þess að Oddur hafi átt stóran þátt í íþróttastarfi fatlaðra sem sést á H e i l s u s p o r t i ð Frá Hafravatni. Róðraæfingar voru stundaðar á vatninu því að árið 1974 voru að frumkvæði ÍSÍ og með fulltingi Sjálfsbjargar og Öryrkjabanda lagsins stofnuð tvö fyrstu íþróttafélög fatlaðra á land- inu, fyrst Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík 30. maí og síðan Íþróttafélagið Akur á Akureyri 7. desember. Þessi félög eru nú á þriðja tug á land- inu. Rétt er að geta þess að Íþróttasamband fatl- aðra, sem er nánast ÍSÍ í smáum stíl, var stofnað 17. maí 1979 til að halda utan um hið vaxandi starf. Það er þó ekki á neinn hallað þótt segja megi að Sigurður Magnússon, fyrsti formaður ÍF (Íþrótta- sambands fatlaðra), sé guðfaðir íþrótta fatlaðra á Íslandi. Hann hóf störf hjá ÍSÍ árið 1971 til að vinna að verkefninu „Íþróttir fyrir alla“. Ári síðar fór hann á fund íþróttanefndar Evrópuráðsins í Strassbourg. Þar var meðal fyrirlesara fyrrnefnd- ur Sir Ludvig Guttman upphafsmaður íþrótta- hreyfingar fatlaðra í heiminum, sem ræddi um Íþróttir fatlaðra af eldmóði og mikilli þekkingu. Sigurður ræddi þar við hann og þáði boð til Englands á kostnað Sir Ludvig. Þar fræddist Sig- urður enn frekar um íþróttastarfið. Sigurður átti síðan mestan þátt í stofnun fyrrnefndra íþrótt- afélaga á vegum Íþrótta fyrir alla og stofnun Íþróttasambands fatlaðra fimm árum síðar. Þjálfun í sundlaug Hjólreiðar eru vinsælar. Hérna er hjólað á tveggja manna hjóli. Sá þriðji á myndinni er gangandi.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.