SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 28

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 28
28 Aukaþing SÍBS 4. nóv. 2005 Hinn 4. nóvember s.l. var haldið aukaþing SÍBS en til þess var boðað á síðasta reglulega sambandsþingi í fyrrahaust. Tillögum til laga- breytinga var vísað til aukaþingsins, þar sem ekki náðist samstaða um afgreiðslu þeirra á því þingi. Síðan þá hefur stjórn SÍBS skipað starfshóp til að vinna að hugmyndum um framtíðarskipulag samtakanna og hefur hópu- rinn starfað frá því í ágúst s.l. Ákveðið var í samráði við laga- og skipulagsnefnd að fresta umræðum um lagabreytingartillögur fram yfir aukaþingið. Þess í stað var á aukaþinginu fjallað almennt um skipulagsmál, vinnu ofan- greinds skipulagshóps og málefni Múlalundar. Vinnu að skipulagsmálum verður haldið áfram og mun sú vinna nýtast laga- og skipulagsne- fnd í störfum sínum að lagabreytingartillögum fyrir næsta reglulega sambandsþing samtak- anna sem haldið verður á næsta ári. Engar ályktanir voru gerðar um þessar hug- myndir enda þær enn í mótun. Meðal atriða sem komu fram í hugmyndum skipulagshópsins eru: • Æskilegt að allar SÍBS-deildir verði landsdeildir • Fella brott ákvæði um stoðdeildir SÍBS • Stjórn verði að mestu kosin skv. tilnefn- ingum frá aðildarfélögum. Formaður og varaformaður verði kosnir á sambands- þingi • Fastanefndum verði fækkað • Eftirlitshlutverk stjórnar verði eflt, m.a. með auknu eftirliti framkvæmdastjóra og skoðunarmanna reikninga SÍBS með ein- stökum þáttum í starfseminni • Stefnt að nánari samvinnu aðalstjórnar og fyrirtækja og stofnana í eigu SÍBS • Endurskoðuð þátttaka í rekstri Múlabæjar og Hlíðabæjar. Leit- að verði lausna á rekstrarvanda Múlalundar • Fjárhags- og rekstraráætlanir stofnana verði bornar undir aðalstjórn SÍBS • Reglugerð um Reykjalund verði endurskoðuð • Stjórnsýsla SÍBS verði sam- ræmd, m.a. með hliðsjón af framansögðu Framsögu fyrir þessum hug- myndum og skipulagsmálum SÍBS almennt höfðu Sigurður Rúnar Sigurjónsson, formaður stjórnar SÍBS, Sólveig Ólafsdóttir formaður skipulagshópsins og laga- og skipulagsnefndar og Birgir Þ. Kjartansson, formaður stjórnar Múlalundar, en hann gerði grein fyrir stöðu fyrirtækisins, sem hefur átt við rekstrarvanda að stríða. Þá voru lagðar fram þrjár tillögur frá stjórn SÍBS, um staðfestingu Vífilsstaðadeildar sem landsfélags, um málefni Múlalundar og um reykingavarnir, auk tillögu frá Reykjalundar- deild SÍBS um reykingabann á stofnunum SÍBS. Þessar tillögur eru hér annars staðar á síðunni. Umræður urðu um tillögur skipulagshópins ásamt öðrum tillögum sem lágu frammi og voru þær málefnalegar og góðar. Niðurstaða þingsins var að tillögurnar voru allar sam- þykktar og stjórn SÍBS ásamt laga- og skipu- lagsnefnd mun halda áfram vinnu sinni að skipulagsmálum fram til næsta reglulega sam- bandsþings. Sigurður R. Sigurjónsson, formaður stjórnar SÍBS, Björn Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar og Stefán Arngrímsson formaður stjórnar Reykjalundar. Birni var færð gjöf frá SÍBS í tilefni af nýliðnu sextugsafmæli hans Frumherjar SÍBS, Rannveig Löve og Hjörtur Gunnarsson Haraldur Finnsson stýrði þinginu röggsamlega F r á S Í B S

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.