SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 30

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 30
30 Að loknum þingstörfum var svo boðið til frum- sýningar myndar um starfsemi SÍBS sem hlotið hefur nafnið: Sigrar lífsins. Myndin er gerð af Jóni Þór Víglundssyni kvik- myndatökumanni en Sigmar B. Hauksson rit- stýrði handritsgerðinni. Luku þingfulltrúar miklu lofsorði á myndina, sem væntanlega verður sýnd í sjónvarpi um það leyti sem þetta blað kemur út og verður síðan dreift víða. Pétur Bjarnason Formaður skipulagshópsins, Sólveig Ólafsdóttir gerði grein fyrir hugmyndum hans Úr fundarsalnum Ritari var Sólveig Eiríksdóttir frá Eskifirði Austanmenn Aðalsteinn Valdimarsson og Birgir Þ. Kjartansson Kaffiveitingar voru í hlýlegum matsal Reykjalundar Tillaga um staðfestingu Vífilsstaðadeildar sem landsfélags Vífilsstaðadeild SÍBS var stofnuð 18. maí, 1994 sem landsfélag sjúklinga með svefnháðar öndun- artruflanir. Í lögum SÍBS gr. 2.1 er þessa sjúklingahóps sér- staklega getið. Stjórn SÍBS óskar staðfestingar aukaþings SÍBS haldið að Reykjalundi 4. nóvember 2005 á því að deildin hafi öðlast full réttindi sem landsfélag frá því lögum SÍBS var breytt á sambandsþingi 1994. Deildin hafi því sömu stöðu og önnur landsfélög tiltekinna sjúklingahópa innan SÍBS. Tillaga um málefni Múlalundar Aukaþing SÍBS haldið að Reykjalundi 4. nóvember 2005 samþykkir að heimila stjórn SÍBS í samráði við stjórn Múlalundar að grípa til aðgerða varð- andi rekstur Múlalundar sem taldar verða nauðs- ynlegar. Í því getur falist að breyta rekstrarformi eða selja reksturinn að hluta eða í heild. Tillaga um reykingavarnir Aukaþing SÍBS haldið að Reykjalundi 4. nóvember 2005 lýsir yfir stuðningi við áform ríkisstjórnar- innar um að takmarka enn frekar en verið hefur reykingar á veitinga- og kaffihúsum. Með því verða fleiri en áður aðnjótandi þess réttar sem á að vera sjálfsagður að hafa reyklaust andrúmsloft á vinnustað sínum. Sýnt hefur verið fram á að óbeinar reykingar valda heilsuskaða og dauðsföllum og því er aug- ljós ávinningur af þessum aðgerðum fyrir samfélag okkar. Tillaga um reykingabann á stofnunum SÍBS Fagna ber frumvarpi til laga um algjört reykinga- bann á veitinga- og kaffihúsum. Benda má á að nú þegar er í gildi bann við reykingum á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum. Í ljósi þessa leggur Reykj- alundardeild SÍBS til að aukaþing SÍBS haldið að Reykjalundi þann 4. nóvember 2005 samþykki að vísa því til framkvæmdastjórna stofnana SÍBS að þær hraði undirbúningi að því að algjört reykinga- bann verði tekið upp á öllum stofnunum SÍBS eigi síðar en árið 2006.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.