SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 12

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 12
12 N ý t t h a p p d r æ t t is á r Fimmtudaginn 12. janúar verður dregið í fyrsta flokki Happdrættis SÍBS. Eins og fyrr er margt góðra og glæsilegra vinninga í boði. Ákveðið var að hækka ekki verð miða að þessu sinni og verður það því óbreytt þetta árið, kr. 900.- hver miði. Óhjákvæmilega mun þó koma að því að við þurfum að hækka miðaverðið en það verður ekki að þessu sinni. Happdrætti SÍBS hefur jafnan haft þá stefnu að bjóða fjölbreytt úrval vinn- inga með upphæðum sem flesta munar um að fá í stað þess að vera með mjög háar upphæðir í stærstu vinningana. Þannig fá fleiri góða vinninga en ella og njóta þess. Lægstu vinningar nú verða kr. 10.000 í stað 5.000 króna á síðastaári. Við verðum með 10 einnar milljón króna vinninga í janúar en aðalvinningur- inn þá verður glæsilegur jepplingur frá Bernhard í Vatnagörðum af gerðinni Honda CRV, en þeir bílar hafa verið geysilega vinsælir hjá umboðinu. Annar slíkur verður svo í boði í maí og þá verða líka 10 hálfrar milljón króna vinningar. Honda CRV bílarnir verða leðurklædd- ir, með topplúgu og sjálfskiptir. Sannarlega skemmtilegir eðalvagnar. Þá verðum við með hinn vinsæla Honda Jazz smábíl, sem Nýtt happdrættisár er hafið hjá SÍBS Ú r v a l g l æ s i l e g r a v i n n i n g a s e m f y r r naut svo mikilla vinsælda hjá okkur í fyrra að við ákváðum að bjóða hann aftur sem vinn- inga í júní og júlí. Þetta er einn hinna „stóru“ smábíla sem haft er fyrir satt að séu mun stærri að innan en utan! Það verða fimm slíkir í júní- útdrættinum og aðrir fimm í júlí. Kjarvalsbókin er mikill dýrgripur og hún verð- ur í vinninga í janúar, febrúar, mars og apríl, það verða dregin út 600 eintök í hverjum mánuði. Þá er að nefna samn- ing sem gerður hefur verið við Pennann og verslanir á hans vegum vítt um landið um úttektarvinninga að upphæð kr. 10.000 hver. Þeir verða dregnir út á endatölur í mánuðun- um maí til desember. Sem sérstakur glaðningur verður nýr geisla- diskur með söng Reykjalundarkórsins dreg- inn út á endatölur í febrúar, mars og apríl og mun eflaust verða tekið með fögnuði, enda er hér á ferðinni sérstaklega ljúf og vel flutt tónlist. Reykjalundarkórinn hefur starfað frá árinu 1986 og verður því 20 ára á þessu ári. Hann hefur m.a. oft sungið á SÍBS þingum og var með tvenna útgáfutón- leika í desember s.l vegna geisladisksins. Við óskum miðaeigendum gleðilegs nýs happdrættisárs.

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.