SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 23

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 23
23 Verkþáttur 1.1. Fæðuofnæmi hjá íslenskum börnum Sigurveig Þ. Sigurðardóttir barnalæknir Þessi hluti verkefnisins rannsakar tíðni fæðuof- næmis hjá börnum frá fæðingu til 2,5 árs ald- urs, áhrif þess á lífsgæði og efnahag í þeim til- gangi að bæta greiningu og meðferð á fæðuof- næmi í Evrópu. Áreiðanlegar grunnupplýsingar um tíðni fæðuofnæmis má síðar nota til að meta hvort og þá hversu hratt þetta vandamál eykst. Við munum greina þá þætti sem hafa áhrif á myndun fæðuofnæmis og mynstur ofnæmis- sjúkdóma og breytileika milli svæða og þjóðfé- lagshópa í Evrópu. Rannsóknartilgáta ungbarnarannsóknarinnar er að umhverfisþættir (m.a. sýkingar, aðrir ofnæm- isvakar, aðrir ofnæmissjúkdómar), matarvenjur og erfðaþættir spili saman og verði til þess að einstaklingur myndi fæðuofnæmi. Þessi fjölþjóðlega framskyggna faraldsfræði- lega rannsókn verður gerð í átta löndum sem spanna helstu þjóðfélagslegu og veðurfarslegu svæði Evrópu. Rannsökuð verða allt að 12.000 börn fyrstu 30 mánuði lífs þeirra. Með ítarleg- um, stöðluðum spurningalistum er upplýsingum safnað um ýmsa þætti sem hugsanlega geta stuðlað að fæðuofnæmi eða verið afleiðingar þess. Börn með einkenni um fæðuofnæmi verða skoðuð og ofnæmisprófuð. Ef niðurstöður benda til fæðuofnæmis, verða gerð s.k. tvíblind áreitis- próf fyrir viðkomandi fæðu þ.e. ofnæmið verður sannað eða afsannað með því að gefa barninu viðkomandi fæðu í varfærnislegum skömmtum inni á spítala. Fyrir hvert barn sem grunað er um fæðuofnæmi verða fengin tvö jafngömul börn í viðmiðunarhóp sem munu svara sömu spurningalistum og fara í blóðprufu til mælinga á ofnæmismótefnum. Mjög fáar framskyggnar rannsóknir í Evrópu hafa litið á fæðuofnæmi frá fæðingu eins og þessi rannsókn gerir. Verkþátt- ur 1.1 fór af stað 1. október 2005 og eru þegar komnir tugir þátttakenda. Verkþáttur 1.2. Faraldsfræði fæðuofnæmis barna á skólaaldri og fullorðinna einstaklinga Michael Clausen, barnalæknir Verkþáttur 1.2 í EUROPREVALL rannsókninni er gerður á 10 stöðum í Evrópu. Þar er verið að kanna algengi á fæðuofnæmi hjá skólabörnum á aldrinum 7-10 ára og fullorðnum. Einnig á að kanna hverjir eru helstu ofnæmisvaldarnir. Spurningalistum verður dreift meðal um 3000 skólabarna á aldrinum 7-10 ára. Ætlast er til að foreldrar svari listunum með börnum sínum. Þar verður spurt spurninga er varða fæðuof- næmi og ofnæmissjúkdóma. Á sama hátt verða 3000 fullorðnum sendir spurningalistar um sama efni. Þeir sem gefa upp að þeim verði staðfast- lega illt af ákveðinni fæðu er boðið til frekari rannsókna og svara einnig ítarlegri spurninga- lista. Jafnmörgum sem segjast geta borðað allan mat án vandræða verður einnig boðið til frek- ari rannsókna sem viðmiðunarhópi. Þá verður mælt hjá þeim öllum sértæk IgE mótefni gegn fæðu í blóði. Þeir sem reynast vera með mót- efni gegn ákveðinni fæðu og jákvæða sögu um fæðuofnæmi er boðið að taka þá í tvíblindu fæðuáreitisprófi fyrir þessari fæðutegund. Því hægt er að vera með jákvæða svörun gegn fæðu- mótefnum í blóði en samt geta borðað fæðuna. Ekki verður gert tvíblint fæðuáreitispróf hjá þeim sem hafa fengið lífshættuleg einkenni af völdum fæðuofnæmis en þeir geta samt verið með í rannsókninni. Í tvíblindu fæðuáreitisprófi er þeim sem prófa á gefin máltíð í tvennu lagi, þar sem önnur inniheldur þá fæðu sem þeir eru taldir hafa ofnæmi gegn, en hin ekki. Einungis þriðji aðili þ.e. hvorki læknir né sjúklingur veit hvor máltíðin inniheldur meintan fæðuofnæmi- svald. Byrjað er með örlitla skammta en þeir síðan auknir á 20 mín fresti þar til að einhver einkenni koma fram eða að fram kemur að við- komandi þolir fæðuna. Fæðuáreitisprófið er gert inni á spítala. Þá verður einnig kannað hvernig skólarnir eru viðbúnir að takast á við fæðuof- næmi hjá nemendum. Verkþáttar 1.3. Fæðuofnæmi hjá einstaklingum vegna gruns um slíkt Davíð Gíslason ofnæmislæknir Þessi verkþáttur er framkvæmdur á 12 stöð- um í Evrópu. Tilgangur er að skilgreina hvaða fæða hefur mesta þýðingu sem ofnæmisvaldur í Evrópu, að kanna samband milli loftborinna ofnæmisvaka (frjókorna, rykmaura) og fæðuof- næmis og reyna að finna með hvaða hætti fæðu- ofnæmi á upptök sín. Rannsóknin mun leggja grunn að upplýsingabanka um fæðuofnæmi í Evrópu og leggja til mikilvægan efnivið í ser- misbanka sjúklinga með vel skilgreint fæðuof- næmi. Verkáætlun: Í rannsóknina eru valdir einstakl- ingar sem leita til sérfræðings í ofnæmissjúk- dómum vegna fæðuofnæmis. Þessum einstak- lingum verður boðin þátttaka í eftirtöldum rannsóknum: 1. Að svara spurningalista um einkenni sín. 2. Að fara í ofnæmispróf með 10-42 ofnæmisv- ökum, þar af allt að 25 fæðutegundum. Fjöldi ofnæmisvaka í prófunum fer þó eftir aldri þátttakenda. 3. Að gefa blóð til ofnæmisrannsókna. 4. Að fara í tvíblind fæðuáreitispróf til að fá eins örugga greiningu á fæðuofnæmi og kostur er. Gert er ráð fyrir um 100 einstaklingum í þessari rannsókn hér á landi. Sérstök áhersla verður lögð á að rannsaka fólk með einkenni fyrir

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.