SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 14

SÍBS blaðið - 01.01.2006, Blaðsíða 14
14 Íþróttir fatlaðra eiga sér nú orðið nokkuð langa sögu, en Hippokrates, faðir læknis- fræðinnar, mælti m.a. með íþróttum til þjálfunar fyrir fatlaða einstaklinga. Síðan hefur frést af íþróttaiðkun fatlaðra af og til án þess að hún hafi náð mikilli útbreiðslu. Á síðustu öld fer hins vegar að nást árangur, sem sést m.a. á því að 1922 var stofnað akstursíþróttafélag fyrir lamaða íþróttamenn í Englandi og árið1936 var stofnað íþróttafélag fyrir einhenta golfara í Skotlandi. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir seinni heims- styrjöldina að skriður komst á málin. Þeir sem lifðu af voru gríðarlega margir lamað- ir, blindir, handa- eða fótalausir eða fatlaðir á annan hátt. Mikil þörf var á endurhæfingu. Sir Ludvig Guttman, enskur taugaskurðlæknir sem fékk óhemjumarga mænuskaðasjúklinga til með- ferðar, sá þörfina og hóf endurhæfingu með íþróttum. Hann hvatti mennina til að taka þátt í alls kyns íþróttum (helst sínum gömlu íþróttum) og aðlagaði reglurnar og aðstæður fyrir þá. Árið 1952 lét hann byggja leikvöll við sjúkrahús sitt til þjálfunar fyrir fatlaða og stóð að landsmót- um í íþróttum þeirra kenndum við sjúkrahúsið: Stoke Mandeville Games. Þau þróuðust síðan smám saman í Ólympíuleika fatlaðra, sem nú heita Ólympíumót (Paralympics). Þessi aðferð endurhæfingar breiddist út um heiminn og ýmsar endurhæfingarstofnanir fóru að notfæra sér íþróttir til þjálfunar, ekki síst sem undirbúning að viðhaldsþjálfun. Undirritaður kynntist þessu starfi á Sunnaas sjúkrahúsinu í Noregi 1974 og síðar á Beitostølen Helsesports- senter, sem eingöngu notaðist við íþróttir í sinni endurhæfingu. Haukur Þórðarson, yfirlæknir á Reykjalundi, kom þangað í heimsókn ásamt Birni Ástmundssyni 1979 og féllu þeir strax fyrir hugmyndinni um heilsusport á Reykjalundi, enda voru þeir ekki ókunnugir slíku með öllu því á Reykjalundi hafði verið stunduð hesta- mennska fyrir vistmenn á sumrin frá 1973. Varð úr að ég fengi að koma á heilsusportsstarfsemi þegar ég hæfi starf á Reykjalundi þá um haustið. Heilsusport er víðast hvar á vegum stofnana og ýmissa félaga, svo sem öldunga- eða sjúklinga- félaga, en íþróttir fatlaðra eru á vegum íþrótta- félaga sem eru flest aðilar að íþróttasamböndum fatlaðra í viðkomandi löndum. Heilsuþjálfun skal það heita sagði Björn Ást- mundsson þegar starfsemin hófst formlega 1. desember 1979 með ráðningu þeirra Lilju Hall- grímsdóttur og Loga Ólafssonar og voru þau kölluð heilsuþjálfar. Fyrstu mánuðina og árin tók mjög margt starfsfólk þátt í starfseminni og aðstoðaði heilsuþjálfana á margan hátt. Boðað var til blaðamannafundar í janúarbyrjun 1980 vegna nýs happdrættisárs og í Morgun- blaðinu 6. janúar er m.a. haft eftir undirrituðum: „Íþróttaþjálfunin hófst að nokkru á Reykjalundi í haust. Hefur hún gefist mjög vel og hingað til hefur verið stundaður borðtennis, sitjandi blak, hópleikfimi og diskódans en einnig skokk og skíðaganga. Ráðnir hafa verið tveir starfskraftar í eina stöðu til að sjá um þessa starfsemi auk þess sem þeir munu starfa við ýmsa félagsstarf- semi á staðnum. Ætlunin er að fjölga þessum greinum og verða teknar upp greinar s.s. körfu- bolti, bogfimi, sund, en einnig íssleðaakstur og snjóþotuakstur með skíðastöfum, dans í hjóla- stólum, lyftingar og fleira. Sagði Magnús að vænta mætti þess að hægt yrði að taka á móti hjarta-, astma- og sykursýkisjúklingum að ógleymdu fötluðu fólki til nokkurra vikna þjálf- unar, þar sem stór hluti þjálfunar yrði í formi íþrótta. Magnús sagði í lokin að hann teldi mikilvægt að efla íþróttaþjálfun því með henni væri hægt að samræma á lifandi hátt líkamlega, andlega og félagslega endurhæfingu sjúkra og fatlaðra.“ Eins og sést á ofanrituðu þurfti að útvega ýmis áhöld til starfsins, m.a. sérútbúna hjólastóla, skíði, snjóþotur og sleða, kanúa og kajaka. Sér- búin bryggja var smíðuð við Hafravatn. Þá var fenginn rampi til að aka hjólastólum upp á pall við hlið hesta til að auðvelda fólki að komast á bak. Varmárlaug var leigð eftir vinnu á daginn og notuð allt að fjóra daga í viku til þolþjálfunar, en sundkennsla var í innilauginni H e i l s u s p o r t i ð Magnús B. Einarson: Heilsusport að Reykjalundi í rúman aldarfjórðung Magnús B. Einarson Hestamennska hefur lengi verið hluti af endurhæfingu á Reykjalundi

x

SÍBS blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.