Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 2
Stjórnendur Domino’s bökuðu ekki mikil vandræði Starfsfólk Domino’s í Hafnarfirði fékk frí í gær þegar stjórnendur fyrirtækisins tóku við störfum þeirra. Stjórnendurnir bökuðu ekki nein sérstök vandræði því þeir voru búnir að fá alla þá þjálfun sem þarf til að ráða við að baka ilmandi pitsu og skila henni til hungraðs viðskiptavinar. Starfs- fólkið í Hafnarfirði varð hlutskarpast í keppni innan fyrirtækisins og fékk því að launum frí heila kvöldstund. Fréttablaðið/Eyþór Veður Austanstrekkingur allra syðst í dag en annars hægari. Smáskúrir við austur- og suðausturströndina en él inn til landsins en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. sjá síðu 18 Sólarferðir frá kr. 49.850 m/afslætti* Borgarferðir frá kr. 59.995 m/morgunmat B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . VIÐ EIGUM 25 ÁRA AFMÆLI Fjöldi afmælistilboða næstu daga orkumál Nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra, með áherslu á nýtingu heita vatnsins sem nú renn­ ur frá Vaðlaheiðargöngum, er tilefni sérstakrar hugmyndasamkeppni á vegum Eims, Íslenskra verðbréfa og Vaðlaheiðarganga ehf. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem er samstarfsverkefni um nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum í fjórðungnum, segir tilefnið kannski vera vatnið sem mikið hefur verið fjallað um og streymir frá Vaðlaheiðargöngunum, en kannski ekki síður þá staðreynd að lághitavatn er víða að finna á norðaustanverðu landinu, og nefnir hún Öxarfjörð sérstaklega í því sam­ hengi. „Okkar hlutverk hjá Eimi er að finna nýjar leiðir til að nýta orku­ auðlindirnar okkar – nýta þær betur. Það má segja að mikið af lágvarma sé að fara til spillis og þess vegna ákváðum við að boða til þess­ arar samkeppni og sjá hvort það eru ekki snilldarhugmyndir þarna úti,“ segir Albertína og bætir við að mjög mikið af lághitavatni finnist víða á Íslandi. Strax kemur upp í hugann að nýta vatnið til að koma upp bað­ stað fyrir þá fjölmörgu ferðamenn Vilja fá hugmyndir um nýtingu lághitavatns það skortir ekki vatn í Vaðlaheiðargöngunum. Fréttablaðið/auðunn Hitastig og magn stöðugt l Bormenn verktaka Vaðlaheiðar- ganga komu í febrúar 2014 inn á vatnsæð í göngunum sem er um 46 gráðu heit. l Nú hefur komið í ljós að hitastig og vatnsmagn virðist nokkuð stöðugt og ljóst að þarna er um töluverða auðlind að ræða. l Eitt af markmiðum Eims er að stuðla að aukinni sjálfbærni samfélaga á Norðurlandi eystra með bættri nýtingu. l Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um mögulega nýt- ingu á vatninu í Vaðlaheiðinni en aðstandendur hugmynda- samkeppninnar vilja með henni leggja sitt af mörkum til að auka líkurnar á að vatnið verði nýtt. umhverfismál „Það var niðurstaða fundarins að íbúum á svæðinu stafi ekki bráð hætta af losun frá verk­ smiðju United Silicon. Það er hins vegar mikilvægt að það verði dregið úr þessari losun arsens og Umhverfis­ stofnun mun fylgja því eftir,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Sigrún var boðuð á fund Nefndar um sóttvarnir í gær vegna upplýsinga um að eiturefnið arsen hefði mælst tuttugufalt yfir því sem gert er ráð yfir í umhverfismati verksmiðjunnar í Helguvík. Sveitarstjórnarmenn í Reykja­ nesbæ hafa farið fram á að verk­ smiðjunni verði lokað þangað til lokið er úrbótum til að uppræta mengunina. Aðspurð um hvort lokun verk­ smiðju United Silicon, til lengri eða skemmri tíma, komi til greina segir Sigrún að fyrirtækið vinni að umbót­ um þessa dagana og verkfræðileg úttekt stofnunarinnar standi fyrir dyrum. „Það var niðurstaðan að halda þessu í þeim farvegi sem það er í. Það þarf að hafa það í huga að til að greina allt sem við þurfum að vita þarf verksmiðjan að vera í gangi, t.d. lyktaráhrifin. Þetta er því ekki alveg svo einfalt en það eru þegar talsverð­ ar takmarkanir í dag,“ segir Sigrún og vísar til þess að aðeins annar ofninn sem leyfi er fyrir er nýttur. United Silicon sendi frá sér til­ kynningu í gær þar sem segir að rangfærslur séu í umfjöllun um arsen frá verksmiðjunni. – shá Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun Kvartanir frá íbúum vegna mengunar frá verksmiðjunni skipta hundruðum síðustu misserin. Fréttablaðið/VilhElm Lághitavatn finnst um allt land en er ekki nýtt sem skyldi. Vatnið frá Vaðlaheiðargöngum varð kveikja hugmynda- samkeppni. Baðstaður, fiskeldi og ylrækt blasir við sem dæmi um nýt- ingarmöguleika. sem hingað streyma enda óþarft að segja sérstaklega frá því hversu vinsælir slíkir staðir eru nú þegar. Önnur hugmynd sem er nærtæk er að nýta vatnið til landeldis á fiski, segir Albertína og þegar hafa slíkar hugmyndir verið nefndar í hennar eyru. „Ylrækt er líka þekkt dæmi. Við höfum spennandi dæmi eins og wasabi­ræktun á Egilsstöðum sem dæmi um ræktun á verðmætari afurð en við höfum séð áður og ný verkefni í þeim anda vonumst við eftir að sjá,“ segir hún og bætir við að Vaðlaheiðargöngin séu svo bara eitt gott dæmi um ónýtta auðlind. „Möguleikarnir sem þessari auðlind tengjast eru vísast endalausir,“ segir Albertína. Samkeppnin verður kynnt sér­ staklega á blaðamannafundi í dag, en þeir sem standa að Eimi eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orku­ veita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þing­ eyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferða­ klasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæð­ inu. Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt því til hundrað milljónir króna. svavar@frettabladid.is samfélag Íslenskrar konu, Hala Mohamed Zaki Ibrahim, hefur verið saknað í tæpt ár. Lýst hefur verið eftir henni á vef Interpol í nokk­ urn tíma án þess að nokkuð hafi til hennar spurst. Hala er upphaflega frá Egyptalandi en hefur búið lengi á Íslandi. Hún starfaði sem kennari á leikskóla áður en hún týndist. Í svari Interpol við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að lögreglu­ yfirvöld á Íslandi verði að veita upp­ lýsingar um stöðu málsins. Embætti ríkislögreglustjóra vísar á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu (LRH), sem segir að ekki sé uppi grunur um saknæma háttsemi og að lýst hafi verið eftir Hala að beiðni fjölskyldu hennar. Málið sé úr höndum LRH þar sem talið er að Hala sé stödd í Egyptalandi. Ættingjar konunnar vilja ekki tjá sig um málið að beiðni lögreglu. – jóe Dularfullt hvarf íslenskrar konu 2 8 . m a r s 2 0 1 7 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 8 -0 3 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 B -B 2 9 C 1 C 8 B -B 1 6 0 1 C 8 B -B 0 2 4 1 C 8 B -A E E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.