Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 16
Sálfræðingafélag Íslands stendur fyrir opnum fræðslufyrirlestri í kvöld kl. 20.30-22 á Hilton Reykjavík Nordica undir heitinu Hvað er með þetta þunglyndi? Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni Sálfræðiþings, sem hefst á morgun, og Alþjóða heilbrigðisdagsins. Þar munu sálfræðingarnir Guðríður Þóra Gísladóttir og Helgi Héðinsson fjalla um helstu einkenni þung- lyndis hjá börnum og fullorðnum og kynna árangursríkar leiðir til að ná tökum á því. Einnig gefa þau hagnýt ráð sem geta dregið úr þung- lyndi og bætt líðan og leiðbeina um hvert hægt er að leita þegar frekari aðstoðar er þörf. Í fyrirlestri sínum á morgun ætlar Guðríður Þóra Gísladóttir að fjalla um þunglyndi hjá börnum og unglingum. „Ég mun fjalla um helstu einkenni eftir þroska og aldri, áhættuþætti, hvenær einkenni eru þess eðlis að þörf er á því að leita aðstoðar og þá hvernig aðstand- endur geti brugðist við, bæði hvað þeir geta gert sjálfir og hvert er hægt að leita eftir aðstoð.“ Fræðsla skiptir máli Aðspurð um árangursríkar leiðir til að ná tökum á þunglyndi barna segir hún minna hægt að vinna beint með hugræna þáttinn, áherslan verði alltaf meiri á atferlisþáttinn. „Eftir því sem barnið eldist er hægt að vinna meira með hugræna þáttinn og þá er helst mælt með hugrænni atferlismeðferð. Oft þarf einnig lyf með en þó alltaf í samráði við lækni. Sem forvörn er mikilvægt að skapa umhverfi þar sem barnið og unglingurinn finnur að hann getur tjáð sig og það sé traust í samskipt- um. Einnig er mikilvægt að aðstoða barnið, og ekki síður unglinginn, við að halda góðri rútínu í kringum svefn og mataræði og að það sé virkt í íþróttum og tómstundum. Viðvörunarbjöllur ættu að klingja t.d. ef unglingurinn missir skyndi- lega áhuga á öllum tómstundum, einangrar sig, sefur illa o.s.frv. Þá er mikilvægt að grípa inn í.“ Helgi Héðinsson mun hins vegar fjalla um helstu einkenni þung- lyndis hjá fullorðnum og segist ætla að leggja mesta áherslu á hagnýt ráð í baráttunni við þunglyndi. Hann segir ýmsar árangursríkar leiðir fyrir fullorðna til að ná tökum á þung- lyndi. „Fyrsta skrefið er að afla sér fræðslu um þunglyndi. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta kosti þar sem sú meðferð hefur sýnt mestan árangur í rann- sóknum. Á almennari nótum þá er mikilvægt að fólk sem líður illa opni á líðan sína fyrir einhverjum sem það treystir, hvort sem það er aðstandandi eða fagaðili. Svo þarf að byrja að fikra sig í þá átt að rjúfa vítahring þunglyndis.“ Aukinn áhugi Hrund Þrándardóttir, formaður stjórnar Sálfræðingafélags Íslands, er fundarstjóri. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir fræðslu- fyrirlestri í tengslum við árlegt Sálfræðiþing sem nú er verið að halda í níunda sinn. „Ástæða þess að ákveðið var að bjóða upp á svona viðburði tengda þinginu er mjög vaxandi áhugi almennings á sál- fræði og geðheilbrigðismálum sem eru ekki lengur sama tabú og áður fyrr. Félagið vill stuðla að enn meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu og gefa fólki kost á að njóta góðrar fræðslu fagfólks. Aðgengi fólks að viðeigandi meðferð við mörgum geðsjúkdómum, vegna takmarkaðs aðgengis að sálfræðiþjónustu, er því miður ekki nógu gott þó það fari heldur batnandi. Aukin umræða getur verið liður í að bæta úr því og oft er það að tala um hlutina eða fá fræðslu um þá, fyrsta skrefið varðandi það að leita sér hjálpar.“ Fyrirlesturinn er á morgun, miðvikudag, á Hilton Reykjavík Nor- dica og stendur yfir frá kl. 20.30-22. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Félagið vill stuðla að enn meiri umræðu um þessi mál í samfélaginu og gefa fólki kost á að njóta góðrar fræðslu fagfólks. Hrund Þrándardóttir Á hverjum degi notar fólk alls konar húðvörur til að hreinsa og mýkja húðina. Margar þeirra innihalda bæði ilmefni og önnur óæskileg aukefni og úr verður kokteill af aukefnum sem eykur líkurnar á snertiofnæmi. Margar snyrtivörur eru merktar sem náttúrulegar eða lífrænar en það er ekki trygging fyrir því að þær innihaldi ekki ofnæmis- valdandi efni. Fái fólk ofnæmi fyrir ilmefnum losnar það aldrei við það aftur en þess má geta að Íslendingum með ofnæmi fer sífellt fjölgandi. Neutral andlitslínan býður upp á ilmefna- og aukefnalausan val- kost. Hún er algerlega án ilmefna, litarefna og parabena en jafnframt gæðavörur sem gera mikið fyrir húðina. Allar vörur frá Neutral bera merki dönsku astma- og ofnæmis- samtakanna sem er trygging fyrir því að efnafræðingar hafa metið innihald varanna gaumgæfilega og gengið úr skugga um að þær séu á engan hátt skaðlegar húðinni. Fólk þarf því ekki að þekkja innihalds- efnin og hafa áhyggjur af skað- Neutral - heilbrigði og fegurð án aukefna Með andlitslínunni frá Neutral er með góðri samvisku hægt að hugsa vel um húðina því í henni eru engin ilm- og litarefni, paraben eða alkóhól. Andlitslínan frá Neutral Með andlitslínunni frá Neutral getur þú með góðri samvisku hugsað vel um húðina því að í henni eru engin ilm- og litarefni, paraben eða alkóhól. Ofnæmiskrans dönsku astma- og ofnæmis- samtakanna og Svansmerkið eru trygging þín fyrir því að varan innihaldi engin efni sem eru skaðleg fyrir þig eða umhverfið. legum efnum í húðvörunum – það er búið að kanna það. l Face Cream er milt rakakrem fyrir allar húðtýpur, smýgur auðveld- lega inn í húðina og gerir hana mjúka og teygjanlega. Inniheldur E-vítamín og glýserín sem vernda húðina og vinna á móti húðert- ingu. Kremið er með handhægri pumpu sem auðveldar skömmt- un og hindrar að óhreinindi komist í kremið við notkun. l Face Wash er mild og rakagefandi hreinsifroða sem hreinsar burt krem, farða og óhreinindi án þess að þurrka húðina. Flaskan er með handhægum froðuskammtara sem auðveldar notkun. l Skin Tonic er rakagefandi andlits- vatn án alkóhóls. Fjarlægir leifar af hreinsivörum, lokar húðhol- unum og frískar upp húðina án þess að skapa strekkta tilfinningu í henni. Inniheldur Allantoin og Panthenol B5 pro-vítamín sem vernda húðina. Flaskan er með sniðugum pumpubúnaði sem auðveldar notkun. l Makeup Removal Wipes eru mildir hreinsiklútar sem fjarlægja farða og vatnsheldan maskara ásamt því að viðhalda raka í húðinni. Pakkningin er með loki sem hindrar að klútarnir þorni upp. Engin ilm- og litarefni, parapen eða alkóhól eru í Neutral vörunum. Helgi Héðinsson sálfræðingur heldur erindi á morgun. Mikilvægt að opna á líðan sína Boðið verður upp á fræðslufyrirlestur á morgun á vegum Sálfræðingafélags Íslands. Tveir sálfræðingar munu fjalla um helstu einkenni þunglyndis hjá börnum og fullorðnum og kynna ár- angursríkar leiðir til að ná tökum á því. w „Viðvörunar- bjöllur ættu að klingja t.d. ef unglingurinn missir skyndi- lega áhuga á öllum tóm- stundum, einangrar sig, sefur illa,“ segir Guðríður Þóra Gísladóttir sál- fræðingur, annar fyrirlesara á opnum fræðslu- fyrirlestri á morgun. MYND/VILHELM 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . M A R S 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 8 -0 3 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 B -E 3 F C 1 C 8 B -E 2 C 0 1 C 8 B -E 1 8 4 1 C 8 B -E 0 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.