Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 18
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Við vorum undir tímapressu þar sem við höfðum skipulagt húsaskipti í júní. Það varð líklega til þess að við kláruðum fyrr en annars. Ágúst Guðmundsson Opið virka daga frá 9 til 18 laugardaga 11 til 15 Ármúla 31 - Sími 588 7332 Baðinnréttingar i-t.is Ágúst og Ólöf Elísabet keyptu gamalt bárujárnshús við Sogaveg árið 2002 og hafa endurbætt það að stórum hluta. „Við höfum grafið í kringum húsið og drenað, við dýpkuðum gólfið í kjallaranum og innréttuðum hann frá a til ö. Þá klæddum við húsið að utan og bættum við nokkrum gluggum,“ segir Ágúst sem er rafvirki að mennt og greinilega handlaginn mjög enda hafa þau hjónin staðið sjálf í flestum framkvæmdunum. „Við smíðuðum líka nýjan stiga alveg úr kjallara og upp í ris,“ segir Ágúst en við það varð fyrirkomu- lagið í risinu fremur óhentugt þann- ig að ganga þurfti inn í eitt herbergi til að komast yfir í næsta rými. Fyrir tveimur árum ákváðu þau því að taka risið í gegn. Fyrsta verkefnið, fyrir utan að flytja allt dótið úr risinu, var að eiga við asbest sem þau vissu að leyndist í loft- og veggplötum. Slík er nokkuð mikið verk en sækja þarf um leyfi til að hreyfa við asbesti og asbest- sérfræðing þarf til að sjá um verkið. „Við plöstuðum leiðina út, síðan þurfti að pakka öllu asbesti inn í plast og aka með það í förgun.“ Þegar búið var að rífa allt inn að grind var næsta verkefni að styrkja gólfið sem dúaði eftir að teknar voru burt súðageymslur. Síðan var loftið milli riss og aðalhæðarinnar einangrað áður en loftið var ein- angrað og þiljað og nýir milliveggir settir upp. „Við endurhönnuðum allt skipulagið. Það sem áður voru tvö lítil herbergi og eitt stórt leikrými er núna tvö stór herbergi,“ segir Ágúst en dætur hjónanna ráða nú ríkjum í risinu og eru afar ánægðar með nýju herbergin sín. Verkið tók ekki langan tíma miðað við að þau gerðu allt sjálf eftir Allt var rifið úr risinu, alveg inn að grind. Þó nokkur vinna var að fjar- lægja asbest sem veggir og loft voru klædd með . Húsið við Sogaveg er afskaplega laglegt enda vel við haldið af þeim hjónum. Ólöf Elísabet og Ágúst hafa unnið flestar endurbætur sjálf. Hér eru þau í stig- anum sem þau smíðuðu á milli hæða. Tíkin Konny fylgist með. Mynd/GVA vinnu. Hafist var handa í byrjun febrúar og verkinu lokið í byrjun júní. „Við vorum undir tímapressu þar sem við höfðum skipulagt húsa- skipti í júní. Það varð líklega til þess að við kláruðum fyrr en annars,“ segir Ágúst sem fannst mjög kær- komið að komast í frí eftir afar erfiða törn enda fóru öll kvöld og helgar í endurbæturnar. Hann segir ýmis verkefni bíða enn, en líklega gætu þau þó tafist enn um sinn enda huga þau hjónin nú að því að byggja sér sumarbústað. „Þetta er því algert langtímaverk- efni,“ segir hann kíminn. Ágúst lagði nótt við dag við að klára risið enda stóðu fyrir dyrum húsa- skipti við fólk í útlöndum. 2 KynnInGARBLAÐ 2 8 . m a r S 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U dAG U R 2 8 -0 3 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 B -D F 0 C 1 C 8 B -D D D 0 1 C 8 B -D C 9 4 1 C 8 B -D B 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.