Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Í dag verður síðari umræða á Alþingi um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar sem er mikilvægasta þingskjal kjör-tímabilsins. Í henni felst skuldbinding um hvernig haga eigi skatta- og útgjaldastefnu stjórnvalda allt kjörtímabilið. Stjórnvöld þurfa að fylgja henni eftir og ströng skilyrði eru fyrir endurskoðun hennar. Aðeins má endurskoða fjár- málastefnuna ef grundvallarforsendur hennar bresta vegna efnahagsáfalla, þjóðarvár eða annarra aðstæðna, sem óger- legt er að bregðast við með tiltækum úrræðum. Ef ekkert svo stórkostlegt gerist þá eiga stjórnvöld að grípa til aðgerða sem leiða til þess að markmiðum fjármála- stefnunnar verði náð hvort sem er á tekjuhlið, gjaldahlið eða með niðurgreiðslu skulda. Þess vegna er mikið áhyggju- efni að í stefnunni sé ekki skapað svigrúm fyrir aukin útgjöld ef forsendur hagspárinnar breytast á tímabilinu og að ekki sé horft til þess að auka tekjuöflun frá efnaðasta fólki landsins og þeim fyrirtækjum sem nýta sameiginlegar auðlindir okkar í sjávarútvegi, orkuframleiðslu, stóriðju og ferðaþjónustu. Útgjaldareglan sem ríkisstjórnin setur verður til þess að ekki verður mögulegt að afla tekna til að rétta af stöðuna ef hagstæðar spár ganga ekki eftir, heldur verður að ráðast í niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fjármálaráð á samkvæmt lögum að leggja mat á fjár- málastefnuna. Hvorki ríkisstjórnin né meirihluti fjárlaga- nefndar bregst við skýrum athugasemdum fjármálaráðs. Athugasemdirnar lúta m.a. að því að marka þurfi ferða- þjónustunni skýrari ramma og að afla þurfi frekari tekna frá hinum sívaxandi ferðamannafjölda. Fjármálaráðið gerir alvarlegar athugasemdir við að áætlunin tekur ekki mið af hagsveifluleiðréttingu. Væri það gert ætti áætlaður afgangur af opinberum fjármálum að vera meiri en stefnan segir til um. Af umsögn fjármálaráðs má ráða að afla þurfi aukinna tekna svo að velferðarkerfið verði ekki fórnar- lamb niðurskurðar ef aðstæður breytast í hagkerfinu og að stjórnvöld geti lent í spennitreyju fjármálastefnunnar. Fara á gamalkunna leið í ríkisfjármálum sem hægri- stjórnir hafa farið með íslenskt samfélag aftur og aftur. Niðurstaðan verður sú að ekki verður ráðist í aðkallandi úrbætur á samgöngukerfinu eða í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Það er óásættanlegt og ekki í samræmi við kosningaloforð. Fjármálastefna til 5 ára Oddný G. Harðardóttir formaður þing- flokks Samfylk- ingarinnar Útgjalda­ reglan sem ríkisstjórnin setur verður til þess að ekki verður mögulegt að afla tekna til að rétta af stöðuna ef hagstæðar spár ganga ekki eftir. 569 6900 www.ils.is Málþing um hagkvæmar íbúðir Leitast verður við að svara því hvernig byggja má sem flestar íbúðir, með þeim ármunum sem ríkið leggur til í stofnframlög. Staður: Íbúðalánasjóður, Borgartúni 21. Stund: Fimmtudaginn, 30. mars, kl. 13–16. Skráning á ils.is. Íþessari viku mun fjármála- og efnahagsráðherra birta sérstaka áætlun í ríkisfjármálum sem tekur mið af áður birtri ríkisfjármálastefnu. Ríkis-stjórnin ætti að setja sér metnaðarfyllri markmið og skila meiri afgangi af ríkissjóði.Samkvæmt tillögu til þingsályktunar um fjár- málastefnu ríkisins fyrir árin 2017-2022 er gert ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði 1,0-1,6 prósent af vergri landsframleiðslu á tímabilinu. Á þessum vettvangi hafa áður verið færð rök fyrir því að ríkisfjármálastefnan endurspegli ekki nægilega mikinn metnað. Fjármálastefnan er byggð á þjóðhagsspá Hagstofunnar sem gerir ráð fyrir miklum hagvexti allt tímabilið. Lítið má út af bregða til að ríkissjóður verði aftur rekinn með halla á tímabilinu eins og fram kemur í umsögn Samtaka atvinnulífsins um tillöguna. Ef hag- vaxtarforsendur breytast til hins verra mun þurfa að grípa til aðgerða til að mæta tekjutapi. Tekjur ríkisins eru miklar og skattar háir og því hefur verið gott svigrúm til að skila miklum afgangi og greiða niður skuldir sem söfnuðust upp árin eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Kerfisbundið hefur verið unnið að því að greiða niður skuldir og lækka vaxtabyrði ríkissjóðs. Hins vegar hefur þetta gengið mun hægar en aðstæður buðu upp á af því að auknum tekjum hefur oft verið varið í aukin útgjöld. Hvar stendur Ísland í samanburði við hinar Norður- landaþjóðirnar í ríkisfjármálum? Gert var ráð fyrir halla á rekstri danska ríkisins á síðasta ári sem nam 4,6 pró- sentum af vergri landsframleiðslu og 0,8 prósenta halla í Svíþjóð. Afgangurinn var hins vegar áætlaður 5,8 prósent af vergri landsframleiðslu í Noregi. Ísland kemur ágæt- lega út úr þessum samanburði. Hvað með önnur ríki? Þýskaland er langöflugasta ríki Evrópusambandsins. Þýska ríkið skilaði á síðasta ári mesta tekjuafgangi frá því að Berlínarmúlinn féll 1989. Afgangurinn nam 23,7 milljörðum evra eða sem nemur 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu Sambandslýð- veldisins Þýskalands. Setja þarf tölfræði um ríkisfjármál í samhengi við stöðu efnahagsmála í þessum ríkjum. Ekkert þeirra ríkja sem nefnd eru hér að framan státar af sambærilegum hagvexti og hefur verið á Íslandi á síðustu árum og hvergi í Evrópu hefur verið jafn hraður uppgangur í efnahags- lífinu og hér á landi ef marka má hagtölur ríkja í álfunni. Rekstur ríkissjóðs þarf að nálgast eins og hvert annað heimilisbókhald. Það þarf að forgangsraða til brýnna verkefna. Vel er hægt að auka útgjöld til heilbrigðiskerfis- ins og vegagerðar en sýna aðhald annars staðar til að ná metnaðarfullum markmiðum um sparnað. Aukið aðhald gerir Seðlabankanum einnig betur kleift að lækka vexti því aðhald í ríkisrekstri myndi þýða að Seðlabankinn væri ekki einn í þeirri stöðu að hafa taumhald á þenslu í hagkerfinu. Núna þegar ferðaþjónustan er að slá öll met og mikill uppgangur er í efnahagslífinu ætti ríkissjóður að búa í haginn og setja sér metnaðarfyllri markmið í ríkisfjár- málum og skila meiri afangi. Þá verður raunverulegt svig- rúm til að auka útgjöldin í næstu niðursveiflu. Það væri ábyrg ríkisfjármálastefna. Búum í haginn Rekstur ríkissjóðs þarf að nálgast eins og hvert annað heimilis­ bókhald. Talað undir rós Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son mætti á Sprengisand á sunnudag og ýjaði að því að sér hefði verið boðið fé til að hætta að angra erlenda kröfuhafa. For- maður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar, Brynjar Níelsson, sagði að ráðherrann fyrrverandi þyrfti að segja hreint út hvort svo væri. Í gær sagði Sigmundur svo að hann hefði ekki verið eini ráðherrann í ríkisstjórn sinni sem fengið hefði tilboð frá aðilum á vegum vogunarsjóða. Mátti skilja það sem svo, án þess að Sigmundur Davíð segði það berum orðum, að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti reynt að múta forsætisráðherranum fyrr- verandi, til þess að fá fram hag- fellda niðurstöðu í viðræðum sínum við íslensk stjórnvöld. Gamli MSN-statusinn Sigmundur lét orð Brynjars sem vind um eyru þjóta og sagði í Bítinu á Bylgjunni frá því að hann ætti samtölin við lobbíista kröfuhafanna niðurskrifuð og að annar ráðherra hefði einnig fengið slíkt boð. Hann vildi samt ekki segja hver það var. Orð hans minna mjög á gamla MSN- dramastatusinn „er pirraður – ekki spyrja“. MSN var eins og margir muna forveri Facebook- spjallsins og þar mátti, líkt og á Facebook-spjallinu, segja margt. Það er spurning hvort ekki sé rétt að láta dramakastið eftir þingmanninum. joli@365.is 2 8 . m a r s 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D a G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 2 8 -0 3 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 B -C 1 6 C 1 C 8 B -C 0 3 0 1 C 8 B -B E F 4 1 C 8 B -B D B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.