Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 29
ÁRSFUNDUR
ATVINNULÍFSINS
Í HÖRPU – SILFURBERGI
29. MARS KL. 14-16
Björgólfur
Jóhannsson
Zanny Minton
Beddoes
Lilja Björk
Einarsdóttir
Halldór
Baldursson
Bjarni
Benediktsson
Heiðar
Guðjónsson
Stefanía G.
Halldórsdóttir
Halldór Benjamín
Þorbergsson
ÁVÖRP
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins 2013-2017
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
Zanny Minton Beddoes, aðalritstjóri The Economist
RADDIR ATVINNULÍFSINS
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og stjórnarformaður Fjarskipta
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi
Halldór Baldursson, teiknari, rýnir í samfélagsspegilinn.
Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Netagerð að loknum fundi með tónlist og tilheyrandi.
Skráning á www.sa.is
D
agskrá
Fótbolti Ísland og Írland mætast
í kvöld í Dublin í vináttulandsleik
en það er orðið langt síðan þessar
þjóðir mættust á knattspyrnu-
vellinum. Leikurinn hefst klukkan
18.45 og verður sýndur beint á Stöð
2 Sport.
Íslenska landsliðið vann mikil-
vægan 2-1 sigur á Kósóvó í undan-
keppni HM á föstudagskvöldið en
kemur við í Dublin á bakaleiðinni.
Íslenska liðið spilar ekki á
móti Írum á hverjum degi. Í
haust verða liðin tuttugu ár
síðan Írar mættu á Laugardals-
völlinn og unnu 4-2 sigur á
Íslandi í undankeppni HM 1998.
Þetta var fyrsti heimaleikur
íslenska liðsins í keppni undir
stjórn Guðjóns Þórðarsonar og
íslenska liðið tapaði ekki heima-
leik aftur fyrr en rúmur tveimur
árum síðar. Liðið gerði meðal
annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda
heimsmeistara Frakka og vann
Rússa í Laugardalnum á þessum
tveimur árum.
Roy Keane, núverandi aðstoðar-
þjálfari Martins O’Neill hjá írska
landsliðinu, var aðalstjarna leiks-
ins í Laugardalnum 6. september
1997 en hann skoraði tvö mörk
með tólf mínútna millibili í seinni
hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson
og Helgi Sigurðsson höfðu komið
Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði
metin fyrst með skalla eftir horn
og nýtti sér síðan varnarmistök og
kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra
kom síðan eftir að íslenska liðið
hafði misst Lárus Orra Sigurðsson
af velli með rautt spjald.
Keane var þarna nýtekinn við
fyrirliðabandinu hjá Manchester
United og hann þrefaldaði marka-
skor sitt með landsliðinu með
þessum tveimur mörkum. Lands-
liðsmörkin hans urðu á endanum
níu talsins.
Síðasti Íslendingurinn til að
skora á móti Írum í Dublin var
Ríkharður heitinn Jónsson sem
skoraði bæði mörk Íslands í 4-2
tapi fyrir Írum í undankeppni EM
í ágúst 1962.
Íslensku strákarnir geta í kvöld
orðið fyrstir Íslendinga til að vinna
Íra í A-landsleik karla en Írar hafa
unnið fimm af sjö landsleikjum
þjóðanna og tveir leikjanna end-
uðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í
Laugardal í september 1997 gerðu
liðin markalaust jafntefli í Dublin.
– óój
Roy Keane skoraði tvö þegar við mættum Írum síðast
Roy Keane hafði bara skorað 1 mark
í 36 landsleikjum þegar hann skoraði
tvö gegn Íslandi. NoRdicphotos/Getty
tviSvAR UNDiR 21 SEKúNDU
Kolbeinn Höður Gunnarsson
afrekaði það tvisvar á einni viku
að hlaupa 200 metra á undir 21
sekúndu. Kolbeinn sló 21 árs
gamalt Íslandsmet Jóns Arnars
Magnússonar fyrir rúmri viku
þegar hann hljóp 200 metrana á
20,96 sekúndum á móti í Memphis
í Bandaríkjun-
um. Um helgina
var Kolbeinn
svo hársbreidd
frá því að slá
Íslandsmetið sitt
þegar hann hljóp
á 20,99 sekúnd-
um á Joe Walker
boðsmótinu í
Mississippi. Kol-
beinn er á fyrsta
ári í University
of Memphis og
dvölin þar hefur
greinilega gert
Akureyringnum
gott ef marka
má frammistöðu
hans að undan-
förnu.
KOMNiR Í UNDANúRSLitiN
Arnar Guðjónsson stýrði Svend-
borg Rabbits til
sigurs á team FOG
Næstved, 91-97,
í 8 liða úrslitum
um danska
meistaratitilinn
í körfubolta í
gær. Með sigrinum
tryggðu Kanínurnar
sér sæti í undanúrslitum þar sem
þær mæta Bakken Bears. Liðin
mættust fjórum sinnum í deildar-
keppninni og vann Bakken Bears
alla leikina með samtals 96 stigum.
Landsliðsmaðurinn Axel Kárason
var í byrjunarliði Svendborg í
leiknum í kvöld. Skagfirðingurinn
spilaði í rúmar 18 mínútur; skoraði
tvö stig og tók fimm fráköst. Stefan
Bonneau, sem kom til Svendborg
frá Njarðvík fyrr í vetur, skoraði 16
stig, tók fimm fráköst og gaf tvær
stoðsendingar.
18.40 Írland - Ísland Sport
19.05 snæfell - stjarnan Sport 2
19.15 snæfell - stjarnan Stykkish.
Í dag
SAMHERJi JóHANNS FyRiRLiði
Robbie Brady leiðir írska landsliðið
út á Aviva-völlinn
í Dublin þegar
það mætir
því íslenska í
vináttulandsleik
í kvöld. Brady
ber fyrirliða-
bandið í fjarveru
Seamus Coleman sem fótbrotnaði
illa í leik Írlands og Wales á föstu-
daginn. Brady, sem er uppalinn
hjá Man chester United, er dýrasti
leikmaður í sögu Burnley en hann
gekk í raðir liðsins frá Norwich City
í janúar. Brady er samherji Jóhanns
Berg Guðmundssonar hjá Burnley
en þeir félagar mætast þó ekki í
kvöld því Jóhann Berg er meiddur
og ekki í íslenska landsliðshópnum.
Brady hefur leikið 31 landsleik og
skorað sjö mörk.
S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 13Þ r i ð J U D A G U r 2 8 . m A r S 2 0 1 7
2
8
-0
3
-2
0
1
7
0
5
:0
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
8
B
-B
C
7
C
1
C
8
B
-B
B
4
0
1
C
8
B
-B
A
0
4
1
C
8
B
-B
8
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K