Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 12
Körfubolti Róðurinn verður þungur fyrir félögin tvö sem stíga í vikunni sín fyrstu spor í úrslita- keppni kvenna ef marka má þá sjö leikmenn Domino’s-deildar kvenna sem Fréttablaðið leitaði til. Spá- mannahópurinn er sammála um það að Snæfell og Keflavík spili til úrslita um titilinn í ár og allar nema tvær spá því að Snæfellsliðið verði Íslandsmeistari Snæfellsstelpur fá nú tækifæri til að gera það sem engu kvennaliði hefur tekist áður í sögu úrslitakeppn- innar sem er að vinna Íslandsmeist- aratitilinn fjögur ár í röð. Snæfell vann sinn fyrsta Íslandsmeistara- titil vorið 2014 og hefur ekki sleppt honum síðan. Heimavöllurinn hefur gegnt þar stóru hlutverki og þar hefur Snæfellsliðið unnið alla þrettán leiki sína í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil. Það þarf að breytast ætli lið að ná titlinum úr Hólminum. Lið Skallagríms og Stjörnunnar eru bæði að skrifa sögu síns félags með því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Þetta eru nýliðar deildar- innar undanfarin tvö tímabil og hafa bæði lið aukið fjölbreytni flórunnar í kvennakörfunni með metnaðarfullri uppbyggingu kvennaliða sinna. Nú eru þær mættar á stærsta sviðið en í vegi fyrir þeim standa tvö sigur- sælustu kvennalið síðustu ára. Spámenn Fréttablaðsins hafa miklu meiri trú á fastagestum úrslita- keppninnar síðustu ár, Íslandsmeist- urum Snæfells og bikarmeisturum Keflavíkur. Það er líka margt með þeim. Þau eru tvö efstu liðin í deild- inni, bæði með heimavallarréttinn í sínum einvígum og hafa spilað best eftir áramót. Þau hafa líka bæði unnið 4 af 5 deildar- og bikarleikjum gegn mótherjum sínum í úrslita- keppni. Sería Snæfells og Stjörnunnar hefst í Stykkishólmi í kvöld en á morgun tekur Keflavík síðan á móti Skalla- grími. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum 365. ooj@frettabladid.is Allar spá þær Snæfelli og Keflavík í úrslitin Úrslitakeppni Domino’s-deildar kvenna hefst í kvöld á heimavelli Íslands- meistara Snæfells í Stykkishólmi. Fréttablaðið fékk sjö leikmenn úr hinum liðum deildarinnar til að spá um hvaða lið komist í lokaúrslitin í ár. Stjörnukonan Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Snæfellingurinn Berglind Gunnarsdóttur brugðu á leik með nýja bikarinn sem nú verður keppt um í fyrsta sinn. Báðar voru þær valdar í úrvalslið seinni hlutans. FRéttaBlaðið/EyþóR Spákonur okkar í ár Helena Sverrisdóttir, Haukum Snæfell – Stjarnan 3-1 Keflavík – Skallagrímur 3-2 Guðbjörg Sverrisdóttir, Val Snæfell – Stjarnan 3-0 Keflavík – Skallagrímur 3-2 Ína María Einarsd., Njarðvík Snæfell – Stjarnan: 3-1 Keflavík – Skallagrímur: 3-1 ingunn Embla Kristínardóttir, Grindavík Snæfell – Stjarnan 3-2 Keflavík – Skallagrímur 3-1 Hallveig Jónsdóttir, Val Snæfell – Stjarnan 3-0 Keflavík – Skallagrímur 3-2 þóra Kristín Jónsd., Haukum Snæfell – Stjarnan 3-1 Keflavík – Skallagrímur 3-2 María Ben Erlingsdóttir, Grindavík Snæfell – Stjarnan 3-1 Keflavík – Skallagrímur 3-2 Íslandsmeistaraspá þeirra Samantekt á spánni Snæfell – Stjarnan 7-0 Fjórar spá 3-1 tvær spá 3-0 Ein spáir 3-2 Keflavík – Skallagrímur 7-0 Fimm spá 3-2 tvær spá 3-1 Íslandsmeistarar Fimm spá Snæfelli sigri tvær spá Keflavík sigri Körfubolti Snæfell átti bæði besta leikmanninn, Aaryn Ellenberg, og besta þjálfarann, Inga Þór Steinþórsson, í seinni umferð Domino’s-deildar kvenna en verðlaunin voru tilkynnt í Körfu- boltakvöldi á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Aaryn Ellenberg fór fyrir frábærri seinni umferð Snæ- fellsliðsins sem vann þar 13 af 15 leikjum sínum og tryggði sér deildarmeistara- titilinn. Ingi Þór var þá að vinna tólfta titil sinn sem þjálfari kvennaliðs Snæfells. Auk Aaryn í úrvals- liðinu voru þær Berglind Gunn- arsdóttir úr Snæfelli, Ragna Mar- grét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Skallagrími og Thelma Dís Ágústsdóttir úr Keflavík. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir úr Keflavík var valin besti varnarmaður seinni hlut- ans og liðsfélagi hennar úr Keflavík, Birna Valgerður Ben- ó n ý s d ó t t i r , var valin besti u n g i l e i k- maðurinn. Sig- mundur Már Her- bertsson var valinn besti dómarinn. – óój Snæfellsliðið fékk tvenn stærstu verðlaunin í gær Breytingar í vændum KPMG | BORGARTÚNI 27 | 8. HÆÐ FIMMTUD. 30. MARS | 8:30 - 10:00 Fróðleikur á fimmtudegi tekur að þessu sinni fyrir efni sem skiptir miklu máli fyrir endurskoðunarnefndir og stjórnendur. Endurskoðun - aukið gagnsæi Margret Flóvenz Áhættustýring - hver gerir hvað? Helga Harðardóttir Gagnaöryggi - nýtt regluverk. Ertu tilbúin? Ingi Tómasson Netöryggi - áhættur og áskoranir Davíð Halldórsson Skráning er á kpmg.is 2 8 . m a r s 2 0 1 7 Þ r i Ð J u D a G u r12 s p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð sport 2 8 -0 3 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 8 B -B C 7 C 1 C 8 B -B B 4 0 1 C 8 B -B A 0 4 1 C 8 B -B 8 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.