Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.03.2017, Blaðsíða 9
þeirrar skoðunar að þýski bankinn hafi aldrei verið raunverulegur eig- andi að bankanum. Hann fundaði meðal annars með Ríkisendurskoðun og kynnti fyrir mönnum þar ný gögn og upplýsingar um söluna árið 2006. Vilhjálmur segir að það sem skipti máli í rannsókn á málinu sé að fólk hafi verið blekkt með tilkynningum. Í tilkynningu frá 16. janúar 2003 hafi verið sagt að traustur erlendur banki tæki þátt í að fjárfesta í íslenskri fjár- málastofnun. „Ef þetta fyrirtæki á Jóm- frúaeyjum er kaupandinn, þá er þessi fréttatilkynning lygi frá upphafi.“ Vilhjálmur bætir við að tilkynn- ing Hauck & Auf häuser í kjölfar við- skiptanna hafi þá einnig getað verið lygi. Í henni segir meðal annars að Búnaðarbankinn sé vænleg fjárfest- ing en þýski bankinn telji sig einnig hafa hag af því að miðla af sérþekk- ingu sinni til BÍ. Vilhjálmur segir að hagsmunir bankans hafi þess í stað verið þóknun fyrir að koma fram fyrir hönd kaupenda. Vilhjálmur telur þetta mál sér- staklega áhugavert í ljósi fregna sem eru að berast núna vegna sölu á hlut í Arion banka. „Það er forsenda fyrir því að hlutirnir séu rétt gerðir að menn fái þær upplýsingar sem máli skipta í þessu.“ Kjartan Bjarni Björgvinsson hér- aðsdómari, sem fer með rannsóknina á vegum rannsóknarnefndar Alþing- is, leggur áherslu á að niðurstaðan í málinu komi ekki fram í bréfinu sem vitnað var í í frétt gærdagsins um málið. „Það er fyrst og fremst verið að reyna að afla upplýsinga með bréfunum, endanleg niðurstaða er ekki kynnt með þeim.“ Hann segir að það sé ekki nefndarinnar að stjórna afleiðingum af niðurstöðunum. „Við erum ekki að taka afstöðu til lögbrota. Okkar verkefni er bara að upplýsa um hvað gerðist,“ segir Kjartan. Óljóst er hvort um lögbrot hafi verið að ræða eða hvort málið sé fyrnt þar sem svo langt er frá því að atburðirnir áttu sér stað. Að sögn lögfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er erfitt að segja til um það fyrr en skýrslan liggur fyrir þar sem skoða þurfi regluverk hverju sinni, hvernig eignarhaldinu var háttað og ef það var falið, í hvaða tilgangi það hafi verið gert. Í sjálfu sér þurfi ekki að vera lögbrot að eiga eignir í gegnum aflandsfélög og „fela“ þannig eignar- hald við kaup ef gætt er að tilkynn- ingarskyldu, skattskyldu og reglum að öðru leyti. Hins vegar kunni að hafa þýðingu ef ætlunin var að blekkja viðsemjanda eða markaðinn með þessum hætti. Þá megi velta fyrir sér hvort hafi verið kallað eftir þessum upplýsingum. Þetta muni skýrast þegar skýrslan kemur út. Ítrekað var reynt að ná sambandi, án árangurs, við Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ólaf Davíðsson, fyrrverandi formann Framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, við vinnslu þessarar fréttar. Steingrímur J. Sigfússon, sem var einn leiðtogi stjórnarandstöðunnar á tíma sölunnar, og Ólafur Þ. Hauks- son,héraðssaksóknari vildu ekki tjá sig um málið fyrr en skýrslan kemur út. saeunn@frettabladid.is Audi Q7 e-tron var valinn jeppi ársins 2017 af bílablaðamönnum á Íslandi. Hann er fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll sem sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Q7 e-tron quattro er sparneytinn, umhverfismildur og eldsneytis- notkunin er aðeins 1,9 lítrar á hverja 100 km. Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni. Komdu við og upplifðu Q7 e-tron quattro í hversdagslífinu. Kvika banki hf. hefur gefið út sex mánaða víxla að fjárhæð 2.000 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaflokknum KVB 17 0921 og er heildarheimild flokksins 2.000 m.kr. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta, þann 24. mars 2017, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuð­ stöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu Kviku. https://www.kvika.is/um_kviku/#tab2 kvika.is Kvika gefur út sex mánaða víxla Reykjavík, 28. mars 2017 Ef þetta fyrir- tæki á Jómfrúa- eyjum er kaupandinn, þá er þessi fréttatil- kynning lygi frá upphafi. Vilhjálmur Bjarnason, þing- maður Sjálfstæð- isflokks- ins Tilkynningin um sölu á hlutnum f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 9Þ r i ð J U D A G U r 2 8 . m A r s 2 0 1 7 2 8 -0 3 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 8 B -C 6 5 C 1 C 8 B -C 5 2 0 1 C 8 B -C 3 E 4 1 C 8 B -C 2 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.