Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 2

Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 2
Cg get aldrei sagt aei! Það sér fólk á mér, þó að það sé langt burtu. Ég er svo uppveðruð, glaðlynd og vingjarnleg. Ég lofa öllu. Ég segi alltaf já, þegar mér er boðið eitthvað út, ég hleyp hingað og Jrangað fyrir hvern, sem lætur svo lítið að biðja mig um það. Og allt ókeypis. Ég passa börn, hunda og ketti. Já, ég gái jafn- vel að því fyrir kunningja mína, hvort ekki séu rottur í geymslunum Jreirra, Jió að ég hati rottur. Mér hefur aldrei tekist að segja nei eða láta sem ég heyri ekki, hvað væri verið að biðja mig um. í stuttu máli: Ég get ekki sagt nei! Ég teymi andstyggilega, litla liund- inn hennar Guðmundu afturábak og áfram úti. Ég get ekki þolað hunda og hef engan tíma til þess að vera að tosa Jreim um Leynimelinn. — Og ég læt síðustu aurana úr töskunni minni, þegar ég er beðin að sækja skóna hans Sveins til skósmiðsins. Auðvitað er „gleymt“ að láta mig hafa fyrir viðgerðinni. Og ég er á þönum fyrir tólf hjón í einu að reyna að út- vega þeim íbúðir. Klukkan eitt er ég að skoða eina sem kostar 110 þúsund, liún er inni í Kleppsholti, klukkan hálf-tvö er ég vestur á Nesi að líta á aðra sem kostar 140 þúsund. Og bíll- inn bíður upp á minn kostnað! Ég er kölluð „engill“. Spyrjið bai'a ,,vini“ mína. Þeir segja: Biðjið hana Betu. Hún er engill! Ójú, ég er nefnilega engill við alla nema sjálfan mig, manninn minn og beztu vini mína. Ég hef tíma til alis nema þess sem mig langar mest til. Það tekur nefnilega tímann sinn að vera ósjálfstæður aumingi og geta ekki sagt nei. Það tekur allan manns tíma. En fyrir þá tímavinnu fær maður ekk- ert kaup. Og hún leiðir líka margt misjafnt af sér. Tökum nú sem dæmi hið svokall- aða einkalíf mitt. Ég er orðinn út- slitin af öllum Jreim boðum, sem ég l'er í, þó að ég vilji Jrað ekki. Og íbúðin mín er tlltaf full af fólki, sem Jrar hef- ur ekkert erindi, heimilislausu fólki, iötu fólki, órólegu fólki, fólki með heimþrá, — og af staurblönkum kunn- ingjum. Og svo er komið á mig kött- um._ Hjá mér er líka nokkurs konar lánsstofnun, og ég útvega aðgöngu- miða að öllu mögulegu. Já, það er hægt að segja, að Jrað sé banki hérna hjá mér. En Jrar eru peningarnir bara gefnir, ekki lánaðir, eins og í Búnað- arbankanum. Ekki skil ég, að þeir gæfu manni peninga í bönkunum, þó að maður bæði um það. En hvað geri ég! Allar bækurnar mínar, sem mér Jrykir vænst um, eru löngu horfnar úr' skápnum fína, Jiessum senr er smíðað- ur í Háskólabókasafninu í Oxford. Gunnar skuldar mér 67.70 fyrir far- miða norður í land. Og ég hjálpaði Stínu konunni hans til að gera svefn- herbergið Jreirra upp, og síðan héfur Gunnar ekki talað við mig. Ég pass- aði barnið hennar Þóru, og einmitt sama daginn þurfti það að fá kvef. Hverjum var kennt um það? Auðvit- að mér. Hvílíkir skrækir og skammir. En ég sagði ekki nei. Allt nema Jiað! Og svo samkvæmislífið. Áður en ég veit af er ég komin með einhverri vinkonunni inn á basar, þar sem eitthvert rusl er selt fyrir stórfé. Og ég hata hasara! Svo biðja kunn- ingjarnir mig um að auglýsa fyrir sig í Morgunblaðinu, og það eina, sem ég hata meira en basara, er að hringja auglýsingar í síma. Það er alltaf á tali, og svo er auglýsingin öll vitlaus, Jieg- ar hún kemur! Öll íbúðin er full af blöðum, sem við höfum engan tíma til að lesa. Og við hefðum ekki tírna til þess, þó okk- ur langaði ákajlega mikið til að lesa þau. Og skáparnir í eldliúsinu eru fullir af alls konar skrani, sem ég hef látið plata inn á mig hingað og þang- að og ég hef ekki nokkurn skapaðan hlut með að gera. Æ, já, og svo öll skjölin, sem maður er beðinn að skrifa upp á. Við skulum ekki hafa hátt um Jrað, Jiegar laglega ljóshærða stúlkan kom og bað mig að skrifa á lista, og svo vissi ég ekki fyrri til en ég var rukkuð um árgjald í kommún- istaflokkinn.... Ég hef eytt meirihluta æfi minnar í að gera hluti, sem ég hef andstyggð á, aðeins vegna þess að ég þori ekki að segja nei! Ég geri ekki annað en að vera sjálfboðaliði og framkvæma verk. sem ég fyrirlít. Og svo var ég lirædd úrn, að vinir mínir myndu reiðast, ef ég segði nei. Ef ég neitaði að passa kettina þeirra, meðan þeir eru að skemmta sér á Borg- inni eða Sjálfstæðishúsinu, þá geta þeir ekki kallað mig „elsku“ og „engil“. Og hvers vegna eiginlega? hvers vegnaff? Líklega vegna þess að mér fannst endilega einhver Jrurfa að hrósa mér, hæla mér fyrir eitthvað, mér fannst áríðandi að um mig væri talað vegna einhvers. En nú er ég loksins búin að finna ráð við þessu öllu saman. Ég er nefnilega búin að uppgötva það, að það getur alls ekki gengið, að taka tillit til kenja allra þeirra, sem þekkja mig. Suma er hægt að gera ánægða fyrirhafnarlítið, aðra aldrei. Og nú, seint og síðarmeir, hef ég kom- izt að því, að það eru þeir, sem geta komið út úr sér st-uttaralegu og af- gerandi neii, þegar það á við, það eru þeir, sem öðlast alla virðinguna hér í heiminum. Máske eignast maður ekki eins marga „vini“, en aftur á móti hefur maður meiri áhrif á með- bræður sína og systur. Og til þess að halda mér við ásetn- ing minn, hef ég samið sjálfri mér fimm reglur og biðst þess hér með að fá að birta þær þjáningarbræðrum mínum og systrum! 1. Þegar ég fer á fætur á morgn- ana, á ég að segja: Nei, nei, nei, nei, nei, nei, nei, svo að ég venjist við að nota þetta ágæta orð. 2. ) Ég á að liætta að reyna að brosa og streitast við að líta út eins og sé í sjöunda himni, Jregar einhver biður mig um að gera eitthvað, sem mig langar ekki nokkurn skapaðan hlut til að annast fyrir hann. 3. ) Ég á alveg að leggjá niður að segja: „já, sjálfsagt!“ 4. ) Ég á að hætta að láta lesa á mig eins og bók. 5. ) Ég má alclrei l'ramar geta sagt: „Ég skil ekki, hvers vegna ég gerði þetta“. — - St. F. ÉG GAT ALDREI SAGT NEI! 2 FEMINA

x

Femina

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.