Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 4

Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 4
leggina eins vel og hún getur, því að þeir eru heldur holdugir, en Kather- ine Hepburn hefur aftur á móti of magra handleggi. Hedy Lamarr mætti vera grennri um mjaðmirnar, en brjóstin eru aftur á móti alltof lítil, og Myrna Loy stendur í stöðugu stímabraki með fæturnar á sér, sem eru langt frá því að vera fullkomnir að lögun. Sundmærin Esther Williams er ein af þeim fáu leikkonum, sem getur staðið fyrir framan hina sterku ljós- kastara kvikmyndatökumannanna án þess að beita nokkrum fegrunarbrögð- um, enda líður andvarp frá hverju brjósti, þegar hún gengur inn á leik- sviðið. Slúðrið í Hollywood er bæði ill- gjarnt og eitrað. Þar segja menn, að kvöldkjólar þeirra Lorettu Young, Constance Bennett og Joan Fontaine séu á röngunni líkari geymslum fyrir kodda og tróð en venjulegum flíkum mennskra manna. Þegar verið var að taka kvikmyndina Súez á árunum; var sagt, að það liefði tekið lengri tíma að „byggja“ fötin á Lorettu Young en Súezskurðinn sjálfan. Fáar „stjörnur" geta státað af eins fallegum fótum og Marlene Dietrich. Margar af frægustu kvikmyndaleik- konunum hafa svo ljóta fætur, að þær myndu varla koma við hjartað í skip- brotsmönnum á eyðiey, hvað þá öðr- um, ef engum brögðum væri beitt til þess að fegra þær. Myrna Loy verð- ur að ganga í sérstökum sokkum, sem leyna því, hvað hún hefur digra fót- leggi. Sama grikkinn hefur náttúran gert þeim Bette Davis, Gene Tierney. Ruth Hussey, Sylvia Sidney og Ellu Raines. Lesarinn kann nú að segja, að hann hafi aldrei tekið eftir því, að þær hafi of digra leggi. En sann- leikurinn er sá, að myndir af þeim eru vanalega teknar þannig, að ekk- ert ber á þessu lýti. Þær eru annað hvort sýndar í síðum kjólum eða þá aðeins niður að hnjám. Ef teknar eru myndir af þeim í stuttum kjólum eða baðfötum, grípa myndasmiðirn- ir til ýmissa bragða. Algengt er, að teknar séu myndir af leggjum ein- hverrar annarrar stúlku, og sú mynd er síðan sett inn í filmuna á réttum stað. Ef ekki er hægt að koma þessu bragði við, verður myndasmiðurinn að beina ljósunum þannig að leik- konurtni, að fæturnir séu í skugga. Menn mega nú ekki halda, að leik- konurnar séu einar um þessa ágalla. Mikið af koddum og tróði fer líka í það að breikka axlir leikaranna og gera þá karlmannlegri á allan hátt. Fyrir nokkru var læknir einn í Hollywood beðinn um að athuga, hver myndi bezt vaxinn af öllum leikurunum þar í bæ. Sér til mikill- ar furðu uppgötvaði hann, að þar stóð enginn jafnfætis George Brent, þótt hann sé nú nokkuð korninn til ára sinna. Errol Flynn, sem er nokkuð yngri, fékk þó fyrstu verðlaun í þess: ari samkeppni. Gamlir og góðir vinir okkar, eins og t. d. Herbert Marshall, Charles Boyer, Bing Crosby, Spencer Tracy, Walter Pidgeon, Nelson Eddy og William Powell reyndust vera langt fyrir neðan meðallag, sökum þess hvað feitir þeir voru. Jimmy Stewart og Gax*y Cooper komu heldur ekki til mála í þessu sambandi. Jam- es Stewart átti eitt sinn að leika þátt í kvikmynd nokkurri á baðfötum. Þá lá við, að sleppa yrði þessum þætti og eyðileggja með því samhengið í mynd- inni. Loks var tekið til þeira ráða að láta Stewart leika þáttinn í baðkápu. Þá eru sumir leikararnir svo lág- vaxnir frá hendi náttúrunnar, að oft horfir til vandraéða. Er þá tekið það ráðið að láta þá klæðast skóm með þykkum trésólum. Ýmis myndatöku- brögð (camera tricks) eru líka notuð í þessu sambandi, svo og það gamla og góða ráð al láta mótleikarann vera á sokkaleistunum. Ingrid Bergman varð t. d. að vera á ilskóm, þegar hún lék á móti Charles Boyer í kvikmynd- inni „Gasljós"! Tennur, hár og húð krefjast oft gagngerðra breytinga. Clark Gable sagði einu sinni, að hann eyddi meiri peningum í tannviðgerðir á einni viku, en hann vann sér inn á mánuði, áður en hann gerðist leikari. Fáir hinna eldri leikara hafa allar tennur heilar og verða því að bæta postulíns- tönnum í skörðin hér og þar með fárra ára millibili. Annars stafar hið bjarta bros leikfólksins á tjaldinu mestmegnis af því, að andlitin eru ,,sminkuð“ með.brúnum lit, þannig, að hvítar tennurnar stingi sem mest í stúf við dökkan hörundslitinn. llafiS þiS nokkurn tíma tekiS eftir því, hvaS Norma Shearer hefur digra handleggi? Við „sminkun“ leikaranna eru not- uð ósköpin öll af smyrslum og farða, sem fara oft illa með hörundið, af því að þau loka alveg fyrir svitaholurn- ar. Margir leikaranna hafa fengið al- varlega eitrun í húðina af þessum or- sökum. Bette Davis varð einu sinni að hætta að leika í einni af kvikmynd- um sínum og leggjast í rúmið vegna slíkrar eitrunar. Hið sama henti eitt sinn Merle Oberon og er sagt, að hún komi aðeins á eitt veitingahús í New York síðan, en þar er lýst upp með kertaljósum, sem varpa daufum bjarma yfir andlit gestanna. Hár leikaranna krefst einnig mik- illar umönnunar. Stríðu og gljáalausu hári er ekki á svipstundu hægt að breyta í þykka og glampandi lokka. Hárkollur, fléttur, laus hár og hár- litur er því notað meir í kvikmyndum en menn gera sér í hugarlund. Humphrey Bogart, Edward Robin- son, Lee Bowman og Ronald Colman eru auk margra annarra með hvítan blett í hnakkanum, enda er mynda- vélinni sjaldan beint að bakhliðinni á þeim. Hárkollurnar af þeim Charl- es Bayer, Fred Astaire og Bing Cro- by eru vel þekktar utan og innan hár- greiðslusalanna í Hollywood. Mestum blekkingum verður þó að beita í sambandi við aldur „stjarn- anna“. Fæðingarárin eru flutt til eft- ir hentugleikum. Opinberlega fer helzt enginn þeirra, a. m. k. ekki Framhald á hls. 15. 4 FEMINA

x

Femina

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.