Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 19
^ Fyrverandi foringi smyglaranna, sem hefur
auknefnið „sá eineygði“, situr í fangelsi og
hefur verið dæmdur til dauða vegna innbrotisins
i vindlaverksmiðjuna. Félagar hans leysa hann úr
haldi. José sér, að ekkert rúm er fyrir þá báða
innan flokksins og myrðir hann.
^ José verður að flýja upp i óbyggðir. Carmen
og leifarnar af smyglaraflokknum fylgja hon-
um. Þau lifa á því að ræna vegfarendur og verða
brátt • illræmdir raeningjar. En José unir þessu
lífi illa.
Y José er nú foringi ræningjanna, en þjáist af
samvizkubiti og hefur í hyggju að fara til
Ameríku til þess að byrja þar nýtt líf og betra líf.
Hann sendir Carmen til borgarinnar Ronda, en
þar á hún að dvelja, meðan hann er að undirbúa
för þeirra vetur um haf. En Carmen hefur megna
fyrirlitningu á þessu afturhvarfi José og eignast
því nýjan elskhuga í Ronda, nautabanann Esca-
millo.
.
i
Æf-n
O José eltir Carmen til Ronda og býst við að hún biða hans þar, trú og trygg sem fyrr. Hann
fréttir um samband hennar við nautabanann og verður frávita af reiði. En Escamillo særist alvar-
lega í nautaatinu, og Carmen vitjar hans á banasænginni.
Persónur:
Carmen ............. Viviane Romance
Don José............ .............Jean Marais
Riddaraliðsforinginn Adriano Rimolde
Sd eineygði ............ Lucien Coedel
Q Þessi atburður fær mikið á Carmen. José nær henni rétt fyrir
utan leiksvæðið, og hún fer með honum, þótt hún viti, hvað refsing
bíður hennar. Hann fer með hana út á eyðimörk nokkra skammt frá
bænum, dregur hníf sinn úr slíðrum og rekur hana í gegn án þess
að segja eitt einasta orð. Á meðan færist hófadynurinn frá hestum
lögreglunnar nær og nær.
femina