Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 24

Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 24
Svefn bavnanna Hinn þekkti bar nasai fræðingur Charlotte Biihler hefur sýnt fram á, að ungbörn sofi yfirleitt 9/10 lrluta sólarhringsins. Þegar þau eru orðin ársgömul, sofa þau rúmlega helming- inn af sólarhringnum og halda þeim hætti allflest til þriggja ára aldurs. Því miður verður að viðurkenna, að nú- tímabörn, þó einkum skólabörn, sofa alltof lítið. Yngstu börnin sofna, þeg- ar þau eru orðin þreytt, en umhverf- ið. hefur of mikil álnif á þau eldri, til þess að þau sofni, þegar þeim er það eðlilegt, og fullnægi þannig svefn- þörf sinni. Orsakirnar til þess, að börn vorra tíma sofa svona lítið, eru margar, en ein liöfuðástæðan er þó þrengslin í íbúðunum, sem valda því, að barnið getur aldrei verið í næði. Þegar það á að fara að sofa, verður það bæði fyrir ónæði af útvarpinu og eldri systkinum sínurn. Hið óreglubundna líf fullorðna fólksins verður til þess, að erfitt reyn- ist að skapa fastar venjur fyrir barnið. Ein af þessum góðu venjum er reglu- bundinn og ákveðinn háttatími og og fótaferðartími. Þessa reglu má að vísu rjúfa, þegar sérstaklega stendur á, en ekki of oft. Gott er fyrir fjöl- skyldumeðlimina að gera sér að venju að vera saman á hverju laugardags- kvöldi, einkum þó ef bæði foreldr- anna vinna utan heimilisins og hafa minni tíma til þess að sinna börnun- um en skyldi. En svo að aftur sé vik- ið að reglubundnum venjum, þá eru þær þeirn mun þýðingarmeiri, sem barnið er yngra. Sé nokkuð gefið eftir í þessu efni, verður æ erfiðara að fá barnið til þess að hátta á réttunr tíma. Á mörgum heimilum eiga foreldrarn- ir í stöðugu stríði með að koma krökkunum í rúmið. Kannast ekki flestir við þessa setningu: — Æ, mamma, bara ósköp litla stund, ég ætla að. . .? Áð sjálfsögðu er auðvelt að aðvara barnið litlu fyrir háttatím- ann, svo að það þurfi ekki að hlaupa frá leikjum sínum í skyndi. Stundina milli kvöldmatar og háttatíma ætti ekki að láta barnið ærslast, heldur reyna að róa það með því að lesa fyr- ir það eða segja því sögu, ef marnma — eða pabbi — hefur tíma til þess. Hvernig stendur á því, að börnin fyllast mótþróa, í hvert skipti sem þeim er sagt að fara í rúmið? Barnið lítur oft á það sem nokkurs konar refsingu, þegar það er látið fara í rúm- ið, en þetta er oftast foreldrunum sjálfum að kenna. Þegar barnið er ó- þægt, er því oft í hugsunarleysi htað með þessum orðum: — Ef þú hættir ekki þessum látum, verð ég að hátta þig niður í rúm! Þessari refsingu er líka oft beitt gagnvart börnunum, einkum þó á barnaheimilum. Auðvit- að getur óþægð barnsins stafað af þreytu og syfju, og þá er þessi aðferð sjálfsögð og ágæt. I þessu sambandi koma fortöluhæfileikar foreldranna mjög til greina. Þau eiga að gera barn- inu það ljóst, að engin refsing sé í því falin, þótt því sé sagt að fara að hátta. Þegar barnið er komið í rúmið og getur ekki sofnað, er tilgangslaust að hóta því flengingu. Foreldrar lítils drengs, sem ég þekki, sögðu oft við hann: — Ef þú sofnar ekki undir eins, verðurðu rassskelltur, og þá skaltu sjá, að þú sofnar strax. — Næst þegar strákur gat ekki sofnað, sagði hann: — Viljið þið nú ekki flengja mig núna, svö að ég geti söfnað á eftir? Margir krakkar halda, að aldrei sé eins gaman að vera á fótum og ein- mitt þann tíma, sem þau eiga að vera í bólinu. Hvers vegna? Er það vegna þess, að þau álíta, að allt, sem full- orðna fólkið gerir, þegar þau eru komin í rúmið, sé miklu skemmti- legra en það, sem þau tóku sér fyrir hendur um daginn? Eða stafar það af of miklúm innisetum og ónógri hreyf- ingu barnsins frá því um morguninn? Algengasta orsökin er þó mótþróa- kennd. Þessi mótþróakennd kemur oftar fram hjá barninu, t. d. við mat- borðið, þegar það vill ekki borða það, sem því er gefið. Þegar svo stendur á, er nauðsynlegt að komast að því, hvað veldur þrjózkunni hjá barninu. Sé reynt að brjóta hana á bak aftur með harðri hendi, er hætt við, að hún vaxi um helming. Óþægð barnanná um háttatímann stafar öft af því, að manrmá þeirra hefur ekki haft nógu mikinn tíma til þess að sinna þeim um daginn, og þau eru gröm vegna þessarar vanrækslu. Ég tek hér glöggt dæmi um þetta. Úlla er fimm ára görnul og dvelur allan daginn á dagheimili. Mamma hennar vinnur allan daginn í verk- smiðju og sækir hana klukkan sex á kvöldin. Hún er þreytt eftir erfiði dagsins og verður ef til vill að búa til matinn, áður en bóndinn kemur heim. Augljóst er því, að hún hefur lítinn tíma til þess að sinna Úllu, enda reynir hún að koma henni í rúmið eins fljótt og unnt er til þess að geta hvílt sig í ró og næði á eftir. En Úlla liefur saknað mömmu sinn- ar á barnaheimilinu og vill nú láta hana sinna sér einni. Óskir mæðgn- anna rekast því á. En Úlla veit, að hún getur fengið vilja sínum fram- gengt með því að orga nógu hátt og lengi. Síðan er hún flengd fyrir orgin og verður enn stífari og óþekkari við það. Erfiðleikarnir í sambandi við svefn barnanna eru ekki eingöngu þeir, að þau vilji ekki sofna, þegar í rúmið kemur, heldur sofa þau oft mjög illa fram eftir nóttu. Þau bylta sér á hæl og hnakka í rúminu, fá. martröð, æpa og gráta hálfsofandi. Ef barnið sýnir svo greinileg merki um hræðslu, — því að hrásðslan og ekkert annað er und- irrót þessa — er bezt að móðirin fari inn til barnsins, svo að það geti end- urheimt öryggi sitt í návist hennar. Ef barnið hljóðar í svefninum, er sjálfsagt að vekja það og taka þau upp Framhald á bls. 16. 14 FEMIN A

x

Femina

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Femina
https://timarit.is/publication/1227

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.