Femina - 01.08.1946, Blaðsíða 3
E F N I
1. ÁRG.
1. TBL.
HEIMILIS O G KVENNABLAÐ
ÁGÚST, 1946.
Ameriskur blaðamaður segir jrá:
BAK VIÐ GRÍMUR KVIKMYNDALEIKARANNA
Ég gat aldrei sagt nei.
o
Bak við grímu kvikmyndaleik-
aranna.
o
Maðurinn við arinn.
o
Sólböð.
o
Carmen.
o
Or tízkusölum Parísarborgar.
o
Svefn barnanna.
o
í Ensku húsi.
o
Forsíðumynd er tekin af Þorsteini
Jósepssyni.
Ritstjóri:
Frú Sigríður Ingimarsdóttir.
Otgefandi:
Blaðaútgáfan, Reykjavík.
Hafnarstrœti 5. (Herbergi 47)
Pósthólf 7.
BORCARPRENT
Kvikmyndavélin lýgur ekki, segir
gamalt máltæki. Oft gerir hún það þú
í Hollywood með dyggilegri aðstoð
fegrunarsérfræðinga, hárgreiðslumeist-
ara, klæðskera og kjólateiknara.
Líkamslínum kvikmyndadísanna er oft
breytt svo gjörsamlega, að erfitt reyn-
ist að finna nokkra líkingu með hinni
óaðfinnanlegu veru, sem stendur fyrir
framan kvikmyndavélina, og stúlk-
unni sjálfri, eins og hún kom frá
hendi skaparans. Fáar af þessum feg-
urðargyðjum komast hjá því að láta
afnema hrukkur á óhentugum stöð-
um öðru hverju og halda vaxtarlag-
inu við með því að „stoppa“ kjólana
hér og þar.
Nýlega birtist í amerísku blaði
falleg auglýsingamynd af þeim Ann
Sheridan, Alexis Smith, Jane Wyman
og Irene Manning. Þær leiddust allar
og báru höfuðið hátt yfir hvelfduni
barmi. Fáum hefur líklega dottið í
hug, að hinar heillandi línur í líkama
þeirra væru að nokkru gerðar af lán-
uðum fjöðrum.
Öll kvikmyndafélögin eiga við
sömu vandamál að stríða í þessari
grein. Flestar leikkonurnar verða að
bæta úr vaxtarlaginu með koddum af
mismunandi stærðum, einkum þó, ef
þær eru látnar leika í baðfötum eða
aðskornum kvöldkjólum. Betty Hutt-
on veldur klæðskeranum oft mikilla
örðugleika, því að*á hénni tolla ekki
einu sinni koddarnir á sínum stað.
Þegar hún á að fara að leika, grípur
hún oft í koddan^ í mesta ofboði og
hrópar: „Hjálp! Nú er ég að týna öllu
utan af mér!“
Þær leikkonur, sem berast mest á
í klæðaburði, verða að nota þessi
fegrunarbrögð jafnt utan leiksviðsins
sem innan. Flerðarnar eru breikkað-
ar, mittið gert eins mjótt og spengi-
legt og mögulegt er og barmurinn
lagaður til með ýrnsu móti. Þá er og
gert allt sem hægt er til þess að dylja
óþarflega mikil hold. Rosalind Russel
var eitt sinn álitin bezt klædd af öll-
um konum í Hollywood, en er þó
ákaflega flatbrjósta og verður að beita
ýmsum brögðum til þess að dylja það.
Norma Shearer verður að hylja hand-
Fáar leikkonur geta státaS aj eins jallegum fót-
leggjum og Marlene Dietrich.
pHMINA
3