Lystræninginn - 01.05.1979, Side 7

Lystræninginn - 01.05.1979, Side 7
náunga sem ég þekkti, hann var annað hvort í hjálpar- sveit - já látum það liggja á milli hluta. Þessi náungi var einu sinni að leita að flugvélarflaki - hann hefur þá að öllum líkindum verið i flugbjörgunarsveitinni - hann var sem sagt að leita að flugvélarflaki. Þetta var æfing og þessi flugvél fórst hér á stríðsárunum en það er önnur saga. Nú, nú eftir nokkra tíma göngu kemur hann þar sem maður liggur sofandi í laut. Þá var piltur búinn að gleyma flugvélarflakinu, hélt hann væri að leita að týndum manni. Maðurinn sór og sárt við lagði að hann væri alls ekki týndur en pilturinn hlustaði ekki á hann og þegar maðurinn neitaði að koma með honum til byggða gerði leitar maður sér lítið fyrir, réðist á manngreyið, batt hann og teymdi hann á eftir sér. Síðar kom í ljós að þetta var háttsettur embættismaður í sumarfríi. Þannig fer ef við greinum ekki aðalatriðin frá aukaatriðunum, aðalatriðið í þessu var flugvélarflakið en maðurinn var aukaatriði (horfir fram í sal). A ég að trúa þvi sém sé. Er maðurinn sofnaður (bendir) ekki sé ég betur - vekið þið mannfjandann undir eins. Er þetta áhugi alþýðunnar á sannleikanum? Hvað haldið þið að ég sé? Vögguvísnasöngvari eða hvað? Eg hef ferðast um landið þvert og endilangt, ekki aðeins þetta land heldur fjölmörg önnur og aldrei fyrr hef ég verið móðgaður á jafn freklegan hátt (gengur fram fyrir borðið). Þú ættir að skammast þín og það skal ég segja þér ef þú sofnar aftur, þá hætti ég og fer.... þá skal ég koma niðurí sal og jafna um þig, þú varst farinn að hrjóta (að borðinu aftur). Ég hef fórnað öllu fyrir vísindin, fram eftir ævi var ég fátækur maður, hafnaði góðri og vel borgaðri stöðu því vísindin voru mér allt. Ég á kröfu á því að menn hlusti á það sem ég segi, það er skylda ykkar. Nú er ég búinn að tapa þræðinum (hugsi) það er auðvitað spurning hvort ég á nokkuð að segja ykkur. Alla vega segi ég ykkur ekki frá samhæfiskenningunni en sam- kvæmt henni verður atómeðlisfræðin að notast við samhæf hugtök. Mjög mikilvægt atriði. Ég hef í fjöl- mörg ár einbeitt mér að rannsóknum á starfsemi mannsheilans. Gert mér grein fyrir eðli tilverunnar, til- gangi lífsins og ég hef - eftir margra ára þrotlaust starf komist að merkilegri niðurstöðu. Til að geta svarað spurningunni hvað er sannleikur verðum við að gera okkur grein fyrir hlutverki okkar í þessu lífi. Við stærum okkur af stórum heila og vissulega eru heila- hvelin, sem eru stærsti hluti heilans, tiltölulega stærri í manninum en öðrum skepnum. En til hvers er að hafa stóran og á margan hátt velgerðan heila ef við kunnum ekki að nota hann? Frá aldaöðli hafa menn tekið önnur líffæri fram yfir heilann. Skáldin yrkja um hjartað, hjarta mitt hrópar á þig, hjartað ræður og svo framvegis. Það er ekki heili minn hrópar á þig eða heil- inn ræður. Það er alltaf hjartað og hjartað og aftur hjartað. Hvar væri ég í dag ef ég hefði ekki notað heil- ann? Hvar væruð þið ef þið hefðuð ekki notað heilann? En ég var að tala um afstæðiskenninguna. Til að skilja hana verður að nota heilann, ég er ekki að gera lítið úr hjartanu alls ekki það hefur sínu hlutverki að gegna. Nú á eftir þegar þessum fyrirlestri er lokið farið þið heim til ykkar, þetta á ekkert sammerkt afstæðiskenningunni. En þið farið heim til ykkar, kannski fáið þið ykkur kaffibolla, setjist niður og rabbið við maka ykkar, börn eða kunningja, en hvað verður um mig? Hvert fer ég, við hvern get ég talað? Ég má ekki einu sinni drekka kaffi, ég á hvergi heima, ég hef engan til að tala við. Er þetta réttlátt? Ég þekkti eitt sinn mann - þið tókuð væntan- lega eftir því að ég sagði þekkti ekki þekki, nú orðið þekki ég engan. Þessi maður sem ég þekkti hafði ótak- markaðan áhuga á starfsemi heilans eða svo hélt ég. Hann kynntist konu og síðan ekki söguna meir, hann treysti sér ekki til að lifa einn og öðlast fullkomnun - stundum öfunda ég hann. Hún var dökkhærð. Ég skal segja ykkur eitt í trúnaði - ég hef aldrei notað tilrauna- dýr, aldrei. En engu að síður hef ég sannprófað kenn- ingar mínar, hvernig jahá það segi ég ekki. Heyrði ég rétt? Var einhver að geispa? Hvers konar fólk er hérna, mér er spurn? Það er ekki von á góðu þegar fólk nennir ekkert á sig að leggja. Væri ég sá sem ég er ef ég hefði alltaf verið geispandi? En þið megið geispa fyrir mér en það get ég sagt ykkur að lausn lífsgátunnar fæst ekki með hrotum né geispum nema ef vera skyldi aðeinhver geispaði golunni (leitar að blaði). Hvað er sannleikur? í fljótu bragði virðist ógerningur að svara þeirri spurningu en svarið er einfalt og um leið og ég svara þeirri spurningu, svara ég öðrum. Og ég skal segja ykkur að svar mitt gildir fyrir alla. Ég er einn samt er ég hamingjusamasti maður í veröldinni vegna þess að ég hef fundið lausn lífsgátunnar. Og úr því að ég ætla að segja ykkur hvað sannleikurinn er er best að láta lausn lífsgátunnar fljóta með. Ég er hér með blað þar sem lausnin er skrifuð á. Það er undarlegt en fram að þessu hefur alltaf eitthvað komið fyrir um leið og ég hef byrjað að segja þetta eina orð sem öllu máli skiptir. Síðast féll ég í yfirlið um leið og orðið var komið fram á varir mínar. Ég var fluttur á sjúkrahús og allir færustu lækn- ar landsins voru sammála um að hraustari mann hefðu þeir aldrei séð (leitar). Ég á að vera hérna með stærðar örk þar sem ég hef skrifað lausnina (leitar í töskunni, dregur upp stóra upprúllaða pappírsörk). Ég vil - áður en ég sýni ykkur þetta - þá vil ég taka það fram að þið hafið á engan hátt unnið til þess arna. En afþví að alþýðan er nú einu sinni mitt fólk og ég er einn af ykkur verður ekki talið óeðlilegt þótt þið fáið að vita þessa lausn fyrst af öllum. Ég ætla að biðja þá sem nota gler- augu að setja þau upp (fer uppá stólinn). Látið þið nú ekki tækifærið ganga ykkur úr greipum. Á þessa örk er skráð það eina sem skiptir máli í lífinu, allt annað er hismi og hjóm. Sjá ekki allir vel? Þá er stundin runnin upp, og eftir andartak birtist lífsgátan - bölvuð vitleysa er þetta - lausn lífsgátunnar á ég við - hún birtist ykkur og þið munuð öðlast eilífa hamingju (rúllar pappírsörk- inni í sundur, hægt, hún er auð. Hann grípur um hjarta- stað, virðist ætla að detta niður, harkar af sér, vöðlar pappírsörkinni saman, hendir henni á gólfið, staulast út). Legunautar - Leikfélag Þorlákshafnar 1977. 7

x

Lystræninginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.