Lystræninginn - 01.05.1979, Qupperneq 14

Lystræninginn - 01.05.1979, Qupperneq 14
Ólafur Haukur Símonarson Hvar eru fuglar? Sumar tilfærslur og áherslubreytingar í samtímanum verða nánast án þess almenníngur veiti þeim athygli. Það er sjaldnast fyrr en eftirá, að menn tala um þróun - það hafi orðið þróun í þessu eða hinu í einhverja tiltekna átt. Sérílagi veitist mönnum erfitt að setja fíngur á slíkar breytíngar í yfirbyggíngu þjóðfélagsins, og sérílagi hvurnig hugmyndafræði samfélagsins tekur breytíngum í gagnvirkri stígandi við breytíngar í basis eða grundvelli samfélagsins. Og þó er á stundum einsog dragi frá túngli í hrollvekjasögu og menn reka augun í að sitthvað sem hefur átt sér stað hefur færst úr stað og tekið breytíngum, ýmist stig- eða eðlisbreytíngum.. Nýtt slagorð hljómar þessa dagana. Dagblöð eiga ekki að hafa skoðanir, heitir það. Blöðin eiga ekki að þröngva skoðunum eða áliti uppá lesendur, segja hinir nýju gúrúar síðdegis- og helgarpressunnar. Blöðin eiga aðeins að sýna og birta. Þetta er nýja línan í blaða- mennskunni, niðurstaðan af ofmettun á blaðamark- aðnum, hruni blaða erlendis og ákveðnu gervifrjálslyndi. Það er birtíngargildið, þ.e. sölugildið sem hinir nýju gúrúar (og væntanlega útgefendur þeirra lika) vilja hafa að leiðarljósi. Þetta mat, hvort sem það er nú ferskt eða úldið, helst auðvitað í hendur við þá hágírun neyslunnar sem teygir sig inn í krók og kima. Það á semsé að vera mögulegt að lesa alla dóbíuna af dagblöðum ánþess að rekast nokk- ursstaðar á skoðun, boðun eða hugsjón. Uppá síðkastið þykir það nefnilega aldeilis ótrúlega ófint að hafa hug- sjón. Að lýsa því yfir að maður hafí hugsjón þykir álíka smekkleysa og að auglýsa i Mogganum, að maður hafi fengið lekanda. Einkum á þetta við um potara á vinstra kanti. Enginn atvinnupólitíkus með minnstu glóru fæst tilað viðurkenna að hann sé hugsjónamaður. Það jafngildir pólítísku sjálfsmorði að játa á sig hugsjónir. Þeir sem vilja þumlúnga sig áfram í kerfinu flýta sér að sverja af sér hverja örðu af æskuhugsjónum sínum. Hugsjónir þykja næstum því jafn púkalegur farángur og sjópoki. Hvað hefur komið í staðinn? Jú, dagblöðin hamast við að birta. Stjórnmálamennirnir eru þar allir settir í eina hakkavél (þá sömu og poppstjörnurnar eru settar í) og búnir til úr þeim einlitir pólitískir hamborgarar, sem síðan eru kryddaðir eftir þörfum, ýmist með steiktum lauk eða hráum, sinnepi eða bleikri tómat- sósu. Það þykir fátækleg forsíða sem ekki býður upp á að minnsta kosti eina morðtilraun, eitt stórslys (eða næstum því stórslys) og lítinn eiturlyfjareifara. Og í takti við þessa katastrófuklifun bólgna ákveðin orð, einsog tilaðmynda orðið „raunsæi". Allir keppast við að vera raunsæir, því auðvitað hlýtur raunsæi og birtíng að vera ósamrýmanlegt því að hafa skoðun og hugsjón. I eyrum gúrúa síðdegispressunnar hljómar það einsog skrítla að lýsa eftir raunsæum hugsjónamönnum. Afhverju þykja orðin hugsjón og raunsæi svona ákaf- lega ósamræmanleg í seinni tíð? Er það kannski merki um uppgjöf þeirra sem hingað til hafa þorað að hugsa útyfir stórgallað og heimskulegt þjóðskipulag? Það er engu líkara en kreppugusturinn sem leikur um Vestur- Evrópu hafi feykt burt allri þeirri frjóu umræðu sem höfundur þessa pistils man til alla vegu frá árinu 1965. Vissulega eldast menn, umræða staðnar og utanveltu- menn eru skyndilega staddir innanveltu - en afhverju þarf samhengið að rofna, því stöðugt koma nýjar kynslóðir til sögunnar? Víðast hvar hníga rök 14

x

Lystræninginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.