Lystræninginn - 01.05.1979, Síða 16

Lystræninginn - 01.05.1979, Síða 16
Ólafur Ormsson ÞRJÁTÍU ÁR Þar sem baræskan situr við borð í Óðali og horfir sljóum augum út á Austurvöll yfir öxlina á Jóni forseta. Þar fyrir þrjátíu árum í gasmekki lögreglunnar var tekist á um fjöregg þjóðarinnar. Þegar kylfum búið lögreglulið óð fram til varnar „frelsinu, lýðræðinu'1, til varnar Atlantshafsbandalaginu og barði á friðsamri alþýðu heyrðist rödd frá alþingi íslendinga „ég sver, ég sver. Island skal ekki selt“, röddin minnti á sakamann er óttaðist afleiðingar verka sinna. Á sömu stundu óðu hvítliðarnir fram, rifu upp grjót og mold, vitstola, slefandi af bræði hugfangnir af hlutverki sínu í þágu varnarbandalagsins í vestri frömdu þeir myrkraverkin í skjóli „löggæslunnar í landinu“, frömdu þeir ódæðið gegn hlutleysi Islands og sjálfstæði. Einstaka glotti við tönn er honum var hugsað til þess frama er biði hans undir verndarvæng erlends valds, herliðs. Þrjátíu árum seinna unir íslenska þjóðin glöð við sitt, hlutskipti í verðbólgunni, bólgin á sálinni starir hún á steinhúsið við Austurvöll og væntir þess að trúðarnir sextíu hafi eitthvað til málanna að leggja, en þeir deila sem fyrr um eyðijarðir og þingfararkaup. Einstaka sinnum rumskar þessi þjóð og krefst þess að fá að horfa á litasjónvarpið í friði, að fá að sjá Kanaríeyjar á uppáskrifuðum víxlum og hún vill fá að framlengja þeim í friði. Það eina sem skiptir hana verulegu máli er að fá að skemmta sér að stíga dansinn að fullu í kringum gullkálfinn. Það er ekki öll nótt úti ennþá, en það kemur að því fyrr en seinna að þessi þjóð fær ekki lengur neinn til að skrifa uppá. Senn falla vixlarnir í gjalddaga víxlarnir frá 30. mars 1949 eru þegar fallnir í gjalddaga og lögtök eru hafin. 16

x

Lystræninginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.