Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 21

Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 21
LYSTRÆNINGINN Pósthólf 104 815 Þorlákshöfn fiannick £t CÍIU Birgir Sigurðsson: Skáld-Rósa leikrit, kápu- mynd eftir Gunnlaug St. Gíslason, 132 bls. kilja. Verð kr. 3000.- Leikrit þetta hefur verið sýnt á annað ár hjá L.R. oger mjögskemmtilegt aflestrar. Jannick Storm: Börn geta alltaf sofíð, skáld- saga, kápumynd eftir Bjarna Ragnar, Vernharður Linnet þýddi. 180 bls. kilja, verð kr. 3.500.-Jannick Storm er einn kunnasti rithöfundur Dana afyngri kynslóðinni. Saga þessi lýsir viku í ævi 12 ára drengs, ótta hans við umhverfi sitt, móður sína, húsvörðinn, kennarana og fyrstu kynferðisreynslu hans. Bók sem gagntekur lesandann í hrífandi ein- faldleika sínum og næmum skilningi á sálarlífi drengsins. Bók þessi hefur selst í íleiri upplögum í Danmörku. JÓNAS F. SVAFAR STÆKKUNARGLER UNDIR SMÁSJÁ Jónas E. Svafár: Stækkunargler undir smásjá. Ljóð, 36 bls. kilja, kápumynd eftir höfundinn, tölu- sett ogárituð. Verðkr. 2.500.-Þetta er fjórða ljóða- bók Jónasar, einhvers fyndnasta og frumlegasta ljóðskálds Islendinga. Tíu ár eru liðin síðan síð- asta ljóðabók hans kom út. Jón frá Pálmholti: Vindurinn hvilist aldrei, ljóð, 45 bls. kilja. Myndskreytingar eftir Bjarna Ragnar, tölusett og árituð. Verð kr. 2.500.- Þetta er fimmta ljóðabók höfundar en auk þess hefur hann samið skáldsögur og smásögur. Birgir Svan Símonarson: Gjalddagar, ljóð, 45 bls. kilja, myndskreytingar eftir Richard Valtingojer, kápa: Sigrid Valtingojer, verð kr. 2000.- Þetta er þriðja Ijóðabók Birgis Svans, eins aflistaskáldunum vondu. Pjetur Lárusson: A djúpmiðum, ljóð, 32 bls. kilja. Myndgerving: Orn Karlsson, verð kr. 2000.- Þessar ljóðabækur eru í ljóðabókaflokk Lystræn- ingjans. Stærð A5. 21

x

Lystræninginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.