Lystræninginn - 01.05.1979, Page 22
Vernharður Linnet
MINNISPUNKTAR
UM DJASSGESTI
Jazzvakning
Jazzvakning heldur merki djassins hátt á lofti og á
aðeins hálfu ári hefur félagið staðið fyrir tónleikum
þriggja bopmeistara í Reykjavík. Dexter Gordon,
Dizzy Gillespie og Art Blakely hafa músíkserar hér með
hljómsveitum sínum. Skrifað hefur verið um tónleika
þeirra á öðrum vettvangi og skal það ekki endurtekið
hér. Hér verða aðeins rifjuð upp orð og atburðir úr
Keflavík-Reykjavík-Keflavík tónahraðlestinni.
Long Tall Dex
Dexter Gordon kom hingað í október sl. ásamt félög-
um sínum: píanistanum George Cables, bassaleikaran-
um Rufus Reid og trommaranum Eddie Gladden.
í morgunskímunni lenti Flugleiðavélin frá New York
á Keflavíkurflugvelli. Ömurlegir braggarnir kúrðu við
malbikið og flugvélin spýtti farþegunum útí morgun-
svalann. Síðastur fór Dexter sem þurfti að spjalla við
flugfreyjurnar. Hann var hress áleiðinnitilReykjavíkur
en Eddie Gladden kúrði í aftursætinu.
- Það er lifsnauðsyn að djassinn fái sama uppslátt í
fjölmiðlum og poppið, sagði hann og hélt síðan áfram
og kryddaði enskuna á stundum með dönsku. - Hvað
haldiði að margir blaða- og útvarpsmenn hefðu verið á
flugvellinum núna ef Frank Sinatra eða Rolling Stones
hefðu verið að koma? Djassinn er í sókn, og það þarf að
kynna hann fyrir fólki. Bítlamúsíkantarnir fóru að fitla
við að spinna stutta sóló og það kom krökkunum á
bragðið. Við höfum verið að leika um þver og endilöng
Bandaríkin og allstaðar fullt af ungu fólki. Var Niels-
Henning að leika hjá ykkur? Stórkostlegur músíkant
Niels-Henning. Við lékum Iengi saman á Montmartre
þegar hann var krakki. Hann er stjúpsonur minn í
músíkinni. Hvað segirðu! Fæst Manhattan Symphonie
í búðunum hérna! Heyrirðu þetta Eddie? Nýja platan
okkar er komin í búðirnar hérna. Það sem stóru félögin
gefa út er komið um allan heim á örskotsstundu. Það
þarf að kynna djassinn betur. Það er aðalatriðið
Við gerum stuttan stans við heita lækinn. - Hér væri
gaman að skola af sér. Ekki satt Eddie? Of kalt.
Kannski á þurru en vatnið er heitt. Það vareinhver van-
viti í New York sem hélt að ísland þýddi eyja. Ég vissi
betur. Þetta er land elds og íss. Einhverntíma hef ég
leikið með íslendingum í Skandinavíu. Ég á enn húsið
mitt í Valby.
í allflestum djasstímaritum heimsbyggðarinnar var
Dexter kjörinn djassleikari ársins eða tenórsaxafón-
leikari ársins nema hvortveggja væri. Það var ekki fullt
þegar hann lék í Háskólabíói. Héðan hélt hann til
Evrópu. í Lissabon voru níu þúsund manns á
tónleikum hans.
Dexter og Eddie Gladden við heita lækinn.
22