Lystræninginn - 01.05.1979, Blaðsíða 27
Tóti yfir aflann og sagði:
„Við getum selt fisksalanum þennan fisk og fengið
stóran pening."
Hver fiskurinn á fætur öðrum rann inn fyrir borð-
stokkinn. Brátt áttu þeir erfitt með að þverfóta sig,
báturinn var ekki hólfaður svo aflinn gat runnið fram
og aftur í bátnum. Þorskarnir blökuðu sporðinum og
gleyptu loftið. Einn og einn fékk æðiskast og spriklaði
allt hvað af tók í smá tíma. Þeir sáu á færunum að það
grynnkaði, skömmu seinna hætti fiskurinn að taka.
Bátnum var brugðið.
„Okkur hefur rekið yflr holuna."
„Nú förum við heim. Þetta er nóg,“ sagði Dabbi.
„Nóg,“ svaraði Tóti reiður. „Þetta er ekki nóg.“
„Báturinn er drekkhlaðinn. Það er skynsamlegra
að hafa heldur minna en of mikið.“
„Við látum reka aftur yflr gatið. Ég er þinn eldri
bróðir og ég ræð.“
„Er hálft tonn ekki nóg? Þú getur ekki innbyrt alla
fiskana sem eru í sjónum.“
„Loksins þegar við komumst í fisk vilt þú fara heim.“
Tóti trekkti vélina í gang og lónaði til baka. Vélinni
tókst ekki að lyfta bátnum upp úr að framan.
„Þú ert aldrei ánægður. Þessi græðgi í þér á eftir að
drepa þig einhvern tíma,“ sagði Dabbi svekktur.
Þeir létu reka yfir holuna á ný. Dabbi renndi færinu
út letilega og sagði:
„Djöfulsins, andskotans, helvítis."
„Do you have a fisk mister fix,“ sagði Tóti stríðnis-
lega.
„Þegiðu."
Þeir mokuðu fiski á ný. Sífellt seig borðstokkurinn
neðar og neðar. Blóðugir þorskarnir fiæddu um bátinn.
Veiðarfærakassinn fór á kaf. Dabbi settist niður og
sagði:
„Nú ber báturinn ekki meira.“
„Hertu þig upp og haltu áfram. Við stórgræðum á
þessum róðri.“
„Þú ert ekki með öllum mjalla, svei mér þá. Þú getur
ekki hætt. Borðstokkurinn er 5 sentimetra frá sjávar-
borði.“
„Ekki fimm sentimetra," sagði Tóti og kíkti út fyrir
borðstokkinn. „Þetta eru átta sentimetrar."
„Pabbi sagði okkur að fara varlega.“
„Við eigum bátinn, er það ekki?“
„Pabbi hefur aldrei hlaðið bátinn svona mikið."
„Æi, hættu þessu voli. Haltu áfram að dorga.“
„Þetta er gengið út í öfgar.“
„Maður verður að grípa tækifærið þegar það gefst.“
Dabbi hífði færið inn og vafði því á keflið og sagði:
„Ég er hættur.“
„Já, hættu bara, en ég ætla að telja fiskana sem ég
veiði núna.“
Dabbi hugðist gera að aflanum en fyrst ætlaði hann
að ná í pípuna sem var í úlpuvasanum fram í stafn.
Hann klofaði yfir þóftuna og klöngraðist fram í, reyndi
að stinga fætinum niður á milli fiskanna án þess að
kremja þá. Nefið á bátnum sökk niður og skyndilega
rann aflinn af stað fram í bátinn. Dabbi hrópaði upp
yfir sig og reyndi að stökkva til baka en það var of seint.
Stefnið stakkst á kaf og sjór flæddi inn. Fiskar flutu
upp.
„Báturinn er að sökkva,“ æpti Tóti skelfingu lostinn
og gretti sig í framan.
Hægt og sígandi sökk báturinn undan fótum þeirra
og kaldur sjór læstist um þá. Rassmótorinn dró aftur-
hlutann niður í djúpið á undan. Það sást glitta í hvítan
bátinn þar sem hann sveif ofan í blágrænt hyldýpið.
Neðansjávar sáust fjórar spriklandi mannafætur standa
neðan úr sjávarfletinum. Þurr úlpa Dabba flaut .
Bensínbrák myndaðist í kringum skelkaða mennina.
Upp úr djúpinu stigu loftbólur.
„Fiskarnir mínir synda burt,“ öskraði Tóti og saup
sjó.
Dabbi reyndi að taka sundtökin. Hann forðaðist
Tóta því Tóti baðaði út höndunum eftireinhverjutilað
grípa í.
„Sparkaðu klofstígvélunum af þér. Þau eru að draga
þig í kaf,“ kallaði Dabbi.
„Mér er svo kalt,“ snökkti Tóti.
Mávarnir flögruðu yfir fiskunum sem flutu í
bensinblandaðri blóðbrákinni. Úlpa Davíðs liðaðist
undir yfirborðið. í fjarska brotnaði undiraldan á
Kerlingarskerinu.
Skjót vióbrögð
Þaö er hvimleitt aó þurfa aö
bíöa lengi meö bilaö rafkerfi,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja fyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
harösnúnu liöi sem bregöur
skjótt viö.
•RAFAFL
Skólavörðustig 19. Reykjavik
Simar 2 1700 2 80 22
27