Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Side 4
4 Fréttir Vikublað 5.–7. janúar 2016 og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR Hagnaður fisk- eldis tífaldaðist Eignir Fiskeldis Austfjarða jukust um 1.690 milljónir F iskeldi Austfjarða var rekið með 559 milljóna króna afgangi árið 2014 og var hagnaður tímabils- ins tífalt meiri en árið á und- an. Eignir fiskeldisins jukust úr 910 milljónum í lok 2013 í 2,6 milljarða ári síðar. Fyrirtækið er með 11.000 tonna framleiðsluleyfi á laxi í Beru- og Fá- skrúðsfirði, ásamt því að eiga 50% eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Bú- landstindi á Djúpavogi. Eigið fé þess nam 1.207 milljónum í árslok 2014 og hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) 801 milljón. MNH Holding AS, eitt stærsta fisk- eldisfyrirtæki Noregs, keypti í nóv- ember síðastliðnum 50% hlut í Fisk- eldi Austfjarða. Fjárfesting norska fyrirtækisins var þá sögð tengjast áformum um aukin umsvif við lax- eldi í sjókvíum á Austfjörðum. Fisk- eldi Austfjarða, sem var stofnað 2012, var áður alfarið í eigu innlendra aðila og Eggjahvíta ehf., félag í eigu Guð- mundar Gíslasonar, stjórnarfor- manns fyrirtækisins, var langstærsti hluthafinn. Guðmundur vildi ekki svara spurningum blaðamanns um afkomu fyrirtækisins 2014 þegar eftir því var leitað. n haraldur@dv.is Berufjörður Fiskeldi Austfjarða er meðal annars með starfsemi í Berufirði á Austurlandi. Fengju þriðjung Píratar fengju þriðjung atkvæða ef gengið yrði til alþingiskosninga nú, ef marka má spánnýja og um- fangsmikla könnun sem Gallup gerði á fylgi flokka í lok nóvember og út desember. Þá voru sjö þús- und spurðir en þátttökuhlutfall var 60 prósent. Píratar fengju 33 prósent at- kvæða og eru enn langvinsæl- astir. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 25 prósenta fylgi en Framsóknar- flokkurinn 12 prósent. Samfylk- ingin og VG fengju hvor um sig 10 prósent. Aðrir flokkar ná ekki 5 prósenta fylgi. Birgit safnar fyrir eina kanínubúi landsins Birgit Kositzke hefur sett af stað söfnun á Karolina Fund til bjargar kanínubúi sínu B irgit Kositzke hefur ræktað kanínur til manneldis á Syðri-Kárastöðum undan- farin fjögur ár. Reksturinn stendur ekki enn undir sér og nú er svo komið að hana vantar fjármagn til þess að halda ræktun- inni áfram. Hún hefur því sett af stað söfnun á Karolina Fund undir yfirskriftinni „Björgum eina kanínubúi landsins – valkostur á íslenska kjötmarkaðn- um“. Framtakið hefur vakið tals- verða úlfúð hjá dýravinum sem finna Birgit og hennar rekstri allt til foráttu. „Aldrei stór markaður“ Í söfnuninni óskar Birgit eftir að lágmarki 3.000 evrum, um 420 þúsund krónum. Hún hefur þegar safnað 45% af upphæðinni og enn eru 12 dagar til stefnu. Hún telur að kanínukjöt sé áhugaverður val- kostur á íslenskum kjötmarkaði og er bjartsýn á að reksturinn geti orðið sjálfbær. „Þetta verður aldrei stór markaður en þetta er hágæða- vara og ég verð vör við áhuga neyt- enda. Íslendingar ferðast mikið og hafa bragðað kanínukjöt erlendis og einnig hafa margir íslenskir matreiðslumenn komist í kynni við hráefnið þegar þeir eru í starfs- námi erlendis,“ segir Birgit. Nokkrir veitingastaðir, til dæmis Kolabraut- in í Hörpu, kaupa af henni kjöt auk þess sem einstaklingar geta keypt vöruna í Matarbúrinu úti á Granda. Leitar að samstarfsaðila Að sögn Birgitar er hún ekki síst að leita eftir samstarfi við hæfa aðila og vonar að athyglin sem söfnun- in vekur muni opna augu áhuga- samra fjárfesta. „Það fer mikill tími í að hugsa um kanínurnar og því er erfitt að komast frá Hvammstanga. Það þýðir að sölu- og markaðsstarf situr á hakanum og það tefur fyrir því að reksturinn geti staðið undir sér,“ segir Birgit en búið telur nú um fjögur hundruð dýr. Að hennar sögn slátraði hún 650 kanínum í fyrra. „Það er ekkert mál að fjölga kanínum en það er vandasamt að rækta þær. Það þarf að velja réttu dýrin til undaneldis,“ segir Birgit. Dýrvinir ósáttir Á vef Karolina Fund hafa dýravinir farið hörðum orð- um um söfnun Birgitar. Þar er frumkvöðulsstarfsemi hennar sögð vera ljót, sjálfselsk og ónauðsyn- leg. „Ég skil ekki hvernig þér finnst að fólk eigi að „bjarga“ kanínunum frá því að þú drepir þær með því að borga þér pening til þess að þú getir framleitt fleiri kanínur bara til þess að drepa þær?“ spyr Kristín Helga- dóttir. „Mikið vona ég að það verði ekkert úr þessu. Íslendingar hafa margt annað hollt og gott að borða svo þessi búskapur er algjörlega óþarfi,“ segir Tinna Björg Hilmars- dóttir. Dýrahjúkrunarfræðineminn Svava Kristjana Lövdal gerir athugasemdir við aðbúnað dýr- anna. Af myndum að dæma segir hún að kanínurnar séu of margar í hverju búri og að aðbúnaður þeirra sé ekki nógu góður. Að sögn Birgitar koma þessi viðbrögð henni ekki á óvart en henni sárnar um- ræðan um aðbúnað dýranna. „Ég skil vel að þeir sem hafa vanist kan- ínum sem gæludýr kunni ekki að meta þetta framtak, ég átti von á því. Hins vegar legg ég mikla alúð í velferð og aðbúnað dýranna og ég er á móti hefðbundinni kanínurækt þar sem dýrunum er gefið prótín- ríkt fæði til þess að hægt sé að slátra þeim innan þriggja mánaða,“ segir Birgit. Hún segir skrítið að aðbún- aður dýranna sé gagnrýndur af einstaklingum sem hafa ekki kynnt sér aðstöðuna. „Ég ætla að halda opið hús í lok maí og þá er öllum velkomið að kíkja við og skoða sig um,“ segir Birgit. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ég ætla að halda opið hús í lok maí og þá er öllum velkomið að kíkja við og skoða sig um. Birgit Kositzke Hefur unnið ötullega að því að byggja upp kanínurækt til manneldis undanfarin fjögur ár. Hún telur að reksturinn muni standa undir sér síðar á árinu en brúa þurfi bilið fram að því. Kanínur Mynd frá búi Birgitar. Maðurinn var Breti Er lendi ferðamaður inn, sem fannst lát inn við Skóg ar nes á Snæ fellsnesi á sunnudagskvöld, var Breti. Maðurinn, sextugur, fannst skammt frá bíl sem hann hafði tekið á leigu og átti að skila á sunnudag. Grunsemdir vöknuðu eftir að hann skilaði sér ekki í flug á tilsettum tíma. Ekk ert bend ir til þess að and lát manns ins hafi borið að með sak næm um hætti en mikill viðbúnaður var á Vest- urlandi eftir að bíll hans fannst mannlaus. Björgunarsveitar menn og sporhundar voru kallaðir út en í fyrstu var talið að tveir menn væru týndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.