Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Síða 8
Vikublað 5.–7. janúar 20168 Fréttir
A
ðstandendur heimilda-
myndarinnar Drag Dad
söfnuðu um 22 þúsund
dollurum, tæpum þremur
milljónum íslenskra króna,
á vefsíðunni Kickstarter um mitt ár
2012. Myndin var aldrei kláruð og
voru aðstandendur hennar meðal
annars sakaðir um að hafa eytt pen-
ingunum í ferðalög á Facebook-síðu
myndarinnar. Forsprakki verkefnis-
ins, Björn Erlingur Flóki Björnsson,
segir að ásakanirnar séu úr lausu
lofti gripnar en að sú staðreynd að
myndin hafi runnið út í sandinn hafi
verið „persónulegur ósigur“ fyrir sig.
Byrjaði sem skólaverkefni
Í apríl 2012 var Björn Flóki í kvik-
myndanámi við The New School í
New York þegar hann gerði stutt-
mynd fyrir verkefni í skólanum.
Stuttmyndin fjallaði um einstæða
föðurinn James Ross, sem er betur
þekktur sem dragdrottningin Tyra
Sanchez. Björn Flóki heillaðist af
sögu Ross og aðstæðum hans og
taldi að um prýðilegan efnivið í
heimildamynd væri að ræða. Stutt-
myndin heppnaðist vel og lá bein-
ast við að taka upp meira efni með
James og syni hans til að framleiða
heimildamynd í fullri lengd.
Ótrúlegur stuðningur
„Ég var í góðu sambandi við James á
þessum tíma, þar sem við töluðum
reglulega á Skype um líf hans, fjöl-
skyldu og framavonir. James var mjög
spenntur að taka þátt í verkefni þar
sem hann fengi tækifæri til að segja
sína sögu á opinskáan hátt. Á þeim
tíma bjuggu James og sonur hans Jer-
emiah einir í lítilli íbúð í Atlanta þar
sem James vann fyrir þeim feðgunum
með því að skemmta sem dragdrottn-
ingin Tyra Sanchez,“ segir Björn Flóki.
Hann og framleiðandi myndarinn-
ar, Denis Deck, settu saman tökuplan
og fjárhagsáætlun og söfnun var sett
af stað á Kickstarter. „Viðbrögðin
við verkefninu voru vonum framar.
Við fundum fyrir ótrúlegum stuðn-
ingi og áhuga frá fólki víðs vegar
að í heiminum, sem eins og okkur
fannst vanta sögur eins og þessa, um
hvernig „óhefðbundið“ fjölskyldulíf
getur heppnast vel. Við náðum 16.000
dollara takmarki okkar og rúmlega
það,“ segir Björn Flóki og telur að
alls hafi safnast um 22.000 dollarar
með styrkjum í gegnum Paypal. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Kickstarter
styrktu 633 aðilar gerð myndarinnar
með fjárframlagi.
Aðstæður gjörbreyttust
Stuttu eftir að fjáröfluninni á
Kickstarter lauk gjörbreyttust aðstæð-
ur viðfangsefnisins. James Ross flutti
frá Atlanta til Orlando þar sem fjöl-
skylda hans og barnsmóðir, Cynthia,
bjuggu. „Hann hafði lent í fjárhagserf-
iðleikum í Atlanta og gat ekki haldið
þeim feðgum uppi fjárhagslega einn
síns liðs og var knúinn til að gista á
sófum félaga sinna í Orlando. Hann
vildi ekki láta son sinn búa við þannig
lífsstíl svo Jeremiah flutti til móður
sinnar haustið 2012. Þetta var ákveðið
áfall því að sagan snerist um uppeldi
James á Jeremiah en nú bjuggu þeir
ekki lengur saman,“ segir Björn Flóki.
Fótunum hafi í raun verið kippt und-
an myndinni.
Með tökulið til Orlando
Í viðleitni sinni til að klára myndina
þrátt fyrir breyttar aðstæður þá ferð-
aðist Björn með fjögurra manna
tökulið frá New York til Orlando og
var ætlunin að taka upp efni í tvær
vikur. „Við náðum góðum augna-
blikum en vegna breyttra kringum-
stæðna áttum við ekki efni til að klára
heimildamynd sem segði söguna
sem við ætluðum okkur að segja.
Þetta var ekki „Drag Dad“-sagan sem
við sáum í Atlanta. Auk breyttra að-
stæðna vildi móðir Jeremiah ekki
taka þátt í myndinni og bókstafs-
trúarfjölskylda James, sem skamm-
aðist sín fyrir kynhneigð sonar síns,
hafnaði þátttöku,“ segir Björn Flóki.
Um sextíu klukkustundir af efni voru
til taks en sagan var ekki heilsteypt.
Játa sig sigraða
Ári síðar gerði Björn aðra tilraun til
þess að fylla upp í götin í myndinni
og fór í fimm daga tökuferð til Or-
lando. Barnsmóðir James hafði hins
vegar fulla umsjón með syni þeirra
alla daga og tilraunir James til þess að
safna nægu fé til þess að kaupa íbúð
og hefja nýtt líf með syninum höfðu
ekki gengið eftir. Að sögn Björns hafa
aðstandendur myndarinnar vonast
til þess að taka þráðinn upp aftur síð-
ar þegar að aðstæður feðganna hafi
breyst til batnaðar en með hverjum
mánuðinum hafi sú von dvínað og
nú er svo komið að þeir hafi ákveðið
að játa sig sigraða. Barnsmóðir James
er flutt til Boston ásamt syni þeirra og
James býr í Orlando. „Það er búið að
taka langan tíma að sætta sig við þess-
ar lyktir mála, sérstaklega þar sem svo
margir stuðningsaðilar höfðu trú á
þessu verkefni með okkur. Hins vegar
geta því miður mörg „observational“
heimildamyndaverk efni endað,
þar sem efniviðurinn getur breyst á
augnabliki án viðvörunar,“ segir Björn
Flóki og bætir við að hann sjálfur hafi
stutt við heimildamyndarverkefni á
Kickstarter þar sem hætt hefur verið
við tökur vegna breyttra aðstæðna.
Engin laun fyrir vinnuna
Eins og títt er með hópfjármögnun
þá fengu stuðningsaðilar Drag Dad
loforð um ýmiss konar glaðning (e.
rewards) fyrir stuðninginn. Að sögn
Björns Flóka stóðu aðstandend-
ur Drag Dad við þessi loforð eins
og unnt var. Stuðningsaðilar fengu
glaðning eins og ljósmyndabók fra
tökum, áritaðar myndir og plaköt
af stjörnu myndarinnar, persónu-
legar þakkir og ýmislegt fleira. Eðli
málsins samkvæmt var hins vegar
ekki hægt að senda DVD-eintak af
myndinni til þeirra.
Björn Flóki segist engin laun hafa
tekið sér fyrir þá vinnu og tíma sem
fór í undirbúning og tökur á ver-
kefninu. Stærsti kostnaðarliður-
inn var fyrri ferðin til Orlando með
fjögurra manna tökulið en hún kost-
aði um 1,4 milljónir. Inni í þeirri tölu
eru ferðakostnaður, gisting, fæði,
leiga á búnaði og tryggingar. Seinni
ferðin kostaði rúmlega 500 þúsund
krónur. Um 300 þúsund kostaði að
senda umbun til stuðningsaðila úti
um allan heim og 250 þúsund krón-
ur runnu til Kickstarter sem þóknun.
Afgangurinn fór í upphaflegu tökurn-
ar í New York og þá eftirvinnslu sem
þó var lagt í.
„Ég skil óánægju þeirra sem
lögðu til fjármuni í þetta verkefni.
Myndin var mér sjálfum mjög kær
og að svona skyldi fara er persónu-
legur ósigur fyrir mig,“ segir Björn
Flóki. James Ross kaus að tjá sig
ekki um málið þegar DV hafði sam-
band við hann og vísaði á Björn
Flóka. n
„Persónulegur
ósigur fyrir mig“
n Söfnuðu tæpum þremur milljónum á Kickstarter n Myndin rann út í sandinn
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is Björn Erlingur
Flóki Björnsson
Hefur játað sig
sigraðan varðandi
heimildamyndina
Drag Dag.
Feðgar Hér má sjá James Ross, í gervi dragdrottningarinnar Tyru Sanchez, ásamt syni sínum Jeremiah. Ross skaust upp á stjörnuhim-ininn þegar hann bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Drag Race.
Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is
Sérfræðingar í prenthylkjum
prentari: 16.900 kr.
5 hylkja sett: 3.900 kr.