Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 5.–7. janúar 201616 Sport Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is M.BENZ C 180 CDI 07/2014, ekinn 39 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 5.490.000 kr. Raðnr.254586 BMW 520D XDRIVE M-PACK F10 04/2015, ekinn 5 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 8.750.000 kr. Raðnr.254416 AUDI A6 2.0 TDI S-LINE 08/2014, ekinn 16 Þ.km, disel, sjálfskiptur, gríðarlega vel búinn! Verð: 7.980.000 kr. Raðnr.254356 M.BENZ E 200CDI T BLUETEC AVANTGARDE 11/2014, ekinn 28 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð: 6.990.000 kr. Raðnr.254418 AUDI A6 2.0 TDI 05/2012, ekinn 50 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 6.290.000 kr. Raðnr.254089 Þ að er hnefaleikakappinn Floyd Mayweather sem þén- ar íþróttamanna mest, sam- kvæmt lista Forbes fyrir árið 2015. Mayweather ber höfuð og herðar yfir aðra íþróttamenn þegar kemur að launatölum. Boxar- inn Manny Pacquiao er í öðru sæti og er hálfdrættingur á við Mayweather. Inn á listann yfir tíu hæst launuðu íþróttamennina nær engin kona, en sú kona sem er launahæst kemst í 26. sæti yfir alla íþróttamenn. Það er Maria Sharapova tenniskona. Serena Williams, sem á dögunum var út- nefnd besta íþróttakona heims, er í 47. sæti. n Þeir þéna mest n Þetta eru launahæstu íþróttamenn heims 2015 n Konur komast ekki á topp tíu listann Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is 1 Floyd Mayweather 300 milljónir dollara Mayweather er 300 milljóna dollara virði, eða tæplega 39 milljarða ís- lenskra króna. Hann er langlauna- hæstur, laun og vinningsfé hans nemur 285 milljónum dollara og auglýsinga- og styrktarsamningar hans nema fimmtán milljónum dollara. Mayweather er 38 ára, fjögurra barna faðir og býr í Los Angeles. Hann nær einnig að vera launahæstur á lista yfir „fræga fólkið“, hjá Forbes. Mayweather hefur slegið öll met, en áður hafði Tiger Woods, sem er í níunda sæti á þessum lista, þénað langmest. Það var árið 2008 þegar Woods hafði upp úr krafsinu 115 milljónir dollara. 2 Manny Pacquiao 160 milljónir dollara Ferill Pacquiao hefur verið fjöl- breyttur. Á árunum 2001–2010 var hann valinn hnefaleikari áratugar- ins, en hann hefur að auki tekið sæti á fulltrúaþinginu á Filippseyjum, verið leikari, tónlistarmaður og spil- að og þjálfað körfubolta. Hann fékk 148 milljónir dollara í laun og vinn- ingsfé á árinu 2015 og hefur gert aug- lýsingasamninga að virði 12 milljóna króna Bandaríkjadollara. 3 Cristiano Ronaldo 79,6 milljónir dollara Besti fótboltamaður heims, marka- kóngurinn Cristiano Ronaldo, er í þriðja sæti listans. Ronaldo spilar fyrir Real Madrid þar sem hann fær ríflega fimmtíu milljónir dollara í laun árlega, auk bónusa. Hann hefur að auki gert auglýsinga- og styrktar- samninga fyrir 27 milljónir dollara. Hann er vinsælasti íþróttamaður heims, eins og auglýsingasamn- ingarnir sýna, en hann þykir að auki sérstaklega laglegur og því einstak- lega vinsæll sem fyrirsæta. 4 Lionel Messi 73,8 milljónir dollara Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi, sem spilar fyrir Barcelona, hefur líkt og Cristiano Ronaldo, gert launa- samninga fyrir 50 milljónir dollara. Hann hefur gert 22 milljóna dollara auglýsinga- og styrktarsamninga. 5 Roger Federer 67 milljónir dollara Tennisspilarinn Roger Federer er sá fyrsti á listanum sem hefur meiri tekjur af aug- lýsingasamningum en í laun og verð- launafé. Verðlauna- féð er níu milljónir dollara, en styrktar- og auglýsinga- samningar hans eru að andvirði 58 milljóna dollara. Hann hefur undan- farin sautján ár verið meðal tíu bestu tennisspilara heims og hefur sett met þegar kemur að því að sanka að sér verðlaunafé, sem samanlagt í gegnum ferilinn nemur 90 milljónum dollara. 6 LeBron James 64,8 milljónir dollara LeBron James var fyrsti NBA-leik- maðurinn til að spila fimm sinnum í röð til úrslita í tæp fimmtíu ár. Laun hans nema 20 milljónum dollara á ársgrundvelli, en styrktarsamn- ingar og auglýsingasamningar alls 44 milljónum dollara. LeBron spilar fyrir Cleveland Cavaliers. 7 Kevin Durant 54,2 milljónir dollara Körfuboltamaðurinn Kevin Durant, sem spilar fyrir Oklahoma Thunder, gerði 85 milljóna dollara samning við liðið árið 2010. Hann er á síðasta ári samningsins og tekjur hans á ár- inu nema því 19 milljónum dollara auk þess sem auglýsingasamningar ársins nema 35 milljónum dollara. Auglýsingasamningur hans, sem hann gerði við Nike árið 2014, gæti orðið allt að 200 milljóna króna virði á endanum, ef allt gengur að óskum. Það er stærsti auglýsingasamningur sem nokkur íþróttamaður hefur gert. 8 Phil Mickelson 50,8 milljónir dollara Golfarinn Phil Mickelson fær 40 milljónir dollara árlega vegna aug- lýsingasamninga og viðburða sem hann tekur þátt í á vegum íþróttar- isans Callaway, Barclays-bankans, endurskoðunarfyrirtækisins KPMG, Exxon Mobil, Rolex og lyfjafyrir- tækisins Amgen. Hann gerði samn- ing við Amgen um að vera andlit soríasis- lyfsins Enbrel árið 2010. Hann hefur upp úr krafsinu 2,8 millj- ónir króna í laun og verðlaunafé fyrir sjálft golfið en alls veita auglýsinga- og styrktarsamningar hans 48 millj- ónir á ársgrundvelli. 9 Tiger Woods 50,6 milljónir dollara Tiger Woods er eitt þekktasta nafn íþróttasögunnar, bæði af góðu og illu. Sem stendur fær hann 50 millj- ónir vegna styrktarsamninga auk þess að hafa upp úr krafsinu í sjálfu golfinu 600 þúsund dollara á árs- grundvelli. Þetta er allt langt frá því meti sem hann setti árið 2008 þegar hann var hæst launaði íþróttamaður sem heimurinn hafði séð, með sam- anlagðar tekjur upp á 115 milljónir dollara. Það verður þó ekki annað sagt en að hann geti vel við unað, svona miðað við aldur og fyrri störf. 10 Kobe Bryant 49,5 milljónir dollara Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant hefur verið hæst launaður í körfu- boltanum fimm ár í röð. Fyrir leik- tíðina 2014–2015 hafði hann upp úr krafsinu 23,5 milljónir dollara. Hann tók þó á sig sjö milljóna launa lækkun. Þrátt fyrir að meiðsl hafi haft mikil áhrif á hann á síðustu leiktíð liggur fyrir að hann hefur talsverðar tekjur af spilamennskunni. Laun hans í fyrra fyrir auglýsinga- og styrktar- samninga námu 26 milljónum dollara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.