Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2016, Síða 18
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 5.–7. janúar 2016 Brimbrjótur kveður Þá rofnar eitthvað Þorgrímur Þráinsson segir Facebook geta valdið tilfinningarofi milli barns og móður. – Morgunvaktin Ó lafur Ragnar Grímsson mun ekki gefa kost á sér til endur- kjörs sem forseti þjóðarinnar. Það er að minnsta kosti stað- an eftir nýársávarp hans. Ólafur Ragnar reyndist þessari þjóð af- skaplega vel. Hann var brimbrjótur – landsfaðir – og hann breytti stöðn- uðu embætti. Icesave-deilan og hvernig Ólafur Ragnar stóð þá með íslensku þjóð- inni er hápunktur ferils hans. Þar stóð hann í lappirnar og skýldi þjóð sinni. Hann veitti lýðræðinu far- veg og fyrir hans tilstuðlan braut ís- lenska þjóðin Breta og Hollendinga á bak aftur og hafði fullnaðarsigur. Betri talsmaður íslenskra hags- muna á erlendri grund hefur ekki áður stigið fram. Ólafur Ragnar hef- ur markað spor í Íslandssöguna og það eru djúp spor. Sagan mun ekki afmá þau, þvert á móti munu þau dýpka og kynslóðirnar munu sjá hversu mikilvægur maður sat á Bessastöðum á viðsjárverðum tím- um. Það var ekki með pólitískan vilja að vopni sem Ólafur Ragnar tók að sér að vera brimbrjótur þjóðarinn- ar. Það var fyrst og fremst vegna þess að stjórnmálamenn höfðu ekki dug eða þor til að standa með íslenskum hagsmunum. Hræðsla við svokallað almennings álit og skoðana kannanir lömuðu þá stjórnmálamenn sem áttu að standa í stafni þjóðarskút- unnar. Þess í stað voru þeir neðan þilja til að verjast sjógangi og ágjöf. Stjórnmálamenn eru ráðnir á fjögurra ára fresti til að vera á dekkinu og takast á við það sjólag sem bíður skútunnar hverju sinni. Kannski er raunveruleg ástæða þess að embætti forseta breyttist sú að það var enginn á dekki þegar versn- aði í sjóinn. Í stað þess að skútan hrektist upp í fjöru tók Ólafur Ragnar við stýrinu og kom fleyinu í höfn. Nú skal gengið til forsetakosn- inga. Strax kemur í ljós að löggjöf um kosningarnar er úrelt. Ekki er gerlegt að breyta þeirri löggjöf sem gildir um slíkt kjör fyrir kosningar í vor. Breyta þarf stjórnarskrá og það ferli er tímafrekt. Fjöldi manns telur sig eiga erindi á Bessastaði til að veita þjóðinni for- ystu. Það ætti enginn að bjóða sig fram til þessa embættis með hálf- kæring í huga eða til þess að vekja á sér athygli umfram það sem emb- ættið kallar á. Við kveðjum góðan forseta og þökkum honum vaktina sem var löng og á köflum ströng. Því miður er allt útlit fyrir að við taki einhvers konar framboðssirkus sem mun þegar upp verður staðið veikja þetta veigamikla embætti. n Helgi náttfari? Vefurinn Hringbraut hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir rótarleg skrif huldumannsins Ólafs Jóns Sívertsen og Náttfara sem virð- ist einkum skrifa á kvöldin og um nætur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir liggja í augum uppi hver skrifi fyrir Ólaf Jón og Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður, segir það vera Helga Magnússon fjárfesti. „Af hverju ekki að segja einfald- lega frá því að hér er um að ræða annan eigenda Hringbrautar? HM!“ segir Tryggvi Þór. Á rið 2015 hangir í minninu sem árið þegar yfir milljón flóttamenn flúðu frá Sýrlandi og nágrannalöndum yfir til Grikklands og Ítalíu. Flestir sjóleiðina á litlum skektum og yfir 3.000 þeirra drukknuðu á leiðinni, börn, konur og menn. Þetta fólk var að flýja stríð á heimaslóðum en þar verður nú stöðugt ófriðlegra m.a. vegna breytinga á hitastigi og þar með gróðri og þetta stefnir lífsafkomu fólks í hættu, milljóna, milljónatuga. Þegar til Evrópu var komið tók við sannkölluð píslarganga til norður- hluta Evrópu, einkum til Þýska- lands. Yfirvöld hvarvetna reyndu að hefta för fólksins eða beina því ann- að, þráttuðu um hver ætti að taka við því, fólk spýtti á það og kastaði grjóti en víðast hvar var gott fólk sem reyndi hvað það gat að aðstoða mann- eskjurnar sem höfðu flúið föðurland sitt í leit að betri stað til að lifa á a.m.k. tímabundið. Aðstoða þau sem var hægt að að- stoða. Of seint var að aðstoða þá eða þau sem höfðu látið lífið í stríðs- átökum, dáið úr vosbúð eða drukkn- að á leið sinni til betra lífs. Ferð okkar manna til betra lífs hef- ur tekið á sig margvíslegar myndir. Ein myndin er Messíasarmyndin. Myndin af Jesú frá Nazaret sem var borinn til að „flytja fátækum gleðilegan boð- skap“, þeim hinum sama og var úthýst úr gistihúsinu áður en hann fæddist, fjarri ríkidæmi heimsins og völdum. En Jesús, þessi mikla fyrirmynd, mátti eftir að hann var sestur við hlið föður síns sætta sig við það að vera gerður að viðhlæjanda valdsins, grunnur að helstu valdastofnunum heims, ekki bara kirkjunnar, heldur heims- velda og þjóðríkja. Hann sjálfur dó á krossi, sem var rafmagnsstóll Róm- verja, neitaði að undirgangast valdið eða yfirgefa málstað þeirra fátæku og smáðu en eina ráð þeirra sem héldu upp merki hans var að giftast valdinu ef svo má segja, flestra. Meðal þeirra hafa ætíð verið uppreisnarseggir en þeir ná sjaldnast langt, eru í besta falli sendir í afskekktar sóknir. Annað sem situr í minninu eru hryðjuverkin í París í nóvem- ber þar, sem vel á annað hundrað manns, einkum ungt fólk, lét líf sitt fyrir hendi bilaðra manna, svokall- aðra hryðjuverkamanna. Það set- ur að manni ógeðshroll að hugsa til þessara atburða og hvernig ungt fólk er spólað upp í það að drepa mis- kunnarlaust með köldu blóði í nafni hugsjóna og trúar, koma þá í hug- ann hryðjuverk þess tíma sem maður hefur fylgst með, nasisminn, stalín- isminn, morð Tyrkja á Armenum svo ekki sé farið lengra aftur í blóð- ugri sögu mannkyns. Satt að segja virðist friðar boðskapur þess sem hér stendur yfir mér í horni farið fyrir lítið og honum meira að segja verið att fram í óteljandi orrustum. Það hefur verið barist fyrir hann, fallið fyrir hann og Guð má vita hvað. Nú um stundir virðist okkur einkum standa ógn af ISIS í Miðausturlöndum sem drepa fólk í nafni ALLAH, bæði Mú- hameðstrúarmenn og kristna. Er maður svona sjálfur, eruð þið svona, væri hægt að gera úr okkur kaldrifjaða manndrápara? Ekki vafi, sagan hefur dregið fram þennan veikleika mannsins og við erum merkilegri en aðrir menn, alls ekki. Um leið og við þróuðum með okkur vitund, vitundina um okkur sjálf, hver við erum og stöðu okkar, komumst þannig fram úr sauðkindinni og rott- unni, urðum við lömb sem föllum fyrir ídeólógíu og trú og hlýðni við vald að við getum meira að segja orðið þátt- takendur í skipulögðum drápum. Í stað þess að drepa okkur til matar af dýrslegri svengd öðluðumst við greind til þess að drepa meðvitað og skipu- lega. Drepa til þess að vinna, ryðja íd- eólógíu og trú braut, drepa væri okkur skipað, drepa væri okkur innrætt. Allir muna umræðuna um al- bönsku fjölskyldurnar sem vísað var héðan úr landi, en fengu svo íslenskan ríkisborgararétt eftir allt saman. Mað- ur vísar ekki veikum frá sér, var víða sagt. Allra síst barni. Allra, allra síst langveiku barni. Ýmiss konar rök voru notuð, þar á meðal var vísað beint í fæðingu Jesúbarnsins, sem þjóð- in væri að fara að halda upp á. Enda kominn undirbúningstími jólanna, aðventan hafin, þegar umræðan fór fram. Stundum var líka vitnað til mis- kunnsama Samverjans, útlendingsins sem gaf sig að særða manninum sem lá særður við veginn, eftir að prestur og levíti höfðu gengið hjá, og sagt var: Maður hjálpar. Punktur. Þessi reynsla kennir okkur að boð- skapur frelsarans frá Nazaret er lif- andi meðal vor. Við erum upp til hópa gott fólk sem finnur til með öðru fólki. Það sjáum við líka í góða fólkinu sem hjálpaði flóttamönnunum og í öllu því góða fólki sem hefur stuðlað að friði í heiminum, lagt líkn við þraut annarra. Því góða fólki sem gerir samfélög manna að bærilegum stað fyrir flesta. Því góða fólki sem starfar í anda Jesú frá Nazaret, innan kirkju hans eða utan. Sum okkar eru trúuð, öll höfum við alist upp við kristna menningu, meira að segja þeir sem kalla guð sinn Allah hafa alist upp við Krist, hann er einn af aðalspámönnum íslam. Og nú fögnum við fæðingu hans, hann er okkar maður og Guð, en situr samt Guði til hægri handar. Og við erum heilar hans og hendur hér á jörðu, er sagt. n Áramótahugleiðing Baldur Kristjánsson sóknarprestur í Ölfusi Af Eyjunni Ég hlýt að vera eitthvert ógeð Alma Ýr Ingólfsdóttir hefur verið kölluð frík. – DV Við erum venju- leg fjölskylda Bryndís Kjartansdóttir segir sorg fjölskyldu stúlkunnar í fangelsinu í Brasilíu hryllilega. – dv.is Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.