Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 19.–21. janúar 2016 Metár hælisuMsókna í uppsiglingu n Tuttugu umsóknir borist frá áramótum n Alls fengu 82 einstaklingar hæli hérlendis í fyrra A lls sóttu 354 einstaklingar um vernd á Íslandi árið 2015, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Miðað við fyrstu vikur ársins þá er talið að enn fleiri muni sækja um vernd hérlendis á árinu sem ný­ hafið er. Tuttugu umsóknir hafa borist fyrstu tvær vikurnar sem bendir til þess að umsóknir verði um 35–40 talsins þennan janúar­ mánuð. Til samanburðar bárust 15 umsóknir í janúar árið 2015. Blóðhefnd Albana Albanir voru sá þjóðernishópur sem stóð á bak við flestar umsóknir á síðasta ári, alls 108 talsins. Tvö önn­ ur nágrannaríki eru ofarlega á list­ anum, Makedónía (27 umsóknir) og Kósóvó (15 umsóknir) og því standa Balkanlöndin fyrir um 42% allra hælisumsókna hérlendis á síð­ asta ári. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er fólk frá þessum þjóð­ um að flýja persónulegar ofsóknir af hálfu eigin eða annarra fjölskyldu. Talað er um svokallaða „blóðhefnd“ og er sú hefndarskylda æði rík í þessum samfélögum. Það rímar við sögu Jetmir Nedjmedini og Idajet Zahiri sem DV ræddi við í síðustu viku. Þau eru frá Makedóníu en af albönsku bergi brotin og neyddust til þess að flýja land út af forboðinni ást og yfirvofandi hefnd fyrrverandi tengdafjölskyldu Jetmirs. Hann er fráskilinn, þriggja barna faðir en það þótti með öllu óásættanlegt að hann skyldi taka upp ástarsamband við Idajet sem var ógift. Þau óttuð­ ust hreinlega um líf sitt og flúðu til Íslands. Ólíklegt verður að teljast að rök­ semdir Jetmirs og Idajet fyrir vernd hérlendis hljóti náð fyrir augum hérlendra stjórnvalda. Óttinn við blóðhefnd hefur ekki talist gild ástæða hingað til og öllum um­ sóknum um vernd frá löndum Balkanskagans hefur verið hafnað hingað til. Ríkisborgarétturinn sem Pepaj­ og Phellumb­ fjölskyldurnar albönsku fengu er síðan sérstakt til­ vik sem ekki er hægt að skilgreina sem veitingu hælis. Kerfið sprungið Um áramótin velktust mál 313 hælis leitenda um í kerfinu. Útlendingastofnun er með þjón­ ustusamning við þrjú sveitarfélög, Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnar­ fjörð. Áttatíu hælisleitendur dvelja í búsetuúrræðum hjá tveimur fyrrnefndu sveitarfélögunum en 14 dvelja hjá Hafnarfjarðarbæ, samtals 174 einstaklingar. Það þýðir að 139 einstaklingar eru í beinni þjónustu hjá Útlendingastofnun varðandi búsetuúrræði á meðan niðurstaða fæst í þeirra mál. Kerfið er því í raun löngu sprungið og Útlendinga­ stofnun á fullt í fangi með að finna húsnæði fyrir þann fjölda sem mun sækjast eftir hæli hér á næstu miss­ erum. 82 fengu hæli Alls fékkst niðurstaða í 323 málum á síðasta ári. Þar af voru 194 mál sem tekin voru til efnismeðferðar hér­ lendis en fimmtíu málum var vísað til annarra landa á grundvelli Dyfl­ innarreglugerðarinnar, 32 höfðu þegar fengið dvalarleyfi í öðru landi og 47 einstaklingar drógu umsóknir sínar tilbaka eða hurfu, eins og segir orðrétt á vef Útlendingastofnunar. Af þessum 194 málum fengu 82 jákvæða niðurstöðu og þar með hæli hérlendis. Sextán einstak­ lingar fengu hæli af mannúðar­ ástæðum en 66 fengu viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn. Af þeim sem hlutu hæli voru Sýrlendingar fjölmennastir, 17 talsins, og þá eru undanskildir þeir kvótaflóttamenn sem boðið var til landsins af stjórn­ völdum. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Umsóknir eftir þjóðerni n Albanía 108 n Sýrland 29 n Írak 28 n Makedónía 27 n Afganistan 22 n Kósóvó 15 n Íran 13 n Gana 11 n Hvíta-Rússland 10 n Pakistan 9 n Annað 82 Samtals 354 Hælisleitandi Hinn níu ára gamli Fallah, sem er frá Írak, er einn af þeim hælisleitendum sem DV ræddi við í síðustu viku. Hann hefur dvalið hér í eitt ár ásamt foreldrum sínum og þremur systrum og hefur náð ótrúlegum tökum á íslenskunni á þessum stutta tíma. Mynd ÞorMAr Vignir gunnArsson 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 35 51 76 118 172 176 354Fjöldi hælisumsókna á árunum 2009–2015 Hælisumsóknum hefur fjölgað gríðar- lega á undanförnum sex árum. Fjöldi hælisumsókna á mánuði 2015 Mikil fjölgun varð á umsóknum síðustu mánuði ársins og sú þróun heldur áfram í ársbyrjun 2016. 15 15 9 18 7 22 22 48 62 57 44 35 Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desemb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.