Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 7
Vikublað 19.–21. janúar 2016 Fréttir 7 og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta TANITA FITUMÆLINGAVOGIR Nauðsynleg hjálpartæki eftir jól Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Tengist við iPhone með Bluetooth en ódýrastar voru þær í utanríkis- ráðuneytinu, sem er með langflesta starfsmenn. Tekið skal fram að allir ráðherrar, nema utanríkisráðherra, fengu líka sömu jólagjafir frá ráðu- neytunum og aðrir starfsmenn. Vín frá WOW Í svörum við fyrirspurn DV vekur athygli að flugfélagið WOW air var eina íslenska fyrirtækið sem gaf ráð- herrum ríkisstjórnarinnar jólagjaf- ir; þeim Bjarna Benediktssyni, fjár- mála- og efnahagsráðherra, og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra. Bæði fengu þau vínflösku að gjöf frá flugfélagi Skúla Mogensen. Ragnheiður Elín, sem er ráðherra ferðamála, þáði boðsferð til Was- hington-borgar í Bandaríkjunum frá WOW air í maí í fyrra. Tilefnið var jómfrúarflug WOW til Baltimore Washington-flugvallar. Stundin, sem fjallaði um boðsferðina, greindi frá því að flugfélagið hefði greitt fyrir flugmiða ráðherrans en flugvöllurinn staðið straum af kostn- aði við hótelkostnað ráðherrans í tvær nætur. DV sendi fyrirspurn sína á upp- lýsingafulltrúa allra ráðuneyta. Svör bárust frá sjö ráðuneytum af átta. Ekkert svar hafði borist frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar blaðið fór í prentun. n Velferðarráðuneytið Gjafir til ráðherra Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, fengu hvort um sig vínflösku frá indverska sendiráðinu og dagatöl frá sendiráðum Þýskalands, Japan og Kína. Gjafir ráðuneytis til starfsmanna Starfsmenn velferðarráðuneytisins fengu debetkort með 12 þúsund króna innistæðu. Um var að ræða 102 einstaklinga, þar með taldir ráðherrarnir og aðstoðarmenn þeirra. Heildarkostnaður: 1.224.000 kr. Forsætisráðuneytið Gjafir til ráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk vín, konfekt og dagatöl í jólagjöf frá erlendum sendi- ráðum hér á landi. Samkvæmt svari frá ráðuneytinu liggur ekki fyrir sundurliðun á hvað barst frá hverju sendiráði en tekið er fram að gjafirnar hafi í öllum tilvik- um verið smávægilegar og verðmæti þeirra óverulegt. Gjafir ráðuneytis til starfsmanna Starfsfólk forsætisráðuneytisins fékk blandara að andvirði 13.500 króna í jólagjöf samkvæmt svari við fyrirspurn DV. Um var að ræða 48 starfsmenn, þar með talinn forsætisráðherra. Heildarkostnaður: 648.000 kr. Fjármála- og efna- hagsráðuneytið Gjafir til ráðherra Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, fékk gjafir og jólakveðju frá fimm erlendum sendiráðum á Íslandi. Gjafirnar voru vínflöskur og/eða dagatöl. Þá fékk Bjarni einnig vínflösku frá flugfélaginu WOW air. Gjafir ráðuneytis til starfsmanna Starfsmenn fengu pönnu og matarpakka í jólagjöf að verðmæti 21.750 króna. Um var að ræða 81 einstakling, þar með talinn ráðherra. Heildarkostnaður: 1.761.750 kr. Atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið Gjafir til ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk tvær vínflöskur. Aðra frá sendiráði Rússlands og hina frá indverska sendiráðinu. Þá fékk hann dagatöl frá sendiráðum Kína, Japan og Þýskalands. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk þrjár vínflöskur. Eina frá sendiráði Rússlands, aðra frá indverska sendiráðinu ásamt kexi og súkkulaði, og þá þriðju frá flugfélaginu WOW air. Þá fékk hún bók um Kanada frá sendiráði Kanada og þrjú dagatöl frá öðrum sendiráðum. Gjafir ráðuneytis til starfsmanna Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fengu púða með myndum úr náttúru Íslands ásamt tveimur vínflöskum að verðmæti 11.464 króna. Um var að ræða 62 starfsmenn, þar með taldir ráðherrar. Heildarkostnaður: 710.768 kr. Utanríkisráðuneytið Gjafir til ráðherra Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fékk talsvert magn af áfengi í jólagjöf frá sex erlendum sendiráðum hér á landi. Hann fékk vodkaflösku frá Rússlandi og aðra til frá Pól- landi. Matarkörfu og viskíflösku frá Indlandi, vínflösku frá Bandaríkjunum, matarkörfu frá Katar og konfektkassa frá Noregi. Einnig fékk hann þrjú dagatöl. Gjafir ráðuneytis til starfsmanna Starfsmenn utanríkisráðuneytisins fengu íslenskan mat í jólagjöf. Lambalæri og krydd, grafinn nautavöðva og jólaköku að verðmæti 7.164 króna. Um var að ræða 140 starfsmenn, en ráðherra fékk ekki gjöfina þar sem hún var í hans nafni. Heildarkostnaður: 1.002.932 kr. Innanríkis ráðuneytið Gjafir til ráðherra Ólöf Nordal innan- ríkisráðherra fékk rauðvínsflösku frá bandaríska sendi- ráðinu og dagatöl frá sendiráðum Kína og Japan. Gjafir ráðuneytis til starfsmanna Starfsmenn innanríkisráðuneytisins fengu Vivo Charge-heilsuúr að verðmæti 14.495 króna. Um var að ræða 80 einstaklinga, þar með talinn ráðherra. Heildarkostnaður: 1.159.600 kr. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Gjafir til ráðherra Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráð- herra, fékk léttvínsflösku frá indverska sendiráð- inu, dagatöl og ársrit frá ýmsum aðilum og litla konfektöskju frá umhverfisverndarsamtökunum Bláa hernum, sem Tómas J. Knútsson er í forsvari fyrir. Gjafir ráðuneytis til starfsmanna Starfsmenn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fengu ostakörfu, rauðvínsflösku og bókamerki að verðmæti 13.773 króna. Um var að ræða 41 starfsmann, þar með talinn ráðherra. Heildarkostnaður: 564.691 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.