Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 19.–21. janúar 20168 Íslenskt sjávarfang - Kynningarblað Aðeins gæðavörur frá Fiskási F iskás er staðsett við tvær flott- ustu laxár landsins, Ytri- og Eystri Rangá. Starfsemin hófst sumarið 2010 með reyk- ingu á laxi. Í nóvember sama ár opnuðu eigendur fyrirtækisins fiskbúð á Hellu. Torfi Sigurðsson, framkvæmdastjóri og einn af þremur eigendum fyrirtækisins, segir Fiskás hafa það að markmiði að þjónusta laxveiðimenn á Íslandi og hafa lax- veiðimenn, bæði íslenskir og er- lendir, sem veiða í Rangánum notað þjónustuna og verið mjög ánægðir með vörurnar sem Fiskás býður upp á að sögn Torfa. „Fyrirtækið þjón- ustar einnig heimafólk og fyrirtæki á Suðurlandi á ferskum fiski sem keyptur er á markaði,“ segir Torfi. Viðurkenning frá Gordon Ramsay „Það er gaman að segja frá því að sælkerakokkurinn Gordon Ramsay gaf okkur fyrstu einkunn fyrir reykta laxinn okkar,“ segir Torfi en að sögn Torfa borðaði Gordon heilt flak af reyktum laxi frá Torfa á dag þegar hann var við veiði á svæðinu í einu fríinu sínu. Torfi er afar ánægður með hversu vel Gordon líkaði laxinn. „Það er óhætt að segja að það sé öfl- ug viðurkenning þegar heimsklassa sælkerakokkur leggur blessun sína og rúmlega það yfir vöru sem maður er að framleiða,“ segir hann. Bæði með ferskfisk og reyktan fisk Í Fiskási starfa fjórir til sex starfs- menn eftir vertíðum. „Við erum að reykja fisk yfir sumarmánuðina og fram að áramótum en þá minnkar ör- tröðin örlítið. Hins vegar er mikið að gera allan ársins hring í ferskum fiski hjá okkur þar sem við erum að sinna hótelunum og skólunum á svæðinu með slíkar vörur,“ segir Torfi. n Nýir fiskréttir hjá Hafinu S teinar Bjarki Magnússon, matreiðslumeistari og versl- unarstjóri í Hlíðasmára, segir margt nýtt vera á nálinni hjá fyrirtækinu og má þar nefna einna helst nýja fiskrétti. „Nýir réttir líta dagsins ljós hjá okkur. Má þar nefna löngu í líbönskum búningi og þorskhnakka í BBQ. Auk þess erum við með frábæra chimmichuri mar- íneringu sem er afar góð með laxi. Og ekki má gleyma lúðu í spicy lemon sem við erum með en gaman er að segja frá því að hún sló í gegn í síðustu viku,“ segir Steinar. Við erum alltaf að bæta úrvalið hjá okkur og leggjum ávallt áherslu á hollan og góðan fisk,“ segir Steinar. Hann bætir við: „Við leggjum mikið upp úr því að hafa allt, sem við bjóðum upp á, ferskt og hollt.“ Þjónusta veitingastaði og mötuneyti Frá opnun Hafsins hefur fyrirtækið þjónustað mötuneyti og veitinga- staði á höfuðborgarsvæðinu og hefur sú starfsemi færst í aukana á síðastliðnum árum. Hafið þjón- ustar veitingastaði og fagaðila í matreiðslugeiranum. „Hvort sem um er að ræða einyrkja eða stór veitinga- hús þá sníðum við lausnirnar að hverjum og einum,“ segir Steinar. „Veitingageirinn gerir miklar kröfur og því einblínum við á að veita ríku- legan sveigjanleika, persónulega þjónustu og umfram allt besta mögu- lega hráefni,“ segir hann. Hvað varðar mötuneytin segir hann að fyrirtækið sérhæfi sig í þjónustu við stærri og smærri mötuneyti og er þjónustan löguð að þörfum og umsvifum hvers og eins. „Við vitum að mötuneyti treysta á gott hráefni og hagkvæmni. Því leggjum við áherslu á sveigjan- leika og samkeppnishæfni ásamt því að rækta frábær viðskiptasambönd,“ segir Steinar. Aðsetur skrifstofu og mötuneyta- og veitingastaðaþjónustu var fært í rúmgott húsnæði að Fiskislóð á Granda árið 2014. Þar hefur flökun og fiskvinnsla fyrirtækisins farið fram síðan 2013. „Nú er í bígerð að fara í enn stærra húsnæði í byrjun febrúar. Það er einnig á Fiskislóð á Granda svo hægt er að auka framleiðslu og þjón- ustu enn frekar,“ segir Steinar. Þrjár verslanir Hafið var stofnað árið 2006 og var fyrsta verslunin opnuð í Hlíðasmára Kópavogi. Árið 2013 var síðan opnuð önnur verslun í Spönginni í Grafar- vogi þar sem velgengni verslunarinn- ar í Hlíðasmára var gífurleg. Þriðja verslunin var síðan opnuð í Skipholti 70, snemma vetrar 2015, þar sem fisk- búðin Hafrún var til húsa. „Þar var öllu sópað út og er nýja nýja búðin með sömu áherslur og kröfur og hin- ar tvær. Nágrannar hennar geta því gengið að því vísu að fá sömu gæði og þjónustu líkt og í hinum tveimur,“ segir Steinar. Opnunartími Hafsins er alla virka daga frá kl. 10.00 til 18.30. n MyndiR KaRl PeteRsson 2015

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.