Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 38
26 Fólk Vikublað 19.–21. janúar 2016 HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Lady Gaga er mætt aftur n Fór krókaleiðir til baka n Ótrúlegur ferill óvenjulegs listamanns M ig dreymdi um að verða leikkona áður en mig dreymdi um að semja tón- list,“ sagði Lady Gaga með tár í augum þegar hún tók á móti Golden Globes-verðlaunun- um sínum fyrir leik sinn í American Horror Story: Hotel fyrr í mánuðinum og bætti við: „En tónlistin gekk fyrst upp.“ Ekkert húðflúr Lady Gaga minnti helst á nútíma Marilyn Monroe þar sem hún stóð á sviðinu í klassískum svörtum kjól; ekk- ert glingur, skraut né búningur skyggði á fágað og glæsilegt útlitið. Meira að segja húðflúrið var horfið. Það eina óvænta í þessu fínlega fatavali var kannski hversu fyrirsjáanlegt það var. Krókaleið til baka Tónlistarblaðamaðurinn Jason Lips- hutz, sem skrifar fyrir The Fuse og Bill- board, minnir á að engum hafi dottið í hug að Lady Gaga ætti nokkurn tímann eftir að taka á móti verðlaun- um fyrir leiklist þegar hún var borin inn í stóru eggi, eins og á Grammy- verðlaununum 2011, né þegar hún kom fram sem karlkyns hliðarsjálf sitt á MTV-verðlaununum sama ár. Lipshutz segir að eftir áralanga ferð á móti straumnum hafi Lady Gaga þurft krókaleið aftur inn í eðlileikann. „Hún vildi verða leikkona áður en hún vildi verða söngkona en hún varð að verða leikkona og djasssöngkona áður en hún hélt áfram í poppbransanum. Og fyrir vikið er ferill hennar mun stöð- ugri,“ skrifar Lipshutz á Fuse. Gervin burt Lady Gaga sló í gegn árið 2008 með plötunni Fame. Born This Way kom út 2011 og fór beint á toppinn í yfir 20 löndum. Þriðja stóra platan, Artpop, kom út 2013 seldist vel en ekkert í lík- indum við tvær fyrstu plöturnar svo stjörnur á borð við Beyoncé, Miley Cyrus og Lorde þustu fram úr Lady Gaga. Botninum var náð þegar hún lét æla yfir sig á tónlistarhátíðinni South By Southwest árið 2014. Eitthvað varð að breytast og hún breytti svo sannar- lega um gír. Hún fjarlægði það sem hafði náð athygli okkar til að byrja með og minnti svo um munaði á að hún getur virkilega sungið. Frammi- staða hennar á Óskarsverðlauna- hátíðinni 2015 gleymist seint en þar söng hún lög úr söngleiknum Sound of Music og uppskar mikið lófatak. Ný plata væntanleg Lady Gaga var auðmýktin ein þegar hún steig á svið á Golden Globe-verð- launahátíðinni og tók á móti verð- launum fyrir leik sinn í American Horror Story: Hotel og nýtti tækifær- ið til að þakka sínu fólki fyrir. Á hátíð- inni staðfesti hún einnig að ný plata væri væntanlega á árinu – eitthvað sem aðdáendur hennar bíða spenntir eftir. Árið 2015 notaði Lady Gaga til að sanna sig. Næsta ár mun verða henn- ar. Sama hvaða leið hún fer getum við ávallt verið viss um að Lady Gaga verður alltaf hún sjálf, hrein og bein – hún er komin aftur og við erum öll komin í liðið hennar að nýju. n Endurkoma Lady Gaga Árið 2015 kom Lady Gaga til baka. Árið 2016 verður árið hennar. n 8. febrúar 2015 Lady Gaga hóf árið 2015 með hvelli þegar hún tók við sjöttu Grammy-verðlaunum sínum. Verðlaunin fékk hún fyrir lagið Cheek to Cheek sem hún gerði í samvinnu við Tony Bennett og sýndi stjórstjarnan og sannaði fjölbreytileika sinn. n 22. febrúar 2015 Lady Gaga gerir meira að segja Julie Andrews orðlausa með flutningi sínum á tónlist úr Sound of Music. Lagið tók hún á Óskarsverðlauna- hátíðinni og var klappað lof í lófa fyrir. n 25. febrúar 2015 Lady Gaga tilkynnir að hún muni verða hluti af sjónvarpsseríunni American Horror Story: Hotel. Hún er ekki aðeins poppstjarna! Hún er ekki aðeins djasssöngkona! Hún er líka leikkona! n 18. júní 2015 Lady Gaga kemst í Hall of Fame og flytur lagið What's Up er hún tekur við viðurkenningunni. n 17. september 2015 Lady Gaga gefur út lagið Til It Happens to You með áhrifaríku myndbandi. Þetta er hennar fyrsta lag síðan Artpop kom út 2013 en þótt aðdáendur hafi elskað Artpop fékk það slæma gagnrýni. Skilaboðin í Til It Happens to You eru áhrifarík og talin mik- ilvæg í tónlistarlífinu. Hluti af ágóðanum verður gefinn til samtaka sem hjálpa fórnarlömbum kynferðisbrota. n 10. desember 2015 Lady Gaga steig inn í nýjan heim þegar hún hlaut Golden Globe-tilnefningu fyrir leik sinn í American Horror Story: Hotel. Kjötstykki Söngkonan mætti í kjól úr kjöti á MTV-hátíðina 2010. Lady Gaga Tónlistarkonan er komin aftur með krafti. Þakklát Var auðmýktin uppmáluð þegar hún tók við fyrstu verðlaununum sínum fyrir leiklist. MyNd Epa„Mig dreymdi um að verða leikkona áður en mig dreymdi um að semja tónlist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.