Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 20
Vikublað 19.–21. janúar 20166 Íslenskt sjávarfang - Kynningarblað Sérfræðingar á Torfunni í humri, víni og þjónustu V eitingastaðurinn Torfan sér- hæfir sig í sjávarréttum en býður einnig upp á kjöt. Ívar Þórðarson, einn af þremur eigendum Torfunnar, segir að sérstaða staðarins sé humar, hross, góð vín, húsakynni og gæðaþjónusta „Við erum einnig með mikið úrval í kjötréttum þó svo við leggjum mest upp úr fiskréttunum,“ segir Ívar. „Við erum með hross sem er skemmtilegt að nefna þar sem veitingastaðurinn Humarhúsið sem var í þessu húsnæði í mörg ár á undan okkur bauð einnig upp á hross. Við ákváðum því að viðhalda þeirri hefð,“ bætir hann við. Persónuleg þjónusta „Við leggjum mikla áherslu á persónu- lega þjónustu og mjög kósí og hlýlegt andrúmsloft til að gera upplifun við- skiptavina okkar sem mesta. Einnig er lagt mikið upp úr rómantísku and- rúmslofti,“ segir Ívar. „Við erum með afar reynt starfsfólk og úrvals hráefni og því allt til alls til að gera upplif- un viðskiptavina okkar stórkostlega,“ segir hann. Franskar matarhefðir með norrænu ívafi Ívar nefnir hvernig þeir blanda saman frönskum matarhefðum og norrænu ívafi. Þó svo að sígildu hefðirnar séu í fyrirrúmi mætir matarhefðin nútím- anum og úr því verður óvænt en klass- ísk matargerð. „Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á sælkeramat og úrvalsþjónustu í sögufrægu and- rúmslofti,“ segir Ívar en veitingastað- urinn er til húsa í Bernhöftstorfu og húsið var byggt árið 1838. Timburgólf- ið og gamlir veggir geyma margar sög- ur frá Reykjavík. Veitingahúsið í sögufrægu húsi Bernhöftstorfan er ein elsta varðveitta götumynd Reykjavíkur. Elstu húsin þar eru byggð árið 1834 en Torfan fjórum árum seinna þegar land- og bæjarfógetinn Stefán Gunnlaugsson byggði húsið. Árið 1981 var opnaður veitingastaðurinn Torfan eftir ára- langa baráttu um friðun á húsunum og var það endurbætt í sömu mynd. Húsið á því langa og stórmerkilega sögu sem er einnig saga Reykjavíkur. „Veitingastaðurinn er tilvalinn staður fyrir smærri hópa allt að 20 manns í einum hóp en einnig eru tvö afmörk- uð herbergi sem taka átta til tíu manns hvort,“ segir Ívar. n Ljósmyndari: Kári Björn Þorleifsson Myndir CoPyright - Kari Bjorn thorleiFsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.