Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 14
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 19.–21. janúar 2016 Svona áföll eyðileggja allt Ég þarf að finna sjálfan mig upp á nýtt „Af hverju fara þeir ekki á sjóinn?“ Ragnheiður M. Kristjónsdóttir missti systur sína árið 2000 þegar henni var hrint fram af svölum. – DV Lilja Marteinsdóttir býr í Suður-Afríku. – DVBjarni Snæbjörnsson er nýskilinn og þarf nú allt í einu að fara að búa einn. – DV Á hverju ári, þegar upplýst er hverjir hljóta listamannalaun, verða umræður um launin, hlutverk þeirra og gildi. Þetta árið eru þessar umræður óvenju háværar og óvægnar. Þeir sem verst hafa látið í umræðunni spara ekki stóru orðin og tala eins og lista­ menn séu afætur á þjóðinni. Ekki er nú víst að sá málflutningur falli í kramið hjá þjóð sem sækir í menn­ ingu og hefur í langan tíma verið kölluð bókaþjóð. Við Íslendingar höfum kom­ ið upp kerfi þar sem listamenn geta sótt um laun til að vinna að list sinni. Það ætti að telja hverri þjóð til tekna að vilja gera listamönnum sínum kleift að sinna listsköpun og auðga þannig menningu landsins. Samt er það svo að á hverju ári, þegar kemur að úthlutun listamannalauna, heyr­ ast önugyrði og athugasemdir sem minna meir á tuð og nöldur en mál­ efnalega gagnrýni. Þeir sem eldri eru muna örugglega eftir að hafa á árum áður heyrt einhvern segja að í stað þess að veita listamönnum laun væri nær að senda þá á togara og láta þá vinna almennilega vinnu. „Af hverju fara þeir ekki á sjóinn?“ var spurt. Maður hefði haldið að athugasemd­ ir eins og þessar tilheyrðu gömlum tíma, en margt í málflutningi dags­ ins minnir á þessa gömlu tuggu, sem var reyndar aldrei merkilegri en hvert annað nöldur sem byggðist á óljósri tilfinningu um að einhverjir væru að fá eitthvað gefins. Umræðan um listamannalaun hefur í ár verið ansi harðvítug. Þar skiptir örugglega máli frétt þess efnis að aðalmenn í stjórn Rithöfunda­ sambands Íslands fengu úthlut­ að árs launum af úthlutunarnefnd sem stjórnin hafði sjálf valið. Stjórn Rithöfundasambandsins er skipuð þjóðkunnum rit höfundum sem eru alls góðs maklegir. Enginn ætti með góðu móti að geta haldið því fram að þessir rithöfundar eigi ekki skilið að fá listamannalaun. En um leið er ótækt að þeir velji fólk í úthlutun­ arnefnd sem þeir sjálfir senda um­ sóknir til. Slíkt fyrirkomulag býð­ ur upp á tortryggni og ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð. Þessu verð­ ur að breyta og ekkert bendir til annars en að það muni verða gert. Laun þeirra listamanna sem fá listamannalaun eru ekki mikil í krónum talið, þetta eru verktaka­ laun sem greiða þarf skatt af, um 340.000 á mánuði. Þetta eru ekki laun sem gera listamenn ríka, en auðvelda þeim að einbeita sér að listsköpun. Listamenn okkar hafa auðgað menningu þjóðarinnar og gert líf okkar innihaldsríkara. Líf án menningar er ansi snautt og fá­ tæklegt, þótt eflaust gætu einhverjir lifað slíku lífi í sæmilegri sátt. Tilhögun og fyrirkomulag lista­ mannalauna á að vera í reglulegri endurskoðun. Umræðan þarf að vera málefnaleg og byggja á um­ hyggju fyrir listastarfsemi en ekki andúð á því að stór hópur lista­ manna fái lágmarkslaun fyrir að vinna að list sinni. n Með pálmann í höndunum Utanríkisráðuneytið stendur með pálmann í höndunum í deilunni við útgerðarmenn um viðskipta­ þvinganir gagnvart Rússum eftir tíðindi vikunnar. Skýrsla sem sam­ ráðshópur stjórnvalda birti í vik­ unni leiddi fátt nýtt í ljós nema ef til vill að útgerðarmenn hafa blásið upp mögulegt tap af inn­ flutningsbanni Rússa. Þá svaraði ráðuneytið ítrek­ uðum rangfær­ slum formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í útvarps­ þætti um liðna helgi, á þann veg að menn muna vart eftir annarri eins hirtingu frá ráðuneyti. Það er kannski í takt við málflutning útgerðarmanna í mál­ inu að formaðurinn, Jens Garðar Helgason , sagðist „í grundvallar­ atriðum“ standa við yfirlýsingar sínar, jafnvel þótt sýnt hafi verið að þær væru rangar. Gengur ekki í stjórnarsamstarfi Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins Af Pressunni A ldrei er það svo að við stjórnar þingmenn séum sammála um allt þegar kem­ ur að ráðstöfun fjármuna ríkisins. Til að mynda eru ekki all­ ir sammála um að ríkið greiði eins­ taka mönnum nokkrar milljónir á ári, áratugum saman fyrir að skrifa sömu bókina eða aðra eins og þá síð­ ustu. Menn eru heldur ekki sammála um hvað eigi að greiða bændum í gegnum búvörusamning til að gera íslenskan landbúnað samkeppnis­ hæfan við niðurgreiddan landbúnað í öðrum löndum. Nú í vikunni lýsti formaður efna­ hags­ og viðskiptanefndar sig and­ vígan aðild Íslands að Innviðafjár­ festingabanka Asíu. Stofnun bankans er hluti af þróunarsamvinnu flestra vestrænna ríkja til að styrkja fjár­ festingar í Asíu. Með þátttöku okkar er opnað fyrir að íslensk fyrirtæki geti haslað sér völl á þessum svæðum þar sem efnahagslegur vöxtur er hvað mestur í heiminum. Í því geta falist miklir hagsmunir fyrir Ísland. Þær smávægilegu fjárveitingar sem hafa farið til greiðslu á skuld­ bindingum Íslands hefur Alþingi samþykkt með fjáraukalögum 2015 og fjárlögum fyrir 2016. Ólíklegt er að við þurfum að greiða nema um fimmtung af 2,3 millj­ arða króna skuldbindingu og það á fimm árum. Samþykktir bankans lágu fyrir þegar greidd voru atkvæði um fjár­ lög og fjáraukalögin. Engin ástæða er því til þess að ætla að Alþingi greiði gegn hinni óþörfu þingsályktunartillögu ut­ anríkisráðherra um heim­ ild til að staðfesta sam­ þykktir bankans. Rétt er hjá formanni efnahags­ og viðskiptanefndar að hver og einn þingmaður hefur frelsi til að greiða atkvæði í þessu máli eins og honum sýnist. Það á við öll mál enda gerir stjórnarskráin ráð fyrir því. Einnig er rétt hjá formanninum að ekkert er í stjórnarsáttmálanum um aðild okkar að innviðafjárfestinga­ banka hinum megin á jörðinni. En formaður efnahags­ og við­ skiptanefndar verður að gera upp við sig hvort hann styðji ríkisstjórnina. Að greiða á móti einstökum liðum fjárlagafrumvarps eða að sitja hjá gengur ekki í stjórnarsamstarfi. Svo væri meiri bragur á því að ræða við fjármálaráðherra um afstöðu sína í stað þess að fara fram með þessum hætti á Fés bókarsíðu sinni, eins og formaður efna­ hags­ og viðskiptanefndar gerði. n „Að greiða á móti einstökum liðum fjárlagafrumvarps eða að sitja hjá gengur ekki í stjórnarsamstarfi. „Tilhögun og fyrirkomulag lista- mannalauna á að vera í reglulegri endurskoðun. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is MyNd SiGtRyGGuR ARi Jens Garðar Helgason Ég held að það sé varla til betri staður til að vera með börn Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.