Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 32
20 Menning Vikublað 19.–21. janúar 2016 Grillum Gestina F jölskyldur koma í öllum stærðum og gerðum en eitt eiga þær sameiginlegt, engin þeirra er fullkomin. Menntun og þjóðfélags- staða breytir þar engu um, því betur sem málum er leynt, því súrari verða þau. Marta og Georg hafa eytt laugardagskvöldi í veislu hjá föður hennar, rektor háskól- ans sem Georg kennir við. Þau snúa heim til sín, drukkin, örg og pirruð. Marta veit að Georg mun aldrei taka við starfi föður síns og Georg veit að hann mun aldrei standast væntingar Mörtu. Á hæla þeirra koma yngri hjón, líffræði- kennari sem er nýr við skólann og eiginkona hans. Marta hefur boðið þeim í eftirpartí. Hana grunar að nýi kennarinn hafi áhuga á að taka að sér stjórn skólans og þolir ekki tilhugsunina um að einhver annar en Georg setjist í stól föður hennar. Áfengið virðist óþrjótandi og þau Georg taka til við að leika sína djöf- ullegu sálfræðileiki þar til veikleik- ar og leyndarmál eru úr öllum rist og skorin svo út úr blæðir. Ekki alltaf trúverðugt Hilmir Snær fer með hlutverk Georgs og gerir vel. Hann er flottur og öruggur með sig þegar hann bregður sér í hlutverk sín í illskuleg- um „leikjum“ þeirra hjóna en hann hefði mátt sýna meiri blæbrigði þess á milli. Margrét Vilhjálms dóttir lék Mörtu og átti eins og Hilmir Snær, góða spretti og glæsileg spor en það er áhugaverðara að fylgjast með hættulegu fólki þegar athafnir þess eru ófyrirséðar. Elma Stefanía Ágústsdóttir lék eiginkonu líffræði- kennarans og var algjörlega sniðin í hlutverkið. Í hennar höndum fór netta eiginkonan heljarstökk í sýn- ingunni, það var unun að fylgjast með því hvernig hún breyttist þegar drykkjan jókst og varð í raun stöð- ugt áhugaverðari eftir því sem leið á sýninguna. Eysteinn Sigurðarson var í hlutverki líffræðikennarans en persóna hans varð ekki trúverðug og náði litlu flugi. Leikstjórnin er í höndum Egils Heiðars Antons Pálssonar. Hann nýtir grunnt leiksviðið vel og margar skemmtilegar lausnir líta dagsins ljós fyrir hlé. Hann vann vel með bæði tíma og staðsetningu leikrits- ins, var trúr handritinu en fín lína tímaleysis skilaði sér líka vel. Sýn- ingin hélt hins vegar ekki spennu eftir hlé, persónur Georgs og Mörtu urðu fyrirsjáanlegar og takturinn datt svolítið niður. Maður var ekki alveg að trúa því að Marta væri alltaf að breyta reglunum, það vant- aði óstöðugleika og meiri hættu. Skothelt verk Leikmynd Gretars Reynissonar er þaulhugsuð og vel útfærð. Stór- kostlegt hvernig ósýnilegur veggur myndaðist milli leikaranna í sum- um atriðum þannig að þau gátu staðið mjög nálægt hvort öðru án þess að vera í sama rými og svo hurfu þessir ósýnilegu veggir í öðrum senum og rýmið varð opið. Þýðing Sölku Guðmundsdóttur rann vel, áræðið af henni að halda enskum slettum í verkinu, þær voru á hárréttum stöðum og Swiskey þýðingin var fyndin. Líkt og Heimkoman, Sporvagn- inn og Mávurinn þá er Virginia skothelt og margverðlaunað verk sem telst til sígildra verka. Vinna hefði mátt betri lausnir í seinni hluta uppfærslunnar eða freista þess að stytta það. Hilmir Snær og Margrét Vilhjálms eru góð í hlut- verkum Georgs og Mörtu en stjarna sýningarinnar er Elma Stefanía ásamt eftirminnilegri leikmynd Gretars Reynissonar. Áhugavert verk sem ýtir við áhorfendum með eitruðum hætti. n „Maður var ekki alveg að trúa því að Marta væri alltaf að breyta reglunum, það vantaði óstöðugleika og meiri hættu. Góðir sprettir Margrét Vilhjálmsdóttir á góða spretti og glæsileg spor í hlutverki Mörtu. Gagnrýnandi segir þó vanta meiri hættu og óstöðugleika til að persónan verði trúverðug. Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Höfundur: Edward Albee Þýðing: Salka Guðmundsdóttir Leikstjórn: Egill Heiðar Anton Pálsson Leikarar: Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Eysteinn Sigurðarson og Elma Stefanía Ágústsdóttir Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Tónlist / hljóðmynd: Margrét Kristín Blöndal Sýnt í Borgarleikhúsinu Mynd GRIMUR BJARnASOn Vonir og væntingar Hilmir Snær leikur háskólakennarann Georg sem á erfitt með að standast væntingar konu sinnar, rektorsdótturinnar Mörtu. Kláraði krossgátuna Það var Erla Bergmann Danel- íusdóttir sem var dregin út úr krossgátupotti DV á mánudag, en hún skilaði inn lausn við sér- stakri annáls krossgátu sem birt- ist í fyrsta blaði ársins 2016. Hún fékk að launum 10 þúsund krónu gjafabréf á Skólabrú. Við bend- um lesendum á krossgátuna sem birtist í hverju helgarblaði, en á næstunni verður einnig boðið upp á krossgátur, aðra hverja viku, í vikublaði DV. Úr listheiminum Í slenskir lesendur eiga því ekki að venjast að ný íslensk skáld- saga komi í bókabúðir í janúar. Breyting hefur orðið á því en glæpasaga eftir Jónínu Leósdóttur er komin á markað. Sú er kilja og nefnist Konan í blokk- inni. Þetta er glæpasaga sem hefst á því að kona vaknar og áttar sig á því að hún er komin í afar sérkennilegar aðstæður. Bókin var send á klúbbfélaga hjá Forlaginu í nóvember en er nú komin í bókabúðir. Leikkon-an Jada Pinkett Smith hef- ur stungið upp á því að „litað fólk“ snið- gangi Ósk- arsverðlaunin í ár vegna skorts á fjölbreytileika í tilnefningum á hátíðinni í ár. Heitar umræður hafa sprottið upp um tilnefn- ingarnar, meðal annars á samfé- lagsmiðlum undir kassamerkinu #Oscarssowhite, vegna þess að allir sem tilnefndir eru í stærstu flokkunum eru hvítir. Hver einn og einasti sem er tilnefndur sem besti leikari, leikkona (bæði í aðal- og aukahlutverki) og leik- stjóri er hvítur. Þá fjalla allar myndirnar sem tilnefndar eru sem besta myndin um hvítar gagnkynhneigðar persónur. Satis.is Satis ehf | Fákafeni 9 | Sími: 551 5100 | www.satis.is Sjáðu SKY með NowTV netmyndlykli Ekki lengur þörf að setja upp disk. Kauptu SKY áskrift af skemmtipakka SKY, Sky Movies eða Sky Sports. Allir nýjir viðskiptavinir fá Sky Movies frítt í 3 mánuði og Skemmtipakkann í 2 vikur. Enginn binditími Eitt fullkomnasta VOD kerfi í heimi Verð frá 3.490 kr. á mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.