Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 12
Vikublað 19.–21. janúar 2016 Verið velkomin! 20% AFSLÁTTUR af kæli- og frystiskápum Vesturhrauni 5 Garðabæ S: 530-2000 Bíldshöfða 16 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 Akureyri S: 461-4800 Bætiefni www.wurth.is - www.facebook.com/wurthisland BENSÍN BÆTIEFNI Fyrir allar bensínvélar með eða án hvarfakúts · Hreinsar bensíndælu, leiðslur · Kemur í veg fyrir botnfall í soggrein, túðum, ventlum og ventlasætum. · Minnkar eldsneytisnotkun · Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnisskynjara. · Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka. · Kemur í veg fyrir tæringu í elds- · · Bætir útblásturinn og minnkar DÍSEL BÆTIEFNI Fyrir allar díselvélar þ.m.t. common rail og önnur olíuverk · · Bætir útblásturinn og minnkar losun út í · Kemur í veg fyrir botnfall í túðum, ventlum og ventlasætum. · Minnkar eldsneytisnotkun. · Tryggir nákvæma stjórnun eldsneytisloka. · Kemur í veg fyrir tæringu í eldsneytisgeymi. · Minnkar bank í mótor. tæringar- og ryðvörn. tæringar- og ryðvörn. SÓTAGNASÍUHREINSIR Hreinsiefni til að hreinsa kolefni og sótagnir úr sótagnasíum. · Losar um og arlægir kolefn - isagnir úr sótagnasíu. · Ekki þarf að taka kút úr við hreinsun. · Sparar peninga þar sem ekki þarf að skipta um sótagnasíu. (þetta fer eftir ástandi á sótagnasíu) · · Málm- og öskulaus formúla · Gufar upp án þess að skilja eftir sig óhreinindi fyrir allar vélar 12 Fréttir Erlent É g ætla ekki að drekka mig fulla í kvöld,“ skrifar Hanna Lottritz, bandarísk kona, í bloggfærslu á 21. afmælisdegi sínum. Færslan hefur farið sem eldur í sinu um internetið en í henni segir hún frá reynslu sem hún varð fyrir síðastliðið sumar, 26. júlí nánar tiltekið. Þann dag var hún úti að skemmta sér með vinum sínum en prísar sig í dag sæla með að vera á lífi. Hún drakk of geyst, dó áfengisdauða og var hárs- breidd frá því að láta lífið. „ Læknarnir héldu að ég væri heiladauð því ég sýndi engin lífsmörk,“ skrifar hún. Þetta gerðist á tónlistarhátíðinni Night in the Country. Vinirnir áttu góðan dag og fóru á tónleika eftir kvöldmat. Þá drakk hún tvo bjóra. Hún segir í blogginu að félagar hennar hefðu verið búnir að drekka svo- lítið allan daginn og að hún hafi ver- ið minnst undir áhrifum. Hún segist hafa ætlað að ná þeim í ölvun. „Ég er mikil keppnismanneskja og ég sagði við strákana í hópnum að ég myndi drekka þá alla undir borðið.“ Teigaði viskí Um klukkan hálf tólf um kvöldið sást hún – ásamt vini sínum – teyga dug- lega af flösku af Black Velvet Whiskey. Hún fullvissaði vini sína eftir sopann að hún væri í góðum gír. „Fimm mín- útum seinna hrundi ég niður og fór í öndunarstopp.“ Vinir hennar komu henni í sjúkra- tjald þaðan sem hún var flutt með þyrlu á sjúkrahús. Þar óttuðust læknar hið versta. Áfengismagnið í blóði var 0,41 prómill og var hún illa haldin af áfengiseitrun. Sjáöldrin brugðust varla við ljósi og hún brást hvorki við sársauka né öðru. Lottritz var í dái í 24 stundir og læknarnir töldu að hún væri heiladauð. En þá vaknaði hún, með slöngu ofan í maga og bundnar hend- ur – svo hún rifi slönguna ekki úr sér ef hún vaknaði. „Mér leið eins og í draumi. Allt var þokukennt og ég missti meðvitund reglulega næstu klukkutímana.“ Væri dáin ef ekki væri fyrir vinina Lottritz var svo lánsöm að ná sér og segist hafa lært lexíu sem hún gleymi aldrei. Hún segist ekki hafa tölu á því hversu oft hún hafi heyrt frasann um að leyfa fólki að sofa úr sér, þegar það deyr áfengisdauða. „Það er vin- um mínum að þakka að ég er á lífi. Ekki taka sénsinn ef þú sérð einhvern sem er meðvitundarlaus af áfengis- drykkju. Komið honum undir lækn- ishendur.“ Hún hvetur fólk til að varast að reyna að ná öðrum þegar kemur að ölvunarstigi. Það gæti reynst ban- vænt. „Ekki láta aðra stjórna hrað- anum þegar kemur að drykkju, þetta getur hent hvern sem er.“ Hún seg- ist trúa því af einlægni að henni hafi verið gefið líf til þess að verða öðrum víti til varnaðar. n FÉll í dá eFtir drykkjukeppni n Ætlaði að ná vinum sínum í ölvun n Var talin heiladauð Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Vaknaði svona Lottritz var hætt komin. Mynd TwiTTer Lottritz Ætlaði að drekka vini sína undir borðið. Mynd TwiTTer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.