Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2016, Blaðsíða 23
Vikublað 19.–21. janúar 2016 Kynningarblað - Íslenskt sjávarfang 9 Matur og drykkur með séríslenska matargerð N ú fyrir nákvæmlega ári var opnaður nýr veitingastaður undir nafninu Matur og drykkur í Alliance húsinu úti á Granda, sem er gamla Ellingsen-húsið að Grandagarði 2. Matreiðslumeistari staðarins er Gísli Matthías Auðunsson sem hef- ur rekið veitingastaðinn Slippinn í Vestmannaeyjum undanfarin fjögur sumur við góðan orðstír ásamt fjöl- skyldu sinni. Hann er meðal annars eigandi Matar og drykkjar ásamt Elmu Backman og Alberts Munoz. Varðveita íslenska matargerð Nafn staðarins vísar til ástsælustu matreiðslubókar Íslendinga, Matar og drykkjar eftir Helgu Sigurðar- dóttur. Eins og Helgu var umhugað að varðveita þekkingu um gamla íslenska matargerð og auka veg hennar þá mun matseðill veitinga- hússins samanstanda af íslenskum uppskriftum úr íslensku hráefni. „Með frumleika að leiðarljósi hefur staðurinn haslað sér völl sem einn af áhugaverðustu veitingastöðum í sístækkandi veitingahúsaflóru Reykjavíkur,“ segir Gísli. Drykkirnir leika líka stórt hlutverk og er þar reynt að tengja kokteila staðarins við nostalgíu fyrri tíma. Drykkir eins og gin í greip og sjeniver í kók leika þar stóra rullu. Íslendingar stoltir af íslenskum mat Markmið staðarins er einfalt og hefur alltaf verið að gera Íslendinga stolta af íslenskum mat. Samhliða því bjóða upp á eigin uppskriftir af klassískum réttum eins og plokk- fisk, pylsu með öllu og lúðusúpu í hádeginu, svo dæmi séu nefnd, þá verða einnig ævintýralegri rétt- ir á seðlinum. Þar má nefna vin- sælasta rétt staðarins þorskhaus, gljáðan í kjúklingasoði með beltis- þara og hunangi, harðfiskflögur með brenndu smjöri og sölvum og brasaðan lambshaus. Auk þess eru hefðbundnari réttir í boði að sögn Gísla. Íslensk matarmenning í nýju ljósi „Við höldum stundum að hér á landi sé engin raunveruleg matar- hefð en við erum einfaldlega ekki nógu dugleg að halda henni á lofti. Gamlar íslenskar uppskriftir byggja ekki allar á súrum eða sölt- uðum mat, þvert á það sem margir halda. Það er af ótrúlega mörgu að taka enda iðar sjórinn og hagarnir af lífi og hér vaxa margar bragðgóð- ar jurtir. Okkar markmið er ekki að sjokkera fólk heldur fyrst og síðast að búa til ótrúlega góðan mat sem byggir á hefðinni og því sem við höfum úr að spila,“ segir Gísli sem vann með landsþekktum matgæð- ingum og sagnfræðingum við að grafa upp gleymdar íslenskar upp- skriftir við undirbúning matseðils- ins. „Draumurinn er að fólk sem bragðar matinn hjá okkur sjái ís- lenska matarmenningu í nýju ljósi og fari í framhaldinu að leika sér meira að íslenskum hefðum í eld- húsinu heima,“ segir hann. Eins árs afmæli fagnað fimmtudaginn 21. janúar Á fimmtudaginn næstkomandi, 21. janúar, er eins árs afmæli Matar og drykkjar og það er tíminn sem þorr- inn byrjar á Íslandi. Boðið verður upp á sérstakan níu rétta þorramatseðil á aðeins 6.990 kr. í stað 9.990 kr. Auk þess mun Víking Ölgerð para réttina með nýjum bjór frá þeim, sem er að koma á markað. Hugmyndina að þorramatseðl- inum segir Gísli vera einfalda. „Hún snýst um að gera klassíska þorrarétti að skemmtilegum og bragðgóðum mat með frumleika og fyrsta flokks hráefni að vopni. Að þorramatur- inn í raun geti gengið ofan í alla. Ekkert hefur til að mynda verið súrsað á matseðlinum! Harðfiskflögur með brenndu smjöri og sölvum. Síld, rauðrófur og þurrkuð eggjarauða. Taðreykt hangikjöt og súpujurtakex. Ósúrsað- ir hrútspungar og pip- arrótarkrem. Lundabaggi og mysugljái með helling af jurtum. Blóðmör, blóð- marengs og sérrígljái. Heileldaður lambs- haus, íslenskar pönnu- kökur og meðlæti. Skyr með bláberjakrapi og mysu. Rúgbrauðssúpa með súrmjólkurís og bitru súkkulaðikrumbli. Matur og drykkur er opinn alla daga frá kl. 11.30 til 23.30. Eldhúsi er lokað kl. 22.00. nMynd Karl PEtErsson 2015 Mynd Karl PEtErsson 2015 Nýir fiskréttir hjá Hafinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.