Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 22
Vikublað 9.–11. febrúar 20166 Verkstæði og varahlutir - Kynningarblað 911 Bílaþjónustan nýtt bifreiðaverkstæði í Hafnarfirði 9 11 Bílaþjónustan sérhæfir sig í þjónustu á Porsche en býr einnig að mikilli reynslu hvað varðar BMW, Audi, Land Rover, VW, Skoda, Renault, Hyundai og Chevrolet. Bræðurnir Guðjón Óskar og Rúnar Karl Kristjánssynir eru eigend- ur fyrirtækisins og segir Guðjón þá þjónusta allar bíltegundir þó svo sér- hæfing þeirra sé Porsche. Vinna hratt og vel „Við leggjum áherslu á vinna hlutina hratt og vel,“ segir Guðjón. „Við bjóð- um varahluti í Porsche á sanngjörnu verði og leggjum mikið upp úr að bjóða upp á gæðaþjónustu,“ bætir hann við. „Við erum með öll tæki og tól til að tækla hvað sem er og erum færir í allt,“ segir Guðjón í fram- haldinu. Mikil þekking og reynsla innan fyrirtækisins Bræðurnir stofnuðu fyrirtækið í ágúst í fyrra og er það til húsa á Hvaleyrar- braut 2 í Hafnarfirði með aðkomu frá Fornubúð. Þeir eru báðir með mikla reynslu á sviði Porsche-bifreiða og þeir hafa sótt mörg námskeið er- lendis í viðgerðum Porsche og hafa starfað lengi við viðgerðir á lúxusbíl- tegundinni. Nafnið kemur frá flaggskipi Porsche „Nafnið á fyrirtækinu kemur frá flagg- skipi Porsche, 911 Porsche-tegund- inni, enda liggur okkar sérhæfing í Porsche og því fannst okkur þetta við- eigandi nafn á bílaverkstæðið,“ seg- ir Guðjón. „Hægt er að finna okkur á Facebook undir 911 bílaþjónustan eða bara hringja í okkur. Við erum í síma 587-0911,“ bætir Guðjón við. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.