Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 19
Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Kynningarblað - Verkstæði og varahlutir 3 Í Skútuvogi 13 er bílavarahluta- verslunin og bílaverkstæðið Bíla-Doktorinn staðsett. Það sinnir almennum bílaviðgerð- um og er á sama tíma einnig smurstöð. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki og eigandi Bíla-Dokt- orsins, segir fyrirtækið þjónusta mest Mercedes-Benz, Volkswagen, Audi og Skoda með viðgerðum og varahlutasölu, en þeir smyrji og geri við fjölda annarra bíla- tegunda. Áhersla lögð á gæðavörur „Varahlutaverslun okkar hefur upp á að bjóða marga af algeng- ustu varahlutum fyrir fyrrnefndar tegundir. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gæðavörur sem upp- fylla ströngustu kröfur bifreiðar- eigenda og eftirlitsaðila í Þýska- landi, þaðan sem megin uppistaða af okkar vörum kemur,“ segir Rúnar. „Varhlutaverslunin legg- ur áherslu á að nota öflug upp- lýsingakerfi til að gera afgreiðslu varahluta eins nákvæma og rétta og mögulegt er,“ bætir hann við. Þekktir fyrir vönduð vinnubrögð Bíla-Doktorinn er ört vaxandi fyrir tæki sem á stóran hóp tryggra viðskiptavina sem margir hverjir hafa átt farsæl viðskipti við versl- unina frá upphafi. „Það er mark- mið okkar að veita viðskiptavin- um okkar góða þjónustu byggða á þekkingu og langri reynslu á viðhaldi og umhirðu hvers kyns bifreiða,“ segir Rúnar. „Okkar að- alsmerki er vönduð vinnubrögð sem skila sér í betra umferðar- öryggi og áreiðanleika þeirra öku- tækja sem við sinnum viðgerðum á og seljum varahluti í,“ segir hann í framhaldinu. Saga á bak við nafn fyrirtækisins Nafn fyrirtækisins var dregið af viðurnefni Rúnars á meðal bíla- áhugamanna. „„Herr doktor“, kalla þeir mig,“ segir Rúnar. Hann hefur unnið nærri alla sína starfsævi við bíla og vinnuvélar og er einn þekktasti áhugamaður um Mercedes-Benz- bíla á Íslandi en hann hefur haft það að áhugamáli að gera upp og varð- veita fornbifreiðar af þeirri gerð, ásamt því að eiga einn bíl úr hópi þeirra elstu hér á landi, Chevrolet árgerð 1931. Bjóða upp á almennar bílaviðgerðir „Við bjóðum upp á flestallar almennar bílaviðgerðir,“ segir Rúnar. „Öll um- skipti á slithlutum og lagfæringar á biluðu gangverki er eitthvað sem er okkar daglega starf. Þó svo að við bjóðum flestar gerðir bíla velkomn- ar í viðgerð þá höfum við að mestu leyti sérhæft okkur í Mercedes-Benz, Volkswagen, Skoda og Audi eins og áður sagði og búum við því yfir nokkurri sérþekkingu á þeim,“ segir Rúnar. Hjá Bíla-Doktornum eru fimm starfsmenn; tveir bifvélavirkjar, tveir vélvirkjar og einn starfsmaður sinnir móttöku og varahlutaverslun. n Bíla-Doktorinn – einstakt bíla- verkstæði og varahlutaverslun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.