Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 24
Vikublað 9.–11. febrúar 20168 Verkstæði og varahlutir - Kynningarblað Sérhæfing í varahlutum í þýskar bifreiðar B ifreid.is er vönduð varahlutaverslun sem sér- hæfir sig í varahlutum fyrir þýska bíla. Á 16 árum hef- ur fyrirtækið komið sér upp verðmætum gagnagrunni. Fyrirtækið kaupir einvörðungu hágæðavöru af þýskum birgjum og kemur þá sérþekkingin að góð- um notum þegar útvega þarf réttu varahlutina á hagstæðu verði. Bifreid.is útvegar viðskiptavin- um varahluti á allt að 30 til 50% lægra verði en býðst í bílaumboð- um. Þróttmikil reynsla fyrirtækis- ins gerir því kleift að hafa tiltæka rétta varahluti á lager en bifreid.is fær sendingar þrisvar í viku til að fylla á viðamikinn og fjölbreyttan varahlutalager sinn. Ný og skilvirkari varahluta- verslun Bifreid.is opnaði á dögunum nýja varahlutaverslun að Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði, í enda hússins sem hýsir Tækniþjónustu bifreiða sem einnig er í eigu hinnar samheldnu fjölskyldu. Þjónustan er nú enn skilvirkari og sérhæfðari. Bifreid. is býður upp á hágæða varahluti frá Þýskalandi og er úrvalið nú enn fjölbreyttara en áður. Með- al annars er boðið upp á mikið úrval af varahlutum og ýmsum aukabúnaði, sem fram að þessu hefur aðeins fengist hjá umboðun- um. Á lager eru mikilvægustu varahlutirnir í þýskar bifreiðar og líka er boðið upp á hraða sér- pöntunarþjónustu. Fyrir eigend- ur BMW, BENZ, VW, AUDI, OPEL, SKODA, PORSCHE eða MINI er Bifreid.is klárlega rétti staðurinn. Ómetanleg reynsla og heildstæð ráðgjöf Bifreid.is leggur metnað sinn í persónulega og faglega þjónustu. Ómetanleg reynsla fyrirtækis- ins gerir að verkum að hægt er að bjóða upp á heildstæða ráð- gjöf hvað varðar varahluti og er starfsfólkið sérhæft til að finna réttu varahlutina fyrir viðskipta- vininn. Umhverfi nýju verslunar- innar býður fólk velkom- ið og er bæði hlýlegt og heimilis- legt. Það er nokkurs konar „retro“ stemning sem svífur yfir vötn- um. Við- skiptavinir koma inn í gamal- dags stofu, ljúf tónlist berst frá antíkútvarpi og fallegt fiskabúr er á veggnum. Fólk getur tyllt sér niður, fengið sér kaffi og litið í blöð. Þetta hefur komið viðskipta- vinum skemmtilega á óvart þar sem þetta er ekki sú upplifun sem fólk á að venjast í þessum geira. Bifreid.is er að Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði. Opið er virka daga frá kl. 08.00 til 18.00. Pöntunarsími er 555-0885 og netfangið er bifreid@ bifreid.is n T ækniþjónusta bifreiða sér- hæfir sig í viðgerðum og þjónustu við þýskar bifreið- ar. Jón Hafþór Marteins- son og fjölskylda hans reka fyrirtækið en Jón Hafþór er lærð- ur kerfistæknir ( Systemtechniker) frá Bosch í Þýskalandi. Fyrirtækið var stofnað fyrir 16 árum og hefur það ávallt verið að Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði. Áður tók fyrirtækið að sér þjónustu við þýskar bifreið- ar samhliða því að selja varahluti. Þar sem varahlutasalan hefur nú flutt í sérverslun hefur Tækni- þjónusta bifreiða stækkað þjón- ustuverkstæði sitt og betrumbætt aðstöðuna. Nú býðst eigendum þýskra bifreiða enn betri og viða- meiri þjónusta. Vinaleg móttaka og vönduð vinnubrögð Mikil reynsla liggur að baki Tækni- þjónustu bifreiða. Sérhæfingin hefur ávallt legið í þýskum bif- reiðum og því mikil þekking innan fyrir tækisins á því sviði. Starfsfólk- ið er vel í stakk búið til að þjónusta þýskar bifreiðar og hefur reynslan nýst vel er kemur að því að greina ýmsar bilanir. Þar að auki er starfs- fólk fyrirtækisins rómað fyrir eins- taka hjálpsemi og vönduð vinnu- brögð. Tækniþjónusta bifreiða er fjölskyldufyrirtæki og er óhætt að segja að margir starfsmenn þess hafi alist upp innan veggja fyrir- tækisins. Sem dæmi má nefna að tveir synir Jóns Hafþórs vinna inn- an fyrirtækisins, annar hjá Tækni- þjónustunni og hinn hjá Bifreid. is. „Hér hjálpast allir að og leggja hönd á plóg þegar mikið er að gera. Börnum er velkomið að heimsækja foreldrana í vinnuna; þeim er einfaldlega fundið verk- efni við hæfi og því gjarnan líf og fjör í fyrirtækinu,“ segir Jón. Vestfirsku ræturnar sterkar „Í hádeginu hittast starfsmenn á efri hæð verslunarinnar og gæða sér á heimatilbúnum fjölskyldu- mat, framreiddum af ættmóður- inni. Oft er um að ræða mat sem ekki allir eiga venjast dagsdaglega, sérstaklega ungu drengirnir sem hafa starfað í styttri tíma,“ segir Jón. Fjölskyldan er ættuð úr Ísa- fjarðardjúpi og er árlega haldin vegleg skötuveisla með aðföngum úr djúpinu, en sú veisla er löngu orðin fastur viðburður hjá mörg- um viðskiptavinum Tækniþjón- ustu bifreiða. n Fjörugt fjölskyldufyrirtæki – allir leggja hönd á plóg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.