Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 17
Verkstæði
og varahlutir
Kynningarblað
Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is9. febrúar 2016
Gæði og fyrirmyndar
þjónusta hjá Mekonomen
M
ekonomen er ein öflug-
asta varahlutaverslun á
Íslandi. Verslunin sér-
hæfir sig í bílavarahlut-
um og aukahlutum fyrir
allar bílategundir. Kjarni starfsem-
innar er þjónusta við bílaverk-
stæði en einnig bílaáhugamenn
og almenning. Páll Gíslason einn
eigenda Mekonomen á Íslandi
og segir fyrirtækið leggja mikla
áherslu á að bjóða upp á gæða vörur
og fyrirmyndar þjónustu. Tengt
versluninni og í sama húsi er verk-
stæði sem rekið er undir merkjum
Mekonomen: Mekonomen Bíla-
verkstæði. Í Skandinavíu eru 2.200
Mekonomen Bílaverkstæði tengd
verslunum. Á næstu misserum
munu fleiri Mekonomen Bílaverk-
stæði verða sett á laggirnar hér á
landi.
Hámarksgæði og nýsköpun
„Helsta markmið okkar er, með ný-
sköpun, hámarksgæðum og skil-
virkum rekstri, að bjóða neytend-
um og fagaðilum lausnir sem létta
þeim lífið í bílatengdum málum,“
segir Páll. „Hugsjón okkar byggir
á eftirfarandi grunnstefnu: að vera
fyrsti kostur bíleigandans og létta
honum lífið þegar kemur að öllu
tengdu bílnum,“ segir hann. „Við
seljum eingöngu vörur sem eru
jafngóðar eða betri en þær sem
koma „orginal“ í bílunum og þess
vegna erum við með að lágmarki
þriggja ára ábyrgð og upp í fimm ár,
sem tryggir fyrrnefnd gæði,“ bætir
hann við.
Öflugur lager og vefur fyrir
fagaðila
MekoCat (Mekonomen Catalog) er
varahlutavefur fyrir fagaðila. Hvert
verkstæði hefur sinn aðgang að
MekoCat. Um 11.000 bifvélavirkj-
ar í Skandinavíu nota kerfið dag-
lega. Hér á landi eru 400 verkstæði,
bílaleigur og aðrir fagaðilar tengd-
ir MekoCat. Í MekoCat sér bifvéla-
virkinn hvort hluturinn er til á lag-
er hér heima eða á miðlægum lager
Mekonomen í Svíþjóð. Afgreiðslu-
tími frá lagernum í Svíþjóð getur
farið niður fyrir þrjá sólarhringa.
„Frá því í apríl í fyrra höfum við
stækkað lagerinn hér á landi um
90% og erum enn að. Við keyrum
varahlutina út til verkstæðanna;
varahluti sem bifvélavirkjarnir
panta í MekoCat með nokkrum
tölvusmellum í stað þess að sóa
tíma sínum í að snattast út um allan
bæ. Þetta er gríðarlegur sparnaður
fyrir verkstæðið og þann sem greið-
ir fyrir viðgerðina,“ segir Páll.
Uppgerðir varahlutir með
þriggja ára ábyrgð
„Við bjóðum einnig uppgerða
varahluti, til dæmis bremsudælur,
startara, rafala, stýrismaskínur og
fleira sem er með þriggja ára ábyrgð,“
segir Páll. „Við erum einnig með ýms-
ar rekstrarvörur fyrir bæði verkstæði
og einstaklinga,“ bætir hann við. „Það
er gaman að nefna að við erum byrj-
aðir með nýja verkfæralínu frá Sonic
sem eru hágæðaverkfæri á mjög
góðu verði,“ segir hann í framhaldinu
og hvetur hann því fólk að koma við í
verslun Mekonomen og sjá hvað þeir
hafa upp á að bjóða.
Ný vefverslun væntanleg
Síðar á þessu ári verður opnuð vef-
verslun fyrir almenning á heima-
síðu Mekonomen að sögn Páls þar
sem boðið verður upp á nútíma
lausnir ásamt nýju appi sem er
hugsað til að einfalda samskiptin
við viðskiptavini og auka aðgengi.
Sænskt fyrirtæki í grunninn
Verslun Mekonomen var opnuð í
maí 2011 á Íslandi og hafa vinsæld-
ir hennar aukist verulega með ár-
unum á meðal Íslendinga að sögn
Páls. Aðalstöðvar Mekonomen
eru í Svíþjóð og er félagið skráð í
Kauphöllinni í Stokkhólmi. Um
er að ræða stærsta fyrirtæki í
Skandinavíu á sviði bílavarahluta
sem býður upp á breitt úrval af
hagkvæmum og snjöllum lausnum
fyrir neytendur og fagaðila.
Staðsett í Garðabæ
Mekonomen er staðsett í Smiðsbúð
2 í Garðabæ og er opið hjá þeim
alla virka daga frá kl. 08.00 til 18.00
alla virka daga. Kjarnastarfsemin
er þjónusta við verkstæðin. „Hér
safnast upp mikil reynsla í gegnum
samskiptin við verkstæðin sem nýt-
ist almenningi sem kemur í búðina
til okkar. Alveg sama hvort þig vant-
ar hjólkopp eða gírkassa þá er um
að gera að koma og kanna hvað við
getum gert fyrir þig,“ segir Páll að
lokum. n