Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 32
24 Menning Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Þ rjár konur koma saman þar sem enginn sér til og forma einhvers konar dýrkunarreglu (cult) eða aðgerðasinnabandalag. Dagrún, sem leikin er af Elmu Lísu Gunnarsdóttur, er ný í hópn- um og lendir því sjálfkrafa neðst í virðingarstiganum. Hún er í upp- hafi passlega hædd og smáð af hinum tveimur sem berjast sín á milli um forystuna en þær gæta þess líka að halda Dagrúnu áfram í liðinu. Svo semja þær hlægi- lega langan gildislista sem þær leggja samviskusamlega á minnið. Stjórnanda hópsins reynist þó auðvelt að breyta gildunum og ekki hjálpar að stjórnarskipti eru tíð. Andúð, biturð, reiði Það er ekki ljóst strax í upphafi hvaða sameiginlega andúð bindur þessar þrjár konur saman en klingj- andi klisjur úr íslensku þjóðlífi sem hljóma með reglubundnu millibili gefa strax ákveðnar vísbendingar. Samtöl þeirra gera lítið til að dýpka persónusköpunina en hver um sig fær eintal við salinn þar sem þær út- skýra stöðu sína. Dagrún er nýlega komin með fullt örorkumat og leitar að hlutverki í lífi sínu eftir að hafa slitið sambandi við ofbeldisfullan sambýlismann. Hinar tvær tengjast kirkjunni annars vegar og borgarastéttinni hins vegar. Þær hafa skúrað hrunið burt og kjósa að horfast ekki í augu við ástæður þess að þær sitja nú neðar í þjóðfélags- stiganum en þær eru tilbúnar til að viðurkenna. Þær eru bitrar, reiðar og til alls líklegar þegar þær ákveða að láta til skara skríða gegn innflytjend- um sem hingað streyma og þær hafa sannfærst um að eigi sök á stöðu þeirra. Yfirborðsleg nálgun Það er stutt síðan leikstjóri verksins, Marta Nordal, frumsýndi áhugavert heimildaverk um Nazanin Askari, pólitískan flóttamann sem dvelur hér á landi. Þar var kafað djúpt eftir sannleikanum í einlægri og áhrifa- mikilli frásögn. Í þessu verki er sjónum beint að þjóðernissinnum, afstöðu þeirra og voðaverkum gagn- vart innflytjendum. Þessar hreyf- ingar fara stækkandi allt í kringum okkur og áhrifamáttur þeirra er aug- ljós. Þess vegna voru það vonbrigði hversu yfirborðsleg nálgun verksins var af hálfu höfundar, Sölku Guð- mundsdóttur. Það er allt í lagi að nota steríótýpur kommentakerfanna, hlustenda útvarps Sögu, pólitískra og trúarlegra andstæðinga sinna, en það þarf að fylgja sannfærandi innsýn í líf þeirra og sögu, hvort sem skrifa skal ádeilu eða farsa og ekki sakar að nálgast viðfangsefni sitt af virðingu. Að öðrum kosti mun verkið einungis höfða til eigin þjóðfélags- hóps og ekki hafa þau víðtæku áhrif sem leikhús getur megnað og ég efast ekki um að lagt hafi verið af stað með í upphafi. Náðu ekki tengingu Leikkonurnar þrjár, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir, þekkja vel inn á hver aðra, eru skemmti- lega ólíkar og eiga að baki frábærar leiksýningar eins og Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur. Í þetta sinn náðu þær ekki sannfærandi tengingu við áhorfendur fyrr en í lokaatriðinu sem var kraftmikið og mjög vel út- fært. Tónlist og myndefni, sem kastað var á tjald á sviðinu, mynduðu dramatískt samband og virkuðu vel. Bæði sviðsmynd og búningar voru fábrotin framan af en tóku svo flug- ið líkt og sýningin öll í lokaatriðinu sem var íburðarmikið og óvæntur hápunktur á verki sem að öðru leyti var áhrifalítið. n Vonda fólkið Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Old Bessastaðir Höfundur: Salka Guðmundsdóttir Leikstjórn: Marta Nordal Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Arnar Ingvarsson Tónlist: Högni Egilsson Hljóðsmiður: Marteinn Hjartarson Sýnt í Tjarnarbíói „Það voru vonbrigði hversu yfirborðsleg nálgun verksins var. Úr listheiminum Ný kóngulóartegund, svört tarantúla, sem fannst í ná-grenni við Folsom- fangelsið í Kaliforníu hefur verið nefnd eftir kántrígoðsögninni Johnny Cash – sem samdi þekkt lag um fang- elsið og spilaði á nokkrum tónleikum fyrir fangana. Aphonopelma johnnycashi er ein af fjórtán tarantúlu- tegundum sem voru uppgötv- aðar á svæðinu og nefndar nú á dögunum. Karldýrið er næstum því algjörlega kolsvart og þótti því við hæfi að nefna það eftir Cash, sem var oft nefndur „Man in black.“ Eistneska ljóðskáldið, heim-spekingurinn og samfélags-rýnirinn Jaan Kaplinski hlaut á föstudag Evrópsku bókmenntaverð- launin fyrir verk sín. Borgaryfir- völd í frönsku borginni Stras- bourg og franska utanríkis- og Evrópumálaráðu- neytið standa að verð- laununum sem hafa verið veitt árlega frá árinu 2006. Ein bók eftir Kaplinski hefur verið þýdd á íslensku, ljóðabókin Við höfum ekki sést lengi sem kom út í þýð- ingu Hjartar Pálssonar árið 1995. Fjöldi stórstjarna úr kvik-myndaheiminum kemur fram í auglýsingamyndbandi þar sem yfirvöld eru hvött til að veikja ekki starfsemi breska ríkisútvarpsins BBC, en um þessar mundir fer fram alls- herjar endur- skoðun á rekstri stofnunarinnar. Mynd- bandið er framleitt af óháðum samtökum og slagorðið er: „Ekki láta BBC verða að minningu.“ Í myndbandinu kemur fjöldi fólks fram, meðal annars leikararnir Judi Dench, Ian McKellan, Steve Coogan og Óskarsleikstjórinn Danny Boyle, og segir frá minn- ingum sínum um BBC. og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.