Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 9.–11. febrúar 2016 Hluturinn í Borgun rauk upp stuttu eftir yfirtöku ríkisins n 63% hlutur Íslandsbanka margfalt verðmætari en nemur bókfærðu virði n Kröfuhafar framseldu bankann nokkrum dögum fyrir sölu H lutur Íslandsbanka í greiðslu- kortafyrirtækinu Borgun er margfalt verðmætari en gengið var út frá þegar kröf- uhafar slitabús Glitnis sam- þykktu í október 2015 að afhenda ríkinu 95% hlut sinn í bankanum án endurgjalds. Þannig er allt útlit fyrir að 63,47% eignarhlutur Íslandsbanka sé yfir tíu milljörðum króna verð- meiri en bókfært virði hans gerir ráð fyrir en samkvæmt nýlegu verðmati sem KPMG ráðgjafafyrirtækið fram- kvæmdi er hlutafé Borgunar metið á 19 til 26 milljarða króna. Er hlutur Ís- landsbanka í greiðslukortafyrirtæk- inu því metinn á allt að 16,5 milljarða króna en það er hærri fjárhæð en sem nemur bókfærðu virði allra dótturfé- laga bankans í árslok 2014. Aðeins tveimur vikum eft- ir að kröfuhafar Glitnis samþykktu veigamiklar breytingar á fyrirliggj- andi tillögum sínum vegna stöð- ugleikaframlags til íslenskra stjórn- valda, þar sem mestu munaði um að þeir afsöluðum sér öllum hlut sínum í Íslandsbanka, var tilkynnt um kaup Visa Inc. í Bandaríkjunum á Visa Europe fyrir 21,2 milljarða evra. Þau viðskipti færa eigendum Borgunar – og Valitor – vel á annan tug milljarða í tekjur sem um leið eykur verulega markaðsverðmæti þessara félaga. Hluturinn kom aldrei til tals Íslenska ríkið, sem er eigandi að öllu hlutafé Íslandsbanka, mun því að óbreyttu hagnast umtalsvert á því að bankinn hafi verið framseld- ur til ríkisins í stað þess að söluand- virði hans yrði deilt með kröfuhöfum samkvæmt afkomuskiptasamningi, eins og upphaflega var ráðgert. Sam- tímis því að kröfuhafar Glitnis sam- þykktu að framselja 95% hlutinn í Íslandsbanka var heimild þeirra til að skipta út lausum krónueign- um yfir í erlendan gjaldeyri hækk- uð um 52 milljarða. Ef kröfuhöfum Glitnis hefði verið kunnugt um að þessi eign Íslandsbanka – ríflega 63% eignarhlutur í Borgun – væri mun verðmætari en bókfært virði gæfi til kynna þá má telja afar líklegt að þeir hefðu farið fram á að þeim yrði heimilað að taka út enn meiri krónu- eignir úr landi. Slíkt kom hins vegar aldrei til tals í samskiptum kröfuhafa og fulltrúa þeirra við ráðgjafa stjórn- valda, samkvæmt heimildum DV. Stöðugleikaframlag Glitnis til stjórn- valda nemur um 230 milljörðum króna miðað við bókfært virði þeirra eigna sem voru framseldar en 95% hlutur í Íslandsbanka var þar af met- inn á 185 milljarða. Greint var frá því í Morgunblað- inu síðastliðinn föstudag að sam- kvæmt virðismati sem KPMG vann fyrir stjórn Borgunar væri fyrirtæk- ið metið á allt að 26 milljarða króna ef tekið væri fullt tillit til þeirra tekna sem yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe myndi skila Borgun. Það þýðir að sá 31,2% hlutur sem Landsbankinn seldi í nóvember 2014 til hóps fjár- festa og æðstu stjórnenda Borgun- ar er metinn á bilinu 6 til 8 milljarð- ar en söluverð hans var hins vegar aðeins tæplega 2,2 milljarðar. Hefur verðmæti hans því ríflega þrefaldast á aðeins einu ári. Landsbankinn hef- ur sagt að hann hafi á þeim tíma ekki getað séð fyrir þær miklu tekjur sem Borgun myndi fá í sinn hlut við sölu Visa Europe. Höfnuðu 9,5 milljarða boði Stjórnendur Íslandsbanka hafa einnig tekið í sama streng, eins og sagt hefur verið frá í DV, en í júní 2014 höfnuðu þeir tilboði hóps fjár- festa og stjórnenda Borgunar í hlut bankans í félaginu. Var tilboðið sam- hljóða því sem Landsbankinn sam- þykkti stuttu síðar í hlut sinn í Borg- un. Ríflega ári síðar bauðst breska greiðslumiðlunarfyrirtækið UPG til að kaupa allt hlutafé Borgunar á 15 milljarða króna sem hefði þýtt að þeir fjármunir sem hefðu runnið til Íslandsbanka við slíka sölu hefðu verið um 9,5 milljarðar. Því tilboði var hins vegar hafnað af Íslands- banka. Sú ákvörðun virðist hafa ver- ið skynsamleg enda bendir núna allt til þess að hlutur bankans í Borgun sé enn meira virði. Í reikningum Íslandsbanka er ekki gerð sérstaklega grein fyrir því hvað hlutur bankans í dótturfélagi sínu Borgun er metinn á. Hins vegar ligg- ur fyrir að Íslandsbanki mat virði sjö hlutdeildarfélaga sem bankinn eign- aðist í árslok 2011 við yfirtöku á Byr sparisjóði, þar á meðal 22% hlut í Borgun, á samtals 1,1 milljarð króna. Því er ljóst að 22% hluturinn í Byr hef- ur á þeim tíma aðeins verið metinn á hundruð milljóna króna miðað við kostnaðarverð. Í kjölfar yfirtökunnar á Byr náði Íslandsbanki yfirráðum í Borgun með meira en 60% eignarhlut og hefur greiðslukortafyrirtækið því eftir það verið flokkað sem dótturfé- lag í reikningum bankans. Dótturfélög á kostnaðarverði Í ársreikningi móðurfélags Íslands- banka fyrir árið 2014 eru eignarhlut- ir í öllum dótturfélögum bankans bókfærðir á tæplega 13 milljarða króna. Fyrir utan 63,5% hlut í Borg- un er þar um að ræða meðal annars félög á borð við Íslandssjóði, All- ianz á Íslandi, Frumherja, Mið- engi, eignarhaldsfélag sem heldur utan um fullnustueignir og rekstr- arfélög sem enduðu í fangi bank- ans, auk fjölmargra smærri félaga. Í árslok 2014 námu eignir Miðengis ríflega 6,5 milljörðum. Fram kemur í ársreikningi Íslandsbanka að fjár- 13. mars 2014 Fjár- festahópurinn gerir tilboð í alla hluti Landsbankans og Íslandsbanka í Borgun. 27. júní 2014 Íslandsbanki ákveður að selja ekki eignarhlut sinn í Borgun né kaupa hlut Landsbankans í greiðslu- miðlunarfyrirtækinu. 25. nóv. 2014 Samningur kemst á og salan gerð opinber. 27. nóv. 2014 Kjarninn greinir frá hluta fjárfestahópsins og að kaupin hafi farið fram á bak við luktar dyr. Febrúar 2015 Aðalfundur Borgunar ákveður að greiða út 800 milljónir króna í arð til hlut- hafa fyrirtækisins. 20. okt. 2015 Kröfuhafar samþykkja að framselja 95% eignarhlut Glitnis í Íslandsbanka til íslenska ríkisins. 2. nóv. 2015 Tilkynnt um yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe fyrir 21,2 milljarða evra. 3. júlí 2014 Hópurinn gerir tilboð í hlut Landsbankans eingöngu. Tilboðið nemur 2.184 millj- ónum króna fyrir öll 31,2% bankans. Eignarhluturinn var bókaður á 1.159 milljónir í uppgjöri bankans einungis fjórum dögum áður. Persónugerður markpóstur er mælanlegur miðill og árangursríkur www.umslag.is2010- 2014 Umslag tryggir hámarksárangur við útsendingu markpósts • Mismunandi skilaboð • Mismunandi myndir • Mismunandi markhópar Við getum prentað nöfn og heimilisföng á allan mark- póst. Stór og lítil upplög. Markhópalistar eru í boði sé þess óskað eða við áritum eftir þínum excel lista. }Ein prentun *Samkvæmt könnun Gallup á meðal markaðsstjóra um notkun á miðlum árið 2015 mun markpóstur vera næsta val á eftir internetinu. 31% auglýsenda ætla að nota markpóst meira árið 2015* - hvað ætlar þú að gera? Haraldur Guðmundsson Hörður Ægisson haraldur@dv.is / hordur@dv.is Milljarða hagnaður Eigendur Borgunar munu fá milljarða í tekjur í sinn hlut vegna yfirtöku Visa International í Bandaríkjunum á Visa Europe. Fjármálaráðherra 95% hlutur Glitnis í Íslandsbanka var framseldur til stjórnvalda í lok síðasta mánaðar. Er hluturinn bókfærður á 185 milljarða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.